Heima er bezt - 01.04.1952, Qupperneq 4
100
Heima er bezt
Nr. 4
áður en háttað var og alltaf
sungnir sálmar líka.“
„Viltu nú ekki bregSa upp
mynd af vökunni og undanfara
hennar, fara með mig í lang-
ferð inn í liðna tíð, bjóða mér
inn í gömlu baðstofuna á Þóris-
stöðum og kynna mér þennan
fornmerka þátt heimilislífsins?“
„Jú, ég ætti að geta það. Nú,
þú ert þá staddur í langri bað-
stofu, sem snýr út og suður.
Lengdin er tvær rúmlengdir og
tvær rúmbreiddir, breiddin rúm-
lengd og rúmbreidd. Hjónahúsið
er syðst, inn af öðrum enda bað-
stofu, fyrir því er engin hurð,
en það er þiljað upp að bita.
Kvöldsett er orðið, og fólkið
sefur rökkursvefn. Benedikt —
blessaður karlinn minn, eins og
ég kallaði hann, og Guðný, kona
hans, eru sofnuð inni í hjóna-
húsi, og pabbi og mamma lúra í
rúminu við baðstofuþiljuna. Þær
Anna og Soffía sofa undir aust-
ursúðinni. Rúm þeirra snúa göfl-
um saman. Sveinn gamli spóna-
smiður sefur undir gaflinum
nyrzt í baðstofunni. Við krakk-
arnir höfum hreiðrað um okkur
úti í einhverju skotinu og höf-
um hljótt um okkur; um svefn
er ekki að tala, við erum á því
skeiðinu, en reynum að finna
okkur eitthvað til dundurs, eins
og að skanderast, þangað til
vakan hefst. í þetta sinn er vak-
an helguð rímunni, og í kvöld
hefst lestur rímunnar af Fer-
tram og Plató.
Hrotur berast til okkar utan
úr myrkrinu. Fast er sofið. Loks
heyrum við þrusk inn við bað-
stofugaflinn. Pabbi og mamma
eru að fara fram úr. Og nú berst
þys frá hverju rúmi. Það er
geispað, stunið og tekið í nefið.
Mamma fer fram með lampann,
sækir eldinn undir flöguna, nær
sér í glóð, setur á lampann og
blæs lífi í hana. Andartaki síð-
ar er komið ljós í baðstofuna.
Lýsislampinn hangir á öðrum
dyrastaf hjónahússins, og á að
bera birtu inn í það og um alla
baðstofuna, en lítil vill hún
verða birtan hjá gamla Sveini
við norðurgaflinn, en hann bæt-
ir fljótt úr því, kveikir á lampa,
sem hann hefur til sérnota, því
að hann er smiður heimilisins
og vefari, öðrum þræði, og þarf
góða birtu. Fólkið hristir nú í
skyndi af sér svefndoðann.
Pabbi hefur tekið sér sæti í hús-
dyrunum og ég stend við hlið
hans, því að ég hef embætti að
gegna, á að færa kveikinn fram
í lampanum jafnskjótt og hann
brennur. Sveinn gamli höktir að
vefstólnum. Anna, sem er farin
að eldast, tekur rokkinn sinn, og
* Soffía slíkt hið sama. Gömlu
hjónin sitja inni í húsinu, Guð-
ný með prjóna, en „karlinn
minn“ með kamba.
í þessu heyrist gengið inn
göngin, hurðin opnast og ungur
maður birtist í gættinni. Það er
Jóhann sauðamaður. Hann
hlamsar sér á rúmið sitt undir
vestursúðinni, réttir fram fæt-
urna og kallar á Soffíu, þjónust-
una sína, en hún dregur af hon-
um skó og sokka. Meðan þessu
fer fram, býr pabbi sig undir
kveðskapinn. Það er notalegur
ylur í baðstofunni, ylur, sem
verður enn notalegri, er hríðar-
gráni heyrist gnauða við þekj-
una. Hér er svo hlýtt, að allir
sitja á nærfötunum við vinnu
sína, en kýrnar eru líka í kjall-
ara undir baðstofugólfinu. Pabbi
réttir nú hendina upp á hilluna
eftir bókinni, og sem Soffía hef-
ur „þjónustað" hann Jóhann,
hefur pabbi að kveða. Eftir-
væntingarþys fer um baðstof-
una, og rokkarnir raula undir.
Það er ríman af Fertram og
Plató:
Artus nefni ég gildan gram
gylltum stýrði brand-di.
Stórauðugur stillir nam
stjórna Frakkala-and-di.“
„Þetta var skemmtilegt. En
segðu mér: Var ekki mikil
draugatrú í œsku þinni?“
„Jú, en ég var ósköp ótrúuð
á drauga. Fólkið heima vildi
ekki heyra, að draugar væru til.
Ég man vel eftir því einu sinni,
að verið var að lesa í drauga-
heftinu í þjóðsögunum. Guðný
föðursystir mín kom að og
spurði: „Hvaða bók er þetta?“
Henni var sagt það. „Ég tek
hana og brenni henni þegar í
stað á ykkar ábyrgð, ef þið ekki
skilið henni,“ sagði hún. Það var
aldrei talað um drauga.“
„Hún hefur auðvitað verið
kunnug orðróminum um afa
sinn, og ef til vill munað gamla
manninn, þvi að Galdra-Geiri
dó 1803. En voruð þið ekki myrk-
fælin, krakkarnir?“
„Nei, við fundum aldrei til
myrkfælni, og það mun hafa
verið sjaldgæft á þeirri tíð, því
að draugarnir lifðu svo góðu lífi
í æsku minni. En það reið
baggamuninn, að það var aldrei
um drauga talað á heimilinu ...
Einu sinni hef ég þó séð það,
sem ekki var. Það var, skal ég
segja þér, þegar sjóslysið mikla
varð á Svalbarðsströndinni,
þriðjudaginn 10. janúar 1871.
Þá var ég sjö ára. Þeir höfðu far-
ið sjö saman á bát inn að Akur-
eyri til að sækja björg í bú, tveir
frá Gautsstöðum, sinn frá hvor-
um Dálksstöðunum, einn frá
Svalbarði og tveir frá Þóris-
stöðum: Benedikt, blessaður
karlinn minn, og vinnumaður-
inn Metúsalem Jónasson. Á
bátnum var mikið háfermi, því
að timbri hafði verið hlaðið inn-
frá, en veður var hið bezta.
Skömmu áður en þeir létu frá
landi, kom til þeirra piltur fram-
an úr Eyjafirði og bað um far
með þeim, en hann þurfti að
komast út á Höfðaströnd, hafði
aldrei á sjó komið áður og var
ósyndur eins og þeir allir. Varð
það úr, að hann fékk að fljóta
með. Svo er það seint um kvöld-
ið, að ég er inni í húsinu, en
eins og ég sagði áðan, var bað-
stofan ekki þiljuð nema upp að
bitum. Fyrir ofan bitann sást
fram að baðstofudyrunum, og
sá ég innan úr húsinu, ef ein-
hver kom inn. Ég sé, að bað-
stofuhurðin opnast og „karlinn
minn“ kemur inn, og kalla upp:
„Blessaður karlinn minn kom-
inn!“ — hleyp fram fyrir, en þá
er þar ekkert að sjá, og enginn
hafði komið inn. Þetta þótti
kynlegt. En skömmu síðar frétt-
ist um slysið, bátnum hafði
hvolft, svo að segja upp í lands-
steinum, og enginn komst af
nema pilturinn eyfirzki, hann
flaut á trjáviðarböndum, kall-
aði á hjálp og varð bjargað.
Fimm líkanna rak strax, en tvö
aldrei. — En talið var, að ég
hefði séð sýnina, einmitt um það
leyti, er slysið bar að höndum.
— Ef mennirnir hefðu verið
syntir, er ekkert líklegra en þeir
hefðu allir komizt heilir í land.