Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 14
10
Heima er bezt
Nr. 1
líkur nafna sínum og frænda
með vöxt, vitsmuni og glæsileik.
Hann var fæddur 1883. Þegar
yngri Sesar var rúmlega ársgam-
all, þá gaf Bjarni Jóni Ásgeirs-
syni á Þingeyrum hann. Saga
Sesars varð því stutt í eigu
Bjarna. Þess verður þó að geta,
að skömmu eftir að Bjarni farg-
aði honum, þá eignaðist vitur og
virðuleg tík á Þernumýri í Vest-
urhópi þrjú afkvæmi, sem hún
lýsti Sesar föður að. Eitt þeirra
var svartbotnóttur hundur, sem
Bjarni eignaðist og nefndur var
Ganti. Hann var stór og fallegur
og spekingur að viti. Meðal af-
reka hans, sem sýndi vitsmuni
hans og lagni í skörpu ljósi, var
að hann sótti kindur á klettasyll-
ur hátt í Vatnsnesfjalli, þar sem
fræknustu menn voru frá
gengnir.
Eftir að Sesar komst í eigu
Jóns á Þingeyrum, náði hann við
ríkulegt fóður og þjálfun mikl-
um þroska á skömmum tíma.
Fullþroskaður var hann 78 cm.
hár á herðakamb (bandmál).
Einnig var hann langvaxinn.
Honum var mjög hátt undir
kvið, en bolgrannur og rennileg-
ur. Hann var hrafnsvartur,
snögghærður og gljáhærður.
Höfuðið stórt og fagurlega skap-
að. Eyrun stór, þunn og lafandi
niður að miðju. Augun stór, vit-
urleg og móbrún að lit. Með
þessari miklu stærð var hann
fagur og tilkomumikill, svo að
ég, sem þetta rita, hef engan
hund séð hans jafningja að öllu
atgerfi.
Snemma bar á óvenjulegum
vitsmunum og námfýsi hjá Ses-
ar, og lagði Jón mikla alúð við
að kenna honum ýmsar kúnstir
til gagns og gamans.
Snemma varð Sesar framúr-
skarandi góður skothundur.
Hann fékk líka góða æfingu í
þeirri íþrótt. Jón var góð skytta
og fór oft með byssu. En við
þetta starf var Sesar svo ákaf-
ur, að hann fékkst helzt aldrei
til þess að taka hvíld, þegar um
fleiri fugla væri að ræða, fyrr
en hann hafði komið þeim öll-
um á land. En þetta var oft
harðsótt og vossamt og reyndi
mjög á þrek hans og lagni, þeg-
ar fuglarnir voru t. d. væng-
brotnir, en með fullu lífi og gátu
bæði flögrað og stungið sér.
En ávallt bar hann sigur af
hólmi, en varð þó oft kaldur,
hrakinn og illa til reika.
Sesar var snemma laginn á að
leita uppi týnda og eftirskilda
muni. í þeirri íþrótt fékk hann
líka góða æfingu. Oft, þegar Jón
var á ferðinni, einkum innsveit-
is, þá skildi hann eftir eitthvert
plagg, s. s. vetlinga, vasaklút,
svipu o. fl. Þegar heim kom,
sendi hann Sesar að leita að
þessu. Þetta heppnaðist honum
jafnan vel og var þá mjög
kampakátur, þegar hann skilaði
Jóni hinu týnda og afturfundna.
Þegar Sesar var á slíku ferða-
lagi kom það stundum fyrir að
kvöldi eða nóttu til, að bær var
lokaður, en hann þurfti að kom-
ast í bæinn til þess að leita að
einhverju plaggi. Þó að þannig
stæði á, varð honum ekki ráða-
fátt; þá fór hann jafnan á
glugga og gerði vart við sig. Var
hann þá stundum svo frekur og
aðsópsmikill, að vissara þótti að
vera ekki lengi að opna.
Eftir að Þorvaldur Ásgeirsson
prestur fluttist frá Hofteigi á
Jökuldal vestur í Húnaþing um
1880 var hann um skeið þjón-
andi prestur á Þingeyrum, en
hafði þó búsetu í Steinnesi og
Hnausum í Þingi. Þeir Þorvald-
ur prestur og Jón Ásgeirsson
voru góðir vinir, og kom Jón oft
að Hnausum, á meðan prestur
bjó þar. Séra Þorvaldur hafði
mikið dálæti á Sesar og hafði
mjög gaman af að láta hann
leika listir sínar, þegar hann bar
að garði.
Það var að kveldi dags, að
haustlagi, að Jón Ásgeirsson reið
heimleiðis frá Hnausum. Þegar
hann er að fara af stað, þá sting-
ur séra Þorvaldur upp á því við
Jón, hvort hann vilji ekki skilja
vetlingana sína eftir undir sóff-
anum í stofunni og senda svo
Sesar eftir þeim, þegar hann
komi heim. Jón féllst á þetta.
Þegar Jón fór af baki á hlað-
inu á Þingeyrum, þá sýndi hann
Sesar á sér berar hendurnar,
neri saman lófunum og bar sig
kuldalega, og segir við Sesar:
„Vettlingarnir hafa víst orðið
eftir í Hnausum. Sæktu þá.“
Sesar var fljótur að lyfta ferð-
um fram á leið. Þegar hann kom
að Hnausum, hafði séra Þorvald-
ur lokað bænum, en þá var Ses-
ar fljótur á stofuglugga hjá
presti og krafðist inngöngu. Áð-
ur en prestur opnaði fyrir Sesar,
greip hann annan vettlinginn
undan sófanum og stakk honum
í jakkavasa sinn, en lét þó nokk-
uð af honum standa upp úr vas-
anum.
Þegar Sesar kom inn og hóf
rannsókn í stofunni, var hann
flj ótur að finna vettlinginn und-
ir sófanum. Hann virtist í fyrstu
gera sig ánægðan með hann og
snýr til dyra. Þá kemur hik á
hann, hann lætur vettlinginn
niður og leitar og nasar um alla
stofuna að nýju. Þegar sú leit
bar engan árangur, snýr hann
sér að séra Þorvaldi og leggur
báða framfæturna upp á axlir
hans og horfir biðjandi augum
framan í hann. Þannig horfðust
þeir í augu stundarkorn. Þegar
Sesar kemur niður á gólfið aft-
ur, þá sér hann og uppgötvar
vettlinginn, sem að nokkru stóð
upp úr jakkavasa prests,og ætlar
nú með leifturhraða að grípa
hann. En þá treður prestur vettl-
ingnum alveg niður í vasann.
En Sesar lét sér ekki bilt við
verða og réðist nú að presti,
stakk tríninu niður í vasann og
sótti vettlinginn, en þá var farið
að síga í hann, og var hann þá
svo aðsópsmikill og frekur, að
presti lá við áföllum. Eftir þenn-
an leik bauð séra Þorvaldur Ses-
ar kjötbita, sem hann hafði hjá
sér í stofunni, en slíku góðgæti
var hann ekki vanur að neita,
en nú leit hann ekki við því.
Þegar hann hafði sameinað
vettlingana í munninum, rauk
hann að stofuhurðinni, sló með
framfæti á hurðarhúninn, svo að
stofan opnaðist, og hvarf út í
myrkrið. Löng hafa skref Sesars
verið heim á leið þetta kvöld,
færandi vini sínum hinn týnda
fjársjóð.
Mörgum sagði séra Þorvaldur
þessa sögu af viðskiptum þeirra
Sesars og hafði óblandna ánægju
af.
Hér verða teknar upp nokkrar
sagnir af Sesar, sem áður hafa
verið birtar í sagnaþættinum
„Valda-Jarpur og Sesar“ í fyrra