Heima er bezt - 01.04.1952, Blaðsíða 9
Nr. 4
Heima er bezt
105
Þrir skjöldóttir tarfar. Mismunandi hornalögun og vöxtur þeirra áberandi.
fyrir árásinni. En handtök árás-
armannsins voru föst og ákveS-
in.
Steinmóður vippaði sauðnum
út úr húsinu, gekk frá hurðinni
með sömu ummerkjum og áð-
ur. Síðan teymdi hann sauðinn
af stað. Skepnan gekk við hlið
hans, mótþróalaust. En þegar
þeir voru komnir fram á brún-
ina á beitarhúshólnum, tók
'kindin allt í einu snöggan kipp,
Steinmóður var óviðbúinn, missti
fótanna, fékk ómjúka byltu.
Sauðurinn geystist á fleygiferð
niður hólbarðið, dró Steinmóð,
sem hafði náð með báðum
höndum um hækilinn á öðrum
afturfæti hans. Maðurinn hélt
dauðahaldi, beit grimmdarlega
á jaxlinn, sleppti ekki takinu,
þó að hann merðist og hrumlað-
ist til blóðs á sporuðum gler-
ungnum. Og sauðurinn gaf eft-
ir, lagðist fyrir gapandi af mæði.
Steinmóður velti honum á
hrygginn og hábatt hann.
Tunglið var týnt; skin þess
náði ekki lengur til jarðarinn-
ar. Snjónum kyngdi niður, þétt
skæðadrífa. Dúnalogn. Stein-
móður rýndi í myrkrið og mugg-
una, stóð upp, kveinkaði sér. Það
tók í skrámurnar eftir byltuna.
Sauðurinn hökti við hlið hans.
Þannig gengu þeir um hríð, þá
leysti Steinmóður bandið af fæti
hans, brá því um hornin. Og
sauðurinn lötraði, sigraður,
bljúgur og auðsveipur.
Þegar kom að kotinu, fór
Steinmóður í útikofann. Eftir
nokkrar stimpingar hafði hann
snúið sauðinn niður og njörvað
hann á öllum fótum. Ljós af ós-
andi grútartýru sló draugslegri
glætu um kofakrilið, sem var
reft með hvalbeinum. Grátt
húsaskúm hékk úr tróðinni.
Steinmóður sat klofvega á
sauðnum, greiddi ullina frá
barkanum, mundaði ryðgaða en
bitlega hnífgrélu.
„Þú skalt ekki stela,“ urraði
hann milli samanbitinna tann-
anna, „og afneitaðu ódáminum.
Sál hans skrýðist prestshempu
á veglegustu dögum ársins, en
reikar í sauðargerfi um nætur.
Og nú drep ég hann.“
Hann öskraði síðustu orðin,
hló tryllingslega og brá hnífn-
um.
Sauourinn veinaöi, spyrnti í
bóndin; það stríkkaði á hverjum
vöðva, krampakenndar hreyf-
ingar í fjörbrotum. Dauðastríð-
ið var stutt. Volgur, kæfandi
þefur steig upp af blóðinu.
Steinmóði varð flökurt, ber-
serksgangurinn rann af honum,
hann reikaði frá blóðbælinu,
kúgaðist, maginn gerði upp-
reisn, kaldur sviti spratt á enn-
inu, gult, gallblandað gulfur
rann úr vitum hans.
„Guð minn, hvað hef ég
gert?“
Steinmóður jafnaði sig, gerði
sauðinn til, hafði hraðar hend-
ur, fól kjöt og slengi í viðarkesti,
en gróf haus og fætur ásamt
gærunni uppi í heygarði, máði
vandlega út öll merki í kofan-
um. Hann var orðinn hrakinn
og lémagna, staulaðist inn í eld-
húsið, kaldur og kúguppgefinn.
Þar brytjaði hann kjöt í pott-
inn.
Svo tók hann felhelluna úr
hlóðunum, skaraði í öskudyngj-
una, þandi gúlana og blés, los-
aði fölrauða glóðina úr læðingi
og reif hríslutanna í eldinn.
Og tíminn leið — silaðist á-
fram, eins og próventukarl, sem
þrjózkast við að deyja. Flyksu-
drífa féll inn um strompinn.
myndaði fönn á gólfinu framan
við eldstæðið. Vatnið kraumaði
í pottinum, gufan leitaði út 1
hrákalt andrúmsloftið, mettaði
það æsandi matarilmi og hvarf
upp í rótina.
Með morgninum gekk konan
í eldhúsið. Hún var úttauguð
eftir erfiða andvökunótt, þefaði
og skimaði, eins og hvimpið dýr.
„Hvað ertu að gera, maður?“
Steinmóður lyfti höfðinu,
starði á hana fjarrænum, sting-
andi augum. Á andliti hans voru
þornaðar blóðdrefjar; skerandi
glott lék um bleikrauðar var-
irnar.
„Ég hef loksins losað mig við
dauðýflisháttinn, dró feng í bú-
ið, vildi ekki gera guð almátt-
ugan að lygara í barnshjörtun-
um.“
Hann rétti úr bognu bakinu,
einkennilegur, ögrandi glampi
blikaði í blóðhlaupnum augum
hans. Hann benti til hlóðanna,
sagði hás og andstuttur:
„Þarna er matur . . . matur til
að sefa hungur soltinna barna
. . . kjöt og soð frá — guði.“
Svo stóð hann á fætur — var
orðinn dofinn af langri setu —
riðaði, hló kaldranalega, vafr-
aði út í gráan og rysjóttan morg-
uninn.
IV.
Bæjarhrafnarnir voru árla á
flökti, sátu á skemmuburstinni,
ýfðu blásvartar fjaðrir og
krunkuðu stríðnislega til kunn-
ingja sinna, hundanna, sem
geyjuðu í hlaðvarpanum.
Brynjólfur hreppstjóri losaði
svefninn. Það var rokkið í
svefnhúsi þeirra hjónanna, þétt
héla á glugganum; dagsbirtan