Heima er bezt - 01.04.1952, Qupperneq 23

Heima er bezt - 01.04.1952, Qupperneq 23
Nr. 4 Heima er bezt 119 F A X I (Sjá mynd á bls. 122) ár og naut þar hinnar ágætu til- sagnar Þórarins, sem reyndist honum ágætlega. Varð Villi svo fær í iðn sinni, að hann var mjög eftirsóttur smiður og stundaði það til dauðadags, eða í aldar- fjórðung. Og í rauninni var hann búinn að stunda nokkuð smíðar í 10—12 ár, áður en hann fór til Þórarins. Hann var ein- stakur dugnaðarmaður, vand- virkur, trúr og ósérhlífinn. Man ég það frá æskuárum mínum, að það var á orði haft, að hann væri ekki veðurvandur. Með þessu var átt við það, að hann var ekki að skríða inn í bæ, þótt kalt blési, þegar hann var við smíðar úti við. Hann lét sig veðrið engu skipta, nema ef um aftök var að ræða. Sama gilti og, er hann var á ferðalögum, en hann þurfti sí- fellt, af eðlilegum ástæðum sem smiður, að ferðast á milli vinnu- staða. Frá Efrihólum fór Villi vorið 1883. Hann var þá orðinn 29 ára og vel þekktur um allt héraðið sem ágætur smiður. Þá var það, sem hann fékk leyfi Sigurðar bónda Gunnlaugssonar í Ær- lækjarseli í Öxarfirði til að hafa þar heimilisfang sitt, en slíkt var nauðsynlegt á þeim árum, því að annars var viðbúið, að hann yrði kærður fyrir ólöglega lausamennsku. Yfirvöldin vöktu yfir því með mikilli árvekni, að enginn maður stundaði ólöglega lausamennsku. Það var þvílíkast sem landi og þjóð stafaði stór hætta af þess konar lögbrotum. En maður, sem hafði það að at- vinnu að smíða og byggja fyrir bændur víðs vegar um héraðið, gat vitanlega ekki komizt hjá því að vera í lausamennsku, og verð- ur ekki nú á dögum séð, að af því stafaði nein þjóðarhætta! Næstu árin sást oft til Villa á ferð milli bæja, þar sem hann sat á Evu sinni, er jafnan sýndi hin fágætustu tilþrif í gangi. Stöku sinnum tók hann líka fola til tamninga, því hann var hinn snjallasti tamningamaður, þótt hann fengist ekki mikið við það, enda hafði hann næsta lít- inn tíma til þess, svo eftirsóttur smiður sem hann var. Hann fór vel með hesta og skildi þá flest- um betur, vildi, að ungviði væru vel upp alin, en á því var þá Minning 1930—1947. Meðan bjó, þá mátti sjá mig á jó úr hlaði ríða. Grundin hló og gljújrin há, gneisti jló úr skriðum hlíða. Fallega spretti Faxi tók, jcetur nett á grundu bar ’ann. Gleði létta jajnan jók. Jajnt og þétt á tölti var ’ann. — Þig hej leitt 'oj land og mar, litlu er skeytt, hvað heim við drögum. nokkur misbrestur. Á þeim árum voru engar girðingar til, svo að hefta varð hvern hest, sem hafa þurfti í gæzlu. Þetta þótti Villa ill meðferð, og reyndi því að venja hestana svo, að þeir yrðu spakir, og tókst þetta oft furðu- lega vel. Einhverju sinni var þjóð- skáldið Páll Ólafsson á ferð, þar sem Villi var staddur, og bað Páll hann að hefta hest sinn vel og vandlega. Sennilegur hefur Villi eigi haft skap til að þrælhefta langlúinn ferðahestinn, því að það kom í ljós, að hesturinn losnaði úr haftinu yfir nóttina, en strauk þó ekki á burt. Þá orti þjóðskáldið: „Vel úr hendi fer þér flest, finnst þinn líki valla. En þó kanntu ekki að hefta hest. Þú hefur þann eina galla. Á þessum árum var talsverður drykkjuskapur í héraðinu. Satt bezt að segja þótti sá eigi vera maður með mönnum, sem ekki vildi vera með í þeim leik. Þar sem Villi var eftirsóttur maður hvarvetna, var mjög haldið að honum víni, bæði sepa gesti og vinnufélaga. Ef bóndinn, sem hann vann hjá, vildi fá hann til að vera lengur en loforð stóðu til, þá var hann óspar á vínið. Ög kæmi hann gestur á bæ, þeg- Þú varst eitt, sem ejtir var, er ég breytti mínum högum. Eg er að kneifa öl af krús, ejtir þreifa minningunni: Fákur, skeija, hey og hús, hinnstu leijar þess ég unni. Með þér jallið Faxi er jyrsta kallið: bónda starfið. Degi hallar, dimma fer, drúyir karl við minja starfið. KR. H. BREIÐDAL. ar hann var á ferð á milli vinnu- staða, þá var honum jafnan boð- ið vín svo mikið, sem hann vildi þiggja. Á þennan hátt varð hann brátt nokkur drykkj umaður, enda þótt hann keypti sjaldan eða aldrei vín handa sjálfum sér. Hins vegar átti hann stundum „lögg á glasi“ handa vinum sín- um og góðkunningjum. Þar sem hann var hraustmenni, þoldi hann vínið vel og var jafnan alls- gáður og vinnufær. Hélt hann þannig þreki sínú, þar til hann var orðinn fimmtugur. Hann var jafnan glaður og reifur, greind- ur og skemmtilegur, og prúð- mennskan og hógværðin yfirgaf hann aldrei. Allir vildu vera vin- ir hans og félagar. í þá daga þótti það mikill sómi að vera vel ríðandi, og slíkum mönnum var jafnan gert hærra undir höfði, að öðru jöfnu. Hann sást því oft á ferð með höfðingjum héraðsins, bæði í úfcreiðartúrum um helgar og í kaupstaðarferð- um. Þá bar og við, að hann sótti mannfundi og brúðkaupsveizlur, svo og auðvitað kirkju sína, sem siður var á þeim árum. Og hvar- vetna þótti hann vel metinn og góður félagi. — Þótt hann væri af skáldakyni í móðurætt, sem fyrr segir, er þess ekki getið, að hann væri hagorður. En gaman hafði hann af vel kveðnum vís- úm — og fór vel með þær. Tveir

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.