Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 10
6 Heima er bezt Nr. 1 Siglingarnar fyrrum: Þegar Kong Helge strandaði við Haganesvik árið 1909 Danski skipstjórinn segir frá DÁLÍTIÐ hefur verið skrifað i íslenzk blöð um strand „Kong Helge“ við Haganesvík árið 1909. Þar hafa íslendingar verið einir til frásagnar. — Skipstjórinn, sem þá var með „Kong Helge“, Chr. E. Olsen, er enn á lífi í Kaupmannahöfn og hefur hann nýlega skýrt frá þessu sögulega strandi í danska sjómannablað- inu „Vikingen". Fer frásögn hans hér á eftir: „í þá daga var ákaflega erfitt að sigla á ísland. Þá voru næst- um því engir vitar með strönd- um fram. Til dæmis voru ekki nema tveir vitar á norðurströnd þess. Auk þess voru íslandsförin þá léleg skip og varasöm og þá skorti mörg þau ágætu siglinga- tæki, sem nú eru á hverju skipi. Vélarafl skipanna var og mjög bágborið. Við sigldum frá Berg- en og höfðum stykkjavöru og allt í skuld. Hann lenti í klón- um á einokunarverzluninni. Hann gat smíðað svo vel, til dæmis gat hann sett svo vel bætur á báta, að alveg féll sam- an, svo að ekki sást annað en heilt væri. Faktorinn bannaði honum að vinna að þessu. Hann mátti ekkert gera nema fyrir verzlunina. Það sveið undan þessu, að sjá maka sinn í kúg- arahöndum. Það var aðallega fyrir mín orð, að við losuðum okkur undan okinu og fluttumst hingað suður. Við eignuðumst eina stúlku. Það var erfitt líf hér í bænum fyrir atvinnulítinn verkamann. Ég varð því að hjálpa til að afla brauðs. Ég þvoði stórþvotta og tók til í hús- um. Við vorum alltaf bláfátæk og á hrakningi með húsnæði. Guðlaugur var friðsemdarmað- ur. Við sátum í íbúð fyrir at- beina húsaleigulaganna, af því að við áttum ekki á öðru völ. salt meðferðis, en þessar vörur áttu allar að fara til Norður- landsins, aðallega til Siglufjarð- ar. Það er varla hægt að segja, að nokkur önnur skip sigldu til Norðurlandsins á þessum árs- tíma. Það leið að jólum og veð- ur voru óstöðug og oft risjungs- leg. Við náðum til ákvörðunar- staðarins í tæka tíð þrátt fyrir storma og stórsjóa. Eftir að við höfðum skipað upp á Siglufirði, áttum við að halda áfram vest- ur á bóginn, til Skagafjarðar og áfram til ísafjarðar. En meðan við lágum á Siglufirði fengum við að vita, að mikill skortur væri á mjölvörum og steinolíu í héraðinu upp af Haganesvík. Við vorum því beðnir að sigla þang- að og bæta úr skorti íbúanna. Við féllumst á það, hálfóánægðir þó, enda var ég líka varaður við að fara þangað. Það var varla meira en klukkustundar sigling til Haganesvíkur, en þess ber að gæta, að dagsbirta var varla lengur en tvo tíma á þessum árs- Guðlaugur var orðinn hálf veikl- aður af ófriðnum, þorði varla að koma heim, fór að titra ef hann heyrði hávaða. En ég stóð í því. Við alþýðukonurnar höfum orð- ið að reyna margt.... Guðlaugur dó 1937. Næstu ár- in hýrðist ég í kjallara. Nú er ég búin að vera 10 ár á Elli- heimilinu Grund. Mér hefði þótt gott, þegar ég var barn, hefði mér liðið eins vel og mér líður nú.“ Þegar ég var búinn að skrifa þetta viðtal hringdi Guðbjörg Guðbrandsdóttir til mín og sagði hlæjandi: „Ég lærði öll lög og öll ljóð þegar ég var ung — og ég söng við öll störf, söng í flórnum, söng við mölunina og söng á teignum, ég song í Laugunum og söng á göngu minni með vatns- skjólurnar upp Bankastræti.“ V. S. V. tíma. Akkerisvindan hafði bilað hjá okkur og viðgerð seinkaði dálítið, svo að seint var orðið, þegar við lögðum af staö, en við treystum guði og lukkunni. Þegar við komum til Haganes- víkur reið á blindbylur. Það var því líkast, sem skorið hefði ver- ið á þúsund dúnsekki og dúnn- inn steyptist yfir okkur. Næstu daga stóð líka iðulaus stórhríð á norðaustan. Við neyddumst til að varpa akkerum án þess að við vissum vel, hvar við værum, enda sáum við ekki út úr aug- unum og norðaustan stormurinn skall á skipinu, sem lá óvarið. Uppskipunarbátur kom nú út til okkar og við gátum komið tölu- verðu af mjölvöru niður í hann. Aftur á móti urðum við að henda olíutunnunum í sjóinn og láta ráðast, hvort landsmenn gætu klófest þær, þegar þær ræki á land. Allt í einu fundum við, að skip- ið hjó niðri. Ástandið varð æ ískyggilegra og við gátum ekki gefið meira út af akkerisfest- inni. Ef hún brysti, myndum við reka á land og ströndin þarna er ekki hlýleg fyrir menn á stjórnlausu skipi. Við lágum um kyrrt þar til næsti dagur rann upp. Störmur- inn fór vaxandi og að lokum neyddumst við til að freista að komast út. Hásetarnir sýndu nú frábæran dugnað, enda var um lífið að tefla. Það var erfitt verk að draga akkerið inn og ég held, að það hafi fyrst og fremst verið Dam stýrimanni að þakka, að það tókst, en hann var frá- bær dugnaðarmaður. Hann var frá Borgundarhólmi. Hann fórst nokkrum árum síðar, þegar brú- in brast á „Kong Helge“, steypt- ist með henni í sjóinn. Eftir að við komum út, leið ekki langur tími þangað til við fengum land- sýn og gátum áttað okkur. Við beittum upp í og voru þetta eft- irvæntingarfull augnablik. Það leið ekki á löngu þangað til skip- ið hlóðst snjó og klaka. Við höfð- um ekki ljósker og áttavitinn varð að einu klakastykki. Við urðum því að stýra eftir sprungnum boðum. Þannig börð- umst við upp á líf og dauða í tvo sólarhringa. Við höfðum fengið á okkur marga brotsjói, en skip-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.