Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 16
12 Heima er bezt Nr. 1 unar, en slíkt bannaði Jón hon- um harðlega. Það er vitað, að aðeins í eitt skipti um æfi hans hafi hann ráðist að manni, og verður hér á eftir nánar skýrt frá tildrögum til þess. Jón var á ferð í annarri sveit með Sesar til fylgdar. Þá koma á móti honum tveir menn. Þeir riðu geyst og létu all dólgslega, enda voru þeir undir áhrifum víns. Menn þessir voru þekktir fylliraftar og þrætugjarnir áflogavargar. Þeir voru taldir all miklir fyrir sér, einkum ann- ar þeirra. Jón vissi góð skil á mönnum þessum. Þegar þeir mæta Jóni, fara þeir í skyndingu af baki, en Jón hugðist halda áfram og óskaði ekki eftir fé- lagsskap þeirra, en þeir voru á annarri skoðun. Annar þeirra grípur í taumana á hestinum, en hinn gerir sig líklegan til þess að velta honum af baki. Jón grípur þá niður á höndina á þeim, sem um taumana hélt, en fékk svipuhögg á handlegginn. Hann snarast þá af baki. En þá skeðu tveir viðburðir samtímis. Báðir mennirnir réðust að Jóni, en samtímis grípur Sesar all óþyrmilega aftan í frakkakraga annars þeirra, og það með svo skörpu taki, að maðurinn féll aftur á bak, en' um leið og hann stendur upp, slær hann svipu- húninum í höfuð hundinum, svo hann féll í rot. Þegar Jón sá Sesar fallinn, og báðir dólgarn- ir sóttu að honum, þá er ekki ósennilegt, að hann hafi eitt- hvað farið að þreifa um mót- stöðumenn sína. Þpss varð heldur ekki langt að bíða, að báðir dólgarnir lágu hvor ofan á öðrum í götuskorn- ingi, en Jón sat þar ofan á þeim. Að afloknum samningum lét Jón þá standa upp. Þá hafa þeir fé- lagar víst ekki álitið, að þeir hefðu fleiri erindum að gegna við Jón á Þingeyrum, sneru því til hesta sinna og stigu á bak. — En þegar hér var komið málun- um, var Sesar raknaður úr rot- inu og virtist engu hafa gleymt. Þegar náungarnir voru komnir á bak, þá rýkur hann sem kólfi væri skotið á hælana á hestum þeirra félaga, með þeim árangri, að hestarnir trylltust, svo að riddararnir töpuðu allri stjórn á þeim. Þeir ruku út af vegslitr- inu, en þarna rétt við var íhleypuflói. Leikurinn endaði með þeim hætti, að' hestarnir ruku út í foraðið og lágu þar á síðúm í svaðinu; þar gengu óróa- seggirnir af þeim og máttu nú heyja nýjan hernað við að draga fararskjóta sína á yfirborð jarð- ar. Eftir skæruhernað þennan bar Sesar jafnan dæld í höfuð- kúpunni undan svipuhögginu. En ekki virtist áfall þetta raska skynsemi hans eftir á eða gera honum neitt til á annan hátt. Þótt Sesar væri jafnaðarlega lítið notaður við skepnur, þá skildi hann þar vel hlutverk sitt, ef þess var krafizt. Hann hélt saman og rak hesta í smölun og á ferðalagi, og enginn hestur stóð fyrir honum, hversu mikill þrákálfur sem hann var, svo var Sesar þá aðgangsharður og greip þá jafnan í hælinn. Nú dró að ævikveldi Sesars. Þó átti hann enn eftir að sýna fræknleik sinn og vitsmuni. Hann var orðinn roskinn að ár- um, en þó stæltur og óbilaður andlega og líkamlega. En þá færðist hann í fang þrekraun, sem að lokum lamaði hans mikla þrek og lífsþrótt. Það var að áliðnu hausti, frer- ar byrjaðir og skarabekkir komnir með löndum fram á ám og vötnum. Bjartur kyrrviðris- dagur var, með sígandi frosti. Jón Ásgeirsson gekk með tví- hleypta haglabyssu í hendi vest- ur á svo nefndar Flatir, sem eru skammt vestan við Þingeyrar. Á Flötum þessum, sem er allstórt landssvæði, eru víða tjarnir og lón. Þegar Jón nálgaðist eina tjörnina, er hún með allbreiðum skörum meðfram löndunum, en auð í miðju. Þar synti allstór andahópur. Jón komst í skotfæri við end- urnar og hleypti úr báðum hlaupunum, svo að naumast urðu greind skotaskil, og féllu fuglar fyrir báðum skotunum. Þetta var leikur Jóns, sem fáir munu hafa eftir leikið. Sjö end- ur féllu fyrir skotunum. Um leið og skotin riðu af hentist Sesar fram af skörinni og út í tjörn- ina og tók nú til að grípa fugl- ana og kasta þeim á land. Sum- ar endurnar voru aðeins væng- brotnar og með fullu lífi og gátu bæði flögrað og stungið sér, svo að úr þessu varð allharður og langur eltingarleikur, og að lok- um kom hann öllum fuglunum á land, en þá var honum mjög kalt. Jón fór þá strax heim með hann og hlynnti að honum eftir beztu getu. Nóttina eftir fékk Sesar lungnabólgu. Með meðöl- um og góðri hjúkrun tókst Jóni að slá á lungnabólguna, en upp úr henni og litlu síðar fékk hann ramma brjóstveiki, leit ekki glaðan dag og tók að leggja af og hörna. Þegar svo var komið, þá gat Jón ekki horft á þennan trygga ástvin sinn tærast upp fyrir aug- um sér, svo hann afréð að flýta fyrir dauða hans. En nú í fyrsta skipti á æfinni bilaði kjarkur hans að veita skepnu banaskot- ið. Góðhesta sína skaut Jón ætíð sj álfur, en gat ekki til þess hugs- að að verða banamaður Sesars. Hann fékk því góðan vin sinn, sem hann treysti vel og var þauí- æfð skytta, til þess að skjóta Sesar. En skotið mistókst, en særði hundinn talsvert. Þannig til reika hentist Sesar inn í stofu til Jóns. Löngu síðar, þegar Jón sagði mér frá ævilokum Sesars, þá komst hann svo að orði: „Þegar Sesar kom æðandi inn í stofuna til mín með blóðbogann úr háls- inum og leit framan í mig, þá brá mér svo, að mér hefur jafn- vel aldrei brugðið eins við nokk- urt tækifæri á ævi minni. En ég var þá ekki lengi að átta mig og þrífa riffilinn minn ofan af stofuþilinu, hlaða hann og senda vini mínum banaskotið." Jóni var mikið um þetta fyrir- bæri. Einn merkur vinur hans, sem þá var heimilismaður á Þingeyrum, sagði mér, að hann hefði lengi verið að ná gleði sinni eftir þetta sorglega atvik. Nú er hver síðastur að eignast hinar þjóðfrægu bækur Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp: „Horfnir góðhestar I— II.“ Sendum gegn póstkröfu, Bóka- útgáfan Norðri, pósthólf 101, Reykjavík.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.