Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 18
14 Heima er bezt Nr. 1 hlyti að vera dauður, en gáðu þó betur að og sáu, að lífsmark var með honum. Skáru þeir þá af honum böndin og báru hann heim í þorp sitt. Hurð hafði skollið nærri hælum, því hrafn- arnir höfðu höggvið smásár á síðu hans, en augun voru ó- sködduð. Var það Mazeppa til heilla, að hann hafði verið bund- inn á grúfu. Hinn hrausti unglingur náði sér ótrúlega fljótt aftur, og vegna atgervis síns og mennt- unar steig hann fljótt í metorða- stiganum hjá Kósökkunum. og varð brátt einn af foringjum þeirra. Nú er Úkraína orðin rússneskt land, og Mazeppa varð rússn- eskur „Kósakkahetmann". Veg- ur hans óx stöðugt. Hann var öt- ull stjórnandi í friði og frábær hershöfðingi í stríði. Hann var hægur skipuleggj ari, snarráður, úrræðagóður og manna djarf- astur á hættunnar stund. Hann gat sér mikla frægð í stríði við Rússa við Tyrki í lok 17. aldar, og gerði Pétur mikli hann þá að stórfursta yfir Úkraínu. Áð- ur hafði hann lengi borið titil- inn „hetmann" Saporoka. Mazeppa var um þetta leyti góður vinur hins mikla zars. Svo kom stríðið við Svía árið 1700. Lengi gekk Pétri mikla erfiðlega í þeim ófriði. 1708 réð- ist hinn ungi, sænski herkon- ungur, Karl 12., inn í Rússland. Karl 12. hafði þá nýlega gersigr- að Pólverja. Mazeppa hugði nú á gamals aldri á meiri upphefð en áður. í laumi sendi hann Karli boð og lét segja honum, að ef hann héldi her sínum suður á bóginn, myndi hann koma hinum sænska her til liðveizlu með úkrainska Kósakka. Mazeppa ætlaði að gera uppreisn og losa Úkraínu undan veldi hins rússneska keisara. Karl 12. sneri nú her sínum í suðurátt, en hinn ægilegi vet- ur 1708—1709 gerði að miklu leyti út af við her hans. Meiri hluti Úkraínumanna hélt tryggð við keisara sinn. Mazeppa stór- fursti fékk aðallega fylgi hinna tryggu Saporosku Kósakka sinna og nokkurn hluta hinna úkraínsku stórbænda. annaðhvort er þetta hæfður hestur eða helvíti mikill ístru-prestur!“ í þessú knúðar eru dyr óþyrmilega; — en Pétur spyr: „Heyrðu laxi, hvað vilt þú?“ Hinn svarar nú: „Ég vil inn, inn vil ég fara, Pétur minn! Eða ert það ekki þú, sem þorsk drógst fyr úr þara?“ Jú, það er ég!“ — nam Pétur svara. „En ég vil fá að fara inn í frelsarans nafni, Pétur minn.“ „Bitti nú, fyrst þú beðið getur, þú bráðlát rola!“ mælti Pétur. „Eitthvað máttu telju til ágætis þér, áður en sæti þú fáir hér!“ — „Ég er meyja, guðhrædd góð, og göfugasta fljóð; með hreinan jómfrúdóm, sem heim ég fæddist í, ég hingað aftur nú óspjölluð sný, og fáum mun það farist hafa betur; finndu að því Pétur, svo framt sem þú getur!“ En Pétur sagði: „ha! ha! hæ! nú hissa ég verð og dátt ég hlæ; líklega ertu ei öldruð þá, að ætla má?“ Ungfrúin reið þá aftur svarar: „Ef þú getsakir við mig sparar, því jómfrú hrein ég er og klár, sextíu lifði ég svo í ár!“ Nú hitnar Pétri um hjartarætur, hann hóstaði’, í nefið tók, hann grætur: „Gleðjast mun yfir því gjörvalt Himnaríki, þar gimsteinn enginn, meyja, þinn er líki!“ Péturs í æðum ólgar, svellur blóð, slíkt Álftnesingar liðu ei stórstraumsflóð, þá spriklar karl, sem synti í ósi síld, svo setti hann í sig stóran hrossabíld, og blóðið rann og rénaði, — hann ró þá fann og hvíld. Nú upp hann lýkur dyrum og ætlar meyna að sjá, en----------alvaldur hjálpi mér! hvað sá hann þá? „Flýttu þér,“ sagði hann, „farðu burt! fjandans til með enga kurt! í Himnaríki inn ef hleypi ég þér,“ hann sagði, „það hreint mun tæmast á augabragði, engan mun þá fýsa að fara þangað inn, þig fælast munu allir, já, sjálfur skaparinn!" Því meyjan úti, sem hann sá, (þar segja skal ég yðurr frá) var gráhærð, skorpin, greppitrýni af snót, grett, víxluð, bækluð, meykerling ein ljót, andlitið hrukkótt, afskræmt, eins og freðið, — því svipur getur lýst, ei nokkur harpa kveðið, og líklegt er hin leiða erfðasynd sé lifandi sköpuð hennar eftir-mynd. Kerlingin varð nú æf og óð, eins og hundur á roði hún á því stóð, að hún ætti að komast í Himnaríki, því hennar fyndist þar enginn líki. En sankti Pétur (sem hafði uppköst fengið er sá hann hana) mælti: „Er þér gengið? að hugsa að nokkur kappi fagni því,

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.