Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 19
Nr. 1 Heima er bezt 15 að Himnaríki í aðeins fyrir afskræmd fái hann sæti? Óðs manns þvílíkt tel ég læti! Þú kannt ekki að skammast þín, kerlingarraftur.“ Kerling svarar honum fullum stöfum aftur: « „Af fegurð, unað, ynnileik þótt nóg mér alvaldur hefði gefið, þó óspjölluð, saklaus, allt eins hrein eg mundi hafa úr veröld gengið.“ Þá sagði Pétur: „Það er mein, að þetta hef ég ei reyna fengið!“ En þetta mælt var alveg ei orð, óðara en hún stóð niðri á manna storð, yndisfögur og unaðsrjóð og æskublómi á kinnum stóð; í stuttu máli: önnur ei svo yndisleg á jörð var mey. Bjó hún síðan brögnum hjá, — bráðum endar ríma —; en himnum sást hún aftur á aldrei nokkurn tíma.“ Úr gömlum blöðum; Höfuðstaður 1 a n d s i n s ÞAÐ VAR fyrst eftir að komið var fram á 16. öld, að menn tóku alvarlegi að hugsa um það að koma á fót kaup- stöðum og stofna til höfuðstaðar á Is- landi. En það var ekki Reykjavík, sem mönnum varð fyrst fyrir að nefna, þegar um þetta mál var að ræða. Hug- urinn stefndi í allt aðrar áttir. Þannig bentu sumir á Hafnarfjörð, t. d. Árni Magnússon og Páll Vídalín, líklega mest af því, að sá verzlunarstaður lá rétt undir handarjaðrinum á stiptamtmannin- um, er sat á Bessastöðum. Aðrir slógu upp á Oddeyri, t. d. Jón Jakobsson sýslumaður, faðír Jóns Espólíns. Það var varla við að búast, að Reykjavík eða Hólmurinn, sem verzlunarstaðurinn þá var kallaður, væri þar til nefndur, því verzlunarstaðar- og þjóðlífsstraumarn- ir höfðu valið sér aðra farvegi. Það var upphaflega tilviljun að þakka, að þess- um verzlunarstað óx svo fiskur um hrygg, að hann síðar þótti svo sem sjálfkjörinn til að vera höfuðstaður landsins. I byrjun 18. aldar var það engin til- komumikil eða glæsileg sjón, sem blasti við áhorfandanum, er hann leit ofan af Öskjuhlíð niður til víkurinnar. Nokkur léleg bæjarhús og óséleg kot til og frá á stangli niður við sjóinn og uppi í kvos- inni, með illa ræktuðum grasblettum um- hverfis, var allt, sem þar gat, að líta. Þess- ir litlu gróðurblettir voru umkringdir af berum holtum, blásnum melum og hálf- gröfnum mýrum með móhraukum til og frá. Niðri í kvosinni, milli tjarnarinnar og sjávarins, stóð bærinn Reykjavík með 8 hjáleigum í fylkingu umhverfis. Hjáleig- urnar voru Landakot, Götuhús, Grjóti, Melshús. Hjáleiga (nafnlaus, heima við bæ- inn), Stöðlakot, Skálholtskot og Hólakot. Grannbæirnir voru Arnarhóll, með hjáleig- unni Litla-Arnarhól, fyrir austan lækinn, og Hlíðarhús, með hjáleigunni Ananaust- um, og Sel, fyrir vestan kwosina. Fyrir Hlíðarhúslandi lá Örfirisey eða Effersey, er áður fyrri hafði verið áf'öst við land, en um þessar mundir aðeins tengd við það um fjöru með grandanum eins og nú. Þar stóðu bæjarhús og 2 kot, og ennfremur verzlunarhúsin, sem voru allt annað en á- sjáleg. Höfðu þau endur fyrir löngu verið flutt úr hólmanum er þau áður höfðu staðið, og kallaður var Grandhólmi. Hann lá milli Akureyjar og Iands, en var nú MAZEPPA Alþýðin í Úkraínu fylgdi fast keisara sínum. Hún óttaðist pólsk yfirráð, ef Rússar biðu ósigur og tortryggði hinn aldr- aða, pólskættaða stórfursta. Uppreisn Mazeppa var barin rofinn af sjávargangi fyrir löngu síðan og stóð ekki upp úr nema um fjöru. Af hólma þessum dró verzlunarstaðurinn nafn. Höfn- in eða skipalægið hafði þá verið á víkinni, sem er innilukt milli Eyðis á Seltjarnarnesi, Akureyjar og lands að innanverðu. Hefur það varla getað verið tryggilegt skipalægi í vestanáttum, enda var nú búið að flytja það á þann stað, sem nú er höfnin í Reykjavík. — (Elding 1901). Dánartilkynning VÉR LEYFUM oss með sorg og sökn- uði að tilkynna ættingjum og vinum, að N.. N. í gær var burtkallaður héðan til betra lífs eftir stutta legu. Vér notum um leið tækifærið til að lýsa því yfir, að það er vor fyilsta sannfæring, að hinum ást- kæra framliðna hefði orðið lenga lífs auð- ið, ef hann hefði brúkað Lautzners maga- pillur. Fást í lyfjabúðum. Verð 3 kr. Syrgjandi ættingjar.“ (Elding 1901), niður og Batorín, höfuðborg hans, jöfnuð við jörðu. Með lít- ið lið komst Mazeppa á flótta yf- ir til Karls 12. Sumarið 1709 voru herir Ma- zeppa og Karls 12. gersigraðir við Púltava. Karl 12. og Mazeppa komust undan á flótta til Tyrkjaveldis, en er þangað kom örvænti hinn aldraði Kósakka- hetmann um hag sinn, tók inn eitur og lét þar líf sitt. í þjóðkvæðum og þjóðsögum Úkramubúa er Mazeppa borin illa sagan. Svik hans við Pétur mikla, ósigur og dauði eru höfð að háði, og ekki dregin fjöður yfir sviksemi þá og klæki, sem mjög þóttu einkenna þenna æfintýramann. Mazeppa var ekki bara svik- ull og klækjóttur æfintýramað- ur. Hann var lika hetja og karl- menni, og maður gædddur mikl- um gáfum. Hinn rómantíski æfiferill hans hefur löngum kitlað viðkvæmar sálir skálda og listamanna. Hann hefur orð- ið yrkisefni fjölmargra ljóð- skálda og leikritahöfunda og tónskáld og málarar hafa líka gert sitt til þess að gera nafn hans ógleymanlegt. Baldur Bjarnason.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.