Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 7
Nr. 1 Heima er bezt 3 Barnið mitt var numið á brott Viðtal við Guðbjörgu Guðbrandsdóttur, sem verður 75 ára í vor „ÉG VAR niðursetningur þegar ég var barn. Þá tók enginn svari mínu, en margir urðu til þess að setja í mig olnbogana. Ég varð því að gera annað tveggja, að þegja og beygja mig, eða rísa upp öndverð og svara fyrir mig fullum hálsi.“ Guðbjörg Guðbrandsdóttir er bráðum sjötíu og fimm ára. Hún er fædd í sveit og alin upp á hrakningi, brauzt úr bandinu rétt eftir ferminguna og var vinnukona á mörgum bæjum, trúði manni of vel og eignaðist barn með honum, sem hann nam á brott án hennar vitund- ar, síðar giftist hún verkamanni og vann utan heimilis til að afla brauðs. Nú dvelur hún í Elli- heimilinu Grund í Reykjavík. Hún er lág vexti, hnellin, stór- leit og skarpleit, einbeitt og há- leit, nokkuð hvöss í máli á stundum. „Maður er búinn að reyna, hvað þessi heimur er — og sér því ekki eftir því að yfirgefa hann.“ Þessar tvær málsgreinar, sem hún mælti, þegar ég talaði við hana nýlega, lýsa henni vel. Hún hefur aldrei látið neinn vaða of- an í sig. Og það er töluverð harka og kaldhæðni í hljómfall- inu, þegar hún segir síðustu setninguna, eins og hún vilji segja við þennan heim, sem hún hefur lifað í: „Já, þú missir nú bráðum takið á mér, bannsett- ur,“ eins og hún hrósi sigri yfir honum. Hann sé svo sem ekki alltaf hæstiréttur. Saga Guðbjargar Guðbrands- dóttur er jafnframt saga margra íslenzkra alþýðukvenna. Hörð lífsbarátta, þungbært strit, sem á stundum virtist tilgangslaust, en um leið ódrepandi þolgæði og þrek. Hún fæddist 5. maí 1876 í Haga í Holtahreppi í Rangárvalla- sýslu. Faðir hennar var bóndi þar, en foreldrar hennar voru bræðrabörn. Þau urðu fimm systkinni, en móðir hennar lézt af barnsburði harðinda- veturinn 1881. Harðréttið og fátæktin var svo mikið, að hún þoldi það ekki og lét lif- ið. Guðbjörg man lítið eft- ir móður sinni, en það fyrsta sem hún minnist er, að móðir hennar kom inn með snjó í fötu til að bræða, því að ekki náðist til vatns, allt var botnfrosið. Móð- ir hennar kom þá utan úr göng- um, sem grafin höfðu verið gegnum skaflinn frá dyrunum alllanga leið. Faðir hennar stundaði róðra í Þorlákshöfn og á Eyrarbakka á vertiðum; hann var elju- og dugnaðarmaður, en erfiðleikarnir voru næsta óyfir- stíganlegir. Guðbjörg var því ekki lengi hjá honum eftir að móðir hennar lézt. Hún man það helzt úr samvistunum við hann, hve hún fagnaði honum, þegar hann kom inn í baðstofuna með mjólkurfötuna og rétti henni mjólkursopa. Hann var nær- gætinn við börnin sín móður- laus og tók telpuna á hné sér á kvöldin og greiddi hár hennar og þvoði, en bjó hana síðan í hátt- inn. Faðir hennar réði til sín ráðs- konu, en varð að láta tvö börn- in frá sér fara — á sveitina. Og miðbörnin urðu fyrir því, Guð- björg, fimm ára og Sigurður, fjögurra ára. Og um leið og hún fór frá föður sínum, byrj- uðu hrakningar hennar. „Mér var varpað út í harða veröld, einmana og óstudd, mál- svarslaus, á miskunn ókunn- ugra.“ Þannig var ástatt á bæ þeim, sem Guðbjörgu var komið á, að þar bjuggu öldruð hjón og var bóndinn þó allmiklu eldri. Lá hann rúmfastur vegna fótaveiki. Ráðsmaður var fyrir búinú, hörkutól, kvennamaður og drykkfelldur. Sagt var, að heim- ilið væri efnað, en efnin gengu fljótt til þurrðar fyrir óráðsýju ráðsmannsins. Guðbjörg GuSbrandsdóttir. „Mér leiddist ákaflega. Það var eins og mér hefði verið hrint út frá öllu því, sem ég unni. Ég grét mig í svefn og naut hvergi neins athvarfs nema hjá gamal- menninu í rúminu. Stundum, þegar ég var atyrt og barin, reis hann skjálfandi upp og kvað engan hafa rétt til að berja barnið. Ég man, að ég flýði stundum undir sængina til hans, lítil, skjálfandi og grátandi. Mér þótti vænt um þennan gamla mann. Ég var alltaf látin ganga berfætt, en svo hagaði til, að ekkert tún fylgdi bænum, held- ur aðeins mýri. Það reif af mér á fótunum og kálfunum, sérstak- lega þar sem pilsgopinn slettist blautur með rauðamýri í sér. Mér leið því illa, einnig líkam- lega. Mér var ofgert við vinnu. Ég vann heila dagana að því að moka flórinn undan sex eða sjö nautgripum, en ég loftaði varla skóflunni tómri, mér gekk líka erfiðlega að halda á henni. Ég var hrædd á ýmsan hátt. Krakk- ar komu með brekán yfir sér, þar sem ég var að paufast við þessa vinnu, og þóttust vera draugar, en. ég næstum því ærðist af hræðslu. Það kom oft fyrir, að ráðsmaðurinn sparkaði í mig, sérstaklega þegar hann var

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.