Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 45

Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 45
Nr. 7-8 Heima 273 --------------------------------er bezt---------------------------- að fótlegg hans. Dan gat ekki þolað að horfa á hana. Það var eins og harðneskja og elli hefði sett svip sinn á þetta blíða andlit síðustu klukkustundirnar. Cindý sat gegnt Dan. Úr svip hennar varð ekki lengur lesin fyrirlitning eða reiði, en blá augu hennar voru orðin myrkari, næstum dökk. Ralphie sat við hlið hennar, virtist mjög athugull, en augnasvipur hans varð mildur og blandinn geig, er hann sá skurðinn á enni föður síns. , „Málið hefir nú tekið aðra stefnu,“ sagði Glenn. „Vinkona mín, sem ætlaði að koma hingað, getur eklci fylgt þeirri áætlun, sem upphaflega var gerð. Það lítur helzt út fyrir, að lögreglan hafi reynt að klófesta hana.“ Úti fyrir seytlaði regnið eftir afrennslispípunum frá þakinu, og lamdi gluggana, er vindurinn beljaði sem mest. Það var eins og það seytlaði gegnum veggina og inn í viðkvæm sárin á líkama Dans. „Við höfum nefnilega ekki meiri áhuga á að dvelj- ast hér, en þið að hafa okkur, en ég verð að gera ýmislegt, áður en ég get búizt til brottferðar. Og við neyðumst til að vera gestir ykkar enn um stund.“ „Hve lengi?“ Dan heyrði rödd sína, en þekkti hana ekki. „Er það nú talsmáti, gamli minn. Þetta hefirðu haft upp úr heimsku þinni í nótt og afleiðingum hennar. En þú getur þó fjandakornið ekki haft meiri hausverk en hann Robish. Ég varð líka að slá hann í rot. Og svo er hann timbraður í þokkabót.“ „Hve lengi enn?“ „Þangað til pósturinn færir mér bréf, Hilliard. Ég bíð eftir því.“ „Og hvenær er þess að vænta?“ „Ef til vill kemur það í dag. Og raunar ætti það svo að vera.“ „Og þangað til-------■?“ „O, ég get vel umborið yður þangað til á morgun, gamli minn. Og ég heyri, að þér hafið óskiptan áhuga á samvinnunni við okkur.“ „Og svo--------?“ „Og svo, Hilliard, mun allt ganga sinn vanagang hér. Þér vitið víst hve mikilvægt það er. Þér og Rauð- kolla farið til vinnu rétt eins og venjulega. Snáðinn hérna verður kyrr heima. Hann er veikur í dag. Hon- um geðjast ekki að mér, og því ber að hegna honum með því að svipta hann þessum skóladegi. Hann hefir ekki nema gott af því. Ég hef líka farið á mis við nokkrar kennslustundir um dagana. Og horfið á mig.“ Hann hló, annars var dauðakyrrð í stofunni, nema gnauðið í storminum og regninu. „Mér þykir fyrir, Griffin,“ sagði Dan með hægð, „en ég get ekki farið til vinnu í dag, ég er hcldur ekki vel frískur.“ Glenn hætti að hlæja. „Þér gætuð verið miklu verr farinn, Hillard.“ „Ég get hringt á skrifstofu mína. Það er mikið um kvef í bænum núna, og engan mun gruna neitt þess vegna.“ „Hvernig á ég þá að fá bréfið, gamli minn? Með aurunum í.“ Hann brosti við. „Það er skrifað utan á til yðar á skrifstofuna. Við kærðum okkur ekkert um, að snuðrarnir gætu rakið slóð bréfsins hingað.“ Dan íhugaði málið, en Elenóra þrýsti fætinum þétt að Dan. Hann íhugaði ástand hennar með sömu rónni og ‘allt annað þennan morgun. Svo hristi hann höfuðið. „Ég get ekld skilið konu mína eftir hér í húsinu ásamt hinum ölvaða vini yðar, Griffin. Ekki eftir allt það, sem gerðist í gærlcveldi.“ „Kemur yður þetta mál nokkuð við?“ „Já, það hefði ég hugsað,“ anzaði Dan. „í gær leit út fyrir, að þér hefðuð bæði töglin og hagldirnar, Griffin. Nú er mér ljóst, að annað er uppi á teningn- um. Sérhver mínúta, sem þér dveljist hér, táknar aukna hættu fyrir yður. Þér getið drepið mig eða slegið mig í rot. En þér verðið að gera það með kyrrð. Nú er fóllt komið á fætur. Og ég skal þvinga yður til að gera háreysti hér. Ég skal neyða yður til að skjóta mig, Griffin. Og hvemig fer svo fyrir yður?“ Dan mundi loforð það, er hann hafði gefið Elenóru, og hann var ekki að svíkja það. Hann var að reyna að múta Griffin, ef svo má segja. Glenn stóð upp, geklc að gluggatjaldinu og leit út um rifuna, sem hann hafði skorið í það. Óhugnanleg kyrrð ríkti í sofunni. Svo sagði Glenn, án þess að snúa sér við: ..Frú Hilliard getur verið uppi í allan dag, og ég skal sjá um Robish hér niðri.“ -Ég þori ekki að eiga neitt í hættu eftir það, sem við bar í gærkveldi.11 „Hver fjandinn er þetta, Hilliard, ég sagðist skyldi sjá um þetta! Hættið yður ekki of langt, Hilliard. Hættið yður ekki of langt, gamli minn!“ Glenn stóð þeim nú auglitis til auglitis og dró þungt andann. „Ég hef aldrei á ævi minni þurft að láta fína herra eins og yður segja mér fyrir verkum. Nú er komið að mér. Þér eigið að fara til skrifstofunnar, Hilliard, og um leið og aurarnir koma, opnið þér bréfið og farið með seðlana í banka og fáið þeim skipt. Síðan hringið þér til mín og segið mér, að þér séuð á föram heim. Þetta gerið þér, Hilliard. Hlustið þér nú, og hlustið betur en áður. Ég hef haft samband við einn félaga minn. Og sá náungi á að gera dálítið fyrir mig, sem ég kemst ekki til að gera. Og áður en þér komið heinr aftur, mun ég hafa fundið einhverja aðferð til þess, að þér getið greitt honum í mínu nafni. Þér farið og veltið fyrir yður, hvað þér getið næst tekið til bragðs. en við gerum okkur ekki ánægða með skurð á ennið í næsta skipti. Snáðinn og konan verða hér eftir.“ Hann þagnaði, yppti öxlum og brosti. „Þér eruð hraustur náungi, og ég treysti yður, en látið yður ekki verða á.“

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.