Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 9
Nr. 7-8 Heima 237 --------------------------------er bezt---------------------------- pottur - 6.00 brýni - 0.40 hárgreiða - 0.45 INNLAGT: Uppbætur, rentur o. fl. kr. 14.99 1691/2 pund hvít ull - 161.03 13l/£ pund mislit ull - 8.78 pen. frá einstaldingum - 121.00 34 pör heilsokkar - 22.80 84 pund málsfiskur - 11.76 86 pund undirmálsf. - 8.60 98 pund kjöt - 19.60 2 gærur - 5-50 14 pund mör 2.78 2 slátur - 2.66 Nokkuð bætti faðir minn hag sinn á árinu, því að í ársbyrjun 1880 skuldaði hann í verzlunum rösklega 45 krónur, en í árslok átti hann inni milli 20 og 30 krónur. Margt er í reikningnum að sjá athyglisvert um verðlag. Til dæmis er kjötverð afar hraklegt, 20 aura pundið, og er þetta þó úrvals sauðakjöt. Hefur þurft 2i/> kg. af kjöti móti einu kg. af sykri. SVAÐILFÖR í SAUÐAREKSTRI Laust fyrir 1890 fóru pöntunarfélögin að senda sauði á eigin ábyrgð til Englands og höfðu fyrir umboðs- mann Louis Zöllner, sem bæði sá um sölu sauðanna þar ytra og keypti inn vörur fyrir pöntunarfélögin. Fyrir 1890 gerðust Svarfdælir þátttakendur í Pöntunar- félagi Svalbarðseyrar, sem var deild úr Pöntunarfélagi Þingeyinga. Sauðirnir voru vigtaðir heima í sveitinni og merktir ákveðnu merki. Höfðu þrír menn þann starfa með höndum, deildarstjórinn skrifaði vigt á hverj- um sauð hjá einstaklingum, annar vigtaði sauðina, og þriðji maðurinn merkti og leit líka á vogina hjá vigtar- manninum. Skiluðu þeir svo vigtarskýrslu jafnframt því, að sauðirnir voru afhentir í skip á Akureyri. Þótt ekki sé ýkja langt að reka fé frá Svarfaðardal til Akur- eyrar, gat það stundum verið alltorsótt, þegar illviðri skall á. Sérstaklega man ég eftir einni ferð, sem var dálítið söguleg. Það hafði verið gengið frá vigt sauð- anna fimmtudaginn 15. september og þeir reknir á stað í tveim hópum, annar hópurinn fór aðeins að Hálsi, en hinn að Hámundarstöðum. Sauðirnir voru alls nær sex hundruðum, tæp þrjú hundruð í hvorum hóp og sex menn með hvorum rekstri. Það var lagt kapp á að sauðirnir þreyttust ekki um skör fram við reksturinn. í þetta sinn var ákveðið, að sauðirnir kæmu til Akur- eyrar og væru búnir til framskipunar um hádegisbilið 18. september. Daginn áður var rekið frá Hálsi og Hámundarstöðum, annar hópurinn að Dagverðareyri, en hinn í Skjaldarvík. Hópurinn, sem hafði náttstað á Dagverðareyri, átti að vera kominn tímanlega dags að Krossanesi. Er þá báðum hópunum slegið saman og fengið beitiland handa sauðunum í Krossanesi og beðið skips, sem átti eftir áætlun að koma á hverri stundu. Leið svo fram eftir degi, að ekki kom skipið, og veður- útlit fór versnandi og varð ískyggilegt. Um miðaftans- bil fór hann að hvessa af norðri með rigningu og síðar bleytuhríð. Ekki var unnt að fá hús fyrir sauðina í Kossanesi, þar sem þeir voru svo margir, enda ætluðu bændur sjálfir að hýsa fé sitt, er heima var. Verður það þá að ráði að reka allan hópinn fram í Glerárrétt. Einn rekstrarmanna, aðalvigtarmaðurinn, Jón Runólfs- son á Hreiðarsstöðum, veiktist um daginn, og var far- ið með hann til Akureyrar og honum komið þar fyrir á gistihúsi. En hinir ellefu fylgdu sauðunum eftir og vöktu þar yfir þeim í Glerárréttinni í talsverðri snjó- komu. I birtingu er maður sendur niður til Akureyrar að grennslast eftir, hvort skipið sé ekki komið, en hann kom fljótt aftur með þá orðsendingu, að enginn vissi neitt um skipið. Nú var úr vöndu að ráða, hvort reka ætti sauðina heim aftur eða bíða enn og sjá hverju fram yndi þennan dag, sem var sunnudagur 18. september. Þegar fram á morguninn kom, greiddi dálítið til, og hríðin minnkaði mjög, og var þá sent út að Kollugerði og falað land þar úti á móunum, þar sem sauðinir gætu krafsað til jarðar. Var það auðsótt hjá bóndanum þar, að við mættum fá landið, ef við aðeins pössuðum bólstr- ana, sem hann ætti þar út frá, að þeir yrðu ekki traðk- aðir niður. Þegar líða tók á daginn, birti enn, og sá til sólar, og snjó fór að éta af, niðri við sjóinn. Rákum við nú sauðina þangað, en ekki kom skipið. Var nú enn mikið bollalagt um það, hvort enn ætti að bíða og búast við annarri nótt í Glerárrétt eða reka sauðina heim, en um miðjan dag kemur kuggurinn. Þá er brugðið við í snatri, sent inn til Akureyrar og spurzt fyrir um, hvenær sauðirnir megi koma til framskipunar. Fengum við þau svör, að það væri fyrsti möguleiki eftir klukkan sex. Skipið þyrfti að útbúa sig nokkuð og koma upp landgöngubrú, því að sauðirnir voru reknir um borð. Á tilsettum tíma komum við með sauðina að skipinu, en þá allt í einu brestur á í að heita má iðulausa stór- hríð. En með herkjubrögðum komust þó sauðirnir um borð, og varð þá heldur glatt á hjalla hjá okkur rekstr- armönnum. í það sinn, minnir mig, að ég sæi fyrst Pétur heitinn á Gautlöndum. Vpru Þingeyingar með sauði sína allt austan úr Mývatnssveit austan Eyjafjarð- arár, því að þeir áttu ajð skipa öllum sínum sauðum út frá Oddeyri. Höfðu þeir kornið austan yfir heiði á sunnudag og komið sauðunum í hús í Kaupangssveit- inni. Þegar við loks vorum lausir við sauðina, var hugs- að fyrir að fá náttstað bæði fyrir okkur sjálfa og hest- ana, en hvergi var unnt að fá nokkurt skýli, hvorki fyrir menn né hesta. Þingeyingar voru allir komnir vestur yfir til Akureyrar og höfðu orðið á undan okk- ur að leita húsnæðis-, svo að það var ekki um kost. Lögðum við því út í hríðina í miður góðu skapi og

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.