Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 24
20 Heima er bezt Nr. 1 virtist, tókst mér ekki sem verst, því að ýmsir, sem inni voru og þekktu mig, hrópuðu upp: „Já, Charlie, haltu áfram að spila!“ Og ég hélt áfram. Ég söng fyr- ir þá Serenade eftir Toselli, eða öllu heldur: ég söng það fyrir hana. Já, ég fangaði augnaráð hennar, brosti, og kom henni til að horfa sífellt í augu mér; ég lét hana skilja það fullkomlega, að ég söng fyrir hana eina. Hún brosti og skildi mig, og þegar söngurinn var á enda, bauð hún mér að setjast við borðið hjá sér. Öll fyrirmennska hvarf mér á sama augnabliki og ég settist; ég var næstum of hrifinn til að geta talað. En hvað sem því leið, þá var ísinn brotinn. í fyrsta lagi komumst við brátt að raun um það, að við höfðum bæði ferðazt allmikið. Að vísu urðum við engir trúnaðarvinir þetta kvöld. Og þó töluðum við; og það að tala við hana gagntók mig og gerði mig sælan. Þegar tími var kominn til að fara, brosti hún elskulega til mín og sagði: „Ég vona, að við sjáumst aftur. Ég er hér flest kvöld.“ Að þessu afstöðnu var ég sem í draumi, hugsaði um fátt ann- að en næsta fund okkar. Veit- ingakráin sú arna varð í mín- um augum jafn yndisleg og þær yndislegustu í Múnchen eða á Montmartre. Var ekki raunveru- lega mín fyrsta lífsreynsla að gerast hér? Voru þessir litir og þessi hljómlist jafn viðeigandi og heilsteyptur bakgrunnur fyr- ir hið nýja ævintýri mitt, sem væri það þar? Ekkert skipti mig máli á þess- um stað, þangað til hún kom; hugsaði aldrei um hitt fólkið, þessa venjulegu og lífsglöðu hópa, sem sátu þarna masandi, drekkandi, hlæjandi og með hálfglettin hnútuköst til ná- unga, sem voru kannske með stúlkurnar sínar á hnjánum að reyna að stelast til að vanga þær, þegar þeir héldu, að enginn tæki eftir því. En á því andartaki sem D birt- ist mér, varð umhverfið allt ann- að í augum mínum: tal fólks- ins varð fegurra, músikin kát- ari, andlitin kringum mig á- nægðari og fegurri. Mér kom jafnvel til hugar, að gaman væri að eiga krá eins og þessa, þar sem stúlkan mín gæti verið veit- ingakona og einskonar drottn- ing í ríki. Ef til vill klúbb . . . Það var ekki langt liðið síðan ég hafði verið viðriðinn málaferlin út af hnífstungunni í Soho-mál- inu, og var því þurfandi hvers- konar hlýju og vináttu, og kunni að meta slíkt betur en nokkru sinni fyrr. Síðla eitt kvöld, þegar gestir veitingastofunnar voru að tínast heim og allt að verða hljótt, komum við okkur saman um að fara eitthvað annað og rabba saman um nóttina í stað þess að skilja og fara heim. Okkur var þegar farið að líða það vel í nærveru hvors annars, að við vildum vera sem lengst saman. Við fórum á kaffistofu skammt frá Tottenham Court Road — stað, sem hverskyns Soho-lýður sækir að staðaldri, að skækjum og glæpamönnum meðtöldum. Strax er við höfðum komið okk- ur þægilega fyrir úti í horni, horfði hún einbeitt í augu mér og sagði: „Þú lítur ekki vel út. Hvað hef- urðu verið að gera?“ „Ó, svona ekki neitt,“ anzaði ég. „Ég lenti í áflogum ekki alls fyrir löngu, og það er stutt síð- an ég kom af spítalanum.“ Þegar ég minntist á áflog, brosti hún. „Datt mér ekki í hug,“ sagði hún. „Það má minna sjá en það, að þú hefur lent í ýmsu misjöfnu.“ Og síðan kom sú spurning, sem ég hafði kviðið fyrir allan tímann: „Á hverju lifirðu?“ Mig fýsti ekkert sérstaklega að svara þessu. Hvernig myndi hún taka því? Ég vissi ekki, hvað ég átti að halda um það. — Yrði þetta atriði til þess að binda endi á hina nýuppgötvuðu gleði? Ekki kom mér til hugar að fara að segja henni nein ósannindi. Mér fannst einhvern veginn, að hún hlyti að skilja þetta allt. „Ég?“ hváði ég. „Ég hafði ekki hugsað mér að segja þér það. En ég lifi á mínum eigin sniðugheit- um. Þannig hef ég lifað árum saman. En —“ — dauðhrædd- ur — „þú lætur það vonandi ekki hafa áhrif á vináttu okk- ar? Ég er sæll, ef ég má sitja hér með þér, tala . . . Ennþá var svar hennar bund- ið hlýlegu brosi og skilningsríku: „Einmitt eins og mig grunaði — fyrir löngu,“ sagði hún. „Það vill nú svo til, að hlutskipti mitt er mjög svipað.“ Það má getá nærri, hvílíkt augnablik þetta var — stærra og merkilegra en nokkurt annað í lífi mínu fram til þessa. Nú var auðséð, að vinátta okkar mundi ekki einungis halda áfram, heldur beinlínis aukast og dýpka, þar eð við áttum sameiginleg áhugamál. Við þörfnuðumst engra skýringa; við vorum jafn- ingjar, lífsreynsla okkar var á mörgum sviðum mjög svipuð. Eftir þetta sagði hún mér ým- islegt um sjálfa sig, og ég komst að raun um það, að hún var einnig sjálfmenntuð, hafði kynnzt lífinu með því að um- gangast fólk af öllum tegundum, bæði í Englandi og annarsstað- ar. Þegar veggurinn á milli okk- ar var á annað borð hruninn, var ekki um annað en hrein- lyndi og trúnað að ræða; mér varð ljóst, að ég hafði fyrirhitt þá, sem eirí allra myndi geta orðið maki minn. Við þurftum aldrei að gefa formlega ástar- játningu, sízt fyrir öðrum; við vissum bæði af því, að ástin bjó í hjörtum okkar, og héldum áfram að vera saman eins og ekkert í heiminum væri eðli- legra — sem heldur ekki var, eins og á stóð. Við kröfðumst aldrei neinskonar trúnaðaryfir- lýsingar hvort af öðru; við tók- um öllu sem sjálfsögðum og eðli- legum hlut. Við vorum eins hamingjusöm og maður og kona frekast geta verið, og þannig liðu meira en sjö ár. Ég get ekki minnzt eins einasta kaldyrðis, sem farið hafi okkar í milli. Enda þótt ég fyndi stundum til afbrýðisemi, rétt eins og hver annar ástfanginn maður, kenndi hún mér af við- sýni sinni að líta á hlutina út frá öðrum sjónarmiðum en sjónarmiði eigingirninnar. Hún vildi, að við héldum bæði áfram að vera frjáls, ekki háð, í ást okkar, og eftir því sem lengur leið komst ég að raun um sann- leikann í orðum hennar. Hug-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.