Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 48

Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 48
276 Heima Nr. 7-8 --------------------------------er bezt --------------------------- Skýringin á hringingu um miðnætti var auðsæ. Jessi sneri við, fór inn í bílinn, og er hann hafði vætt penna sinn með tungunni, að hætti skóladrengja, strikaði hann yfir töluna BR (Broadway) 8470 og nafnið Reilly, James. Hann leit eins og ósjálfrátt á klukkuna í mælaborð- inu. Tuttugu og sjö mínútur yfir níu. Þetta yrði langur dagur. Pósturinn kom í þrem stórum pokum kl. 9.31. Skrif- stofumennirnir, sem afgreiða áttu póstinn, höfðu hrað- ar hendur, voru ef til vill enn kappsfyllri af því að Hilliard stóð í dyrum afgreiðslustofunnar. Hann stóð hræringarlaus og þögull, unz farið hafði verið í gegn- um allan póstinn og lokið var afgreiðslu hans til deilda vöruhússins. Dan Hilliard voru afhent öll bréf til starfs- manna, og ennfremur þau, er voru til hans sjálfs. Hann leit í flýti á sendendur bréfanna, og sneri brátt burtu, hryggur og vonsvikinn. Næsti póstur átti að korna kl. 2.45. Eftir fimm kukkustundir og tíu mínútur. Og enginn mannlegui máttur gat flýtt honum. Hann fór með lyftunni upp á fimmtu hæð. Hann fleygði póstinum á skrifborð ritarans, gekk inn í skrif- stofu sína, settist við skrifborð sitt og hugsaði með angist um allt það, sem við gæti borið heima hjá hon- um á þessum fimm klukkustundum. Eitt var alveg víst: þeir mundu ekki undir neinum kringumstæðum fara burtu, nema hafa Elenóru eða Ralphie með sér, ef til vill bæði. Hættan var því lík, þótt peningamir kæmu. En á einhvem hátt hlaut að vera hægt að ráða fram úr þessu. Þótt hann gæti ekki hindrað þetta, varð hann þó að tryggja það, að lögreglan væri öllum hnútum kunnug, er málum var svo komið. En hvernig mátti það ná fram að ganga, ef hann léti hana ekki vita fyrr? Síðan hófst hann ósjálfrátt handa, eftir að hann hafði fengið skyndihugkvæmd, sem hann þorði ekki að gefa sér tóm til að athuga nánar, þreif pappírsblað og penna sinn. Til réttra aðila, skrifaði hann. Saklaust fólk mun vera í bílnum með afbrotamönnunum þremur, er sloppið hafa og þér leitið að. Ef þér skjótið. hafið þér líf þessa saklausa fólks á samvizkunni. Tilraun til að komast eftir, hvar þetta bréf eigi upptök sín, mun einnig stofna sama fólki í hættu, og ekki verða til þess, að sá árangur náist, er þér vonizt eftir. Hann hallaði sér aftur á bak og las það, sem hann hafði skrifað. Því næst braut hann blaðið saman, án undirskriftar, tólc ofur venjulegt umslag af skrifborð- inu og skrifaði utan á til: Höfuðstöðvar lögreglunnar Sojith Alabama St., City. Hann tók upp símatólið, beið eftir miðstöð og valdi svo númer sitt. „Ella? Hvar eru þeir?“ „Niðri. Ég er hér með Ralphie. Hvernig líður þér?“ „Hefir nokkuð komið fyrir? Nokkuð sérstakt?“ „Nei. Patterson kom hér að bakdyrunum, litli karl- inn, manstu, — sem verkar garðinn fyrir okkur. Hann ætlaði að fara inn í bílskúrinn, en ég sagði honum, að við hefðum týnt lyklinum, en hann skyldi ekki hafa áhyggjur út af þessu. Hann virtist verða mjög niðurdreginn og var eitthvað svo skrýtinn. Annað var það ekki.“ „Hann hefir ekki tekið eftir neinu óvenjulegu?“ „Nei, ég er handviss um, að svo hefir ekki verið. En herra R. hélt samt, að svo væri. Mér þótti það hálf- Ieitt.“ „Annað hefir ekki borið við?“ „Nei, ekkert annað.“ Nú heyrði Dan hæðnishlátur. Glenn Griffin hlust- aði í símann niðri. „Það kom ekkert með morgunpóstinum,“ sagði Dan. „En ef til vill kl. 2.45. Þessu er bráðum lokið, Ella,“ sagði hann þvert um hug sér. „Hugsaðu ekki frekar um þetta.“ „Vertu blessuð, góða.“ Klikk. Og síðan aftur annar smellur: síminn í stof- unni. Dan lét heyrnartólið á kvíslina. Hann sat álútur og beið þess, að svefngengilsdrunginn kæmi aftur yfir hann. En um leið viðurkenndi hann þó, að hann var til ills eins. Rétt eins og svefninn er örlögþrunginn manni, sem hefir villzt í snævi þöktum skógi í hörku- frosti. Hann hlustaði á regnið, sem grét á gluggunum. Hann var næstum þakklátur sjálfum sér, er hann varð þess áskynja, hve vöðvarnir í líkama hans hnykluðust, og taugar hans hvöttu hann til að halda þegar heim og kála þessum náungum. Fljótt! Þetta varð ekki þolað lengur. Hann varð að binda einhvern enda á þetta. En nú varð hann, þrátt fyrir allt, að sitja þarna og brjóta heilann um, hvernig hann ætti að koma þessu nafn- lausa bréfi til lögreglunnar, án þess að þurfa að svara nokkrum spurningum. Svo hringdi síminn. Hann hrökk við, þreif tólið, sem enn var varmt og rakt eftir hönd hans. „Ert það þú, pabbi?“ „Já, Cindý?“ Kuldaglampinn var enn í augum hennar, en nú bar minna á honum en daginn áður. Kalli Wright sat við skrifborðið sitt og horfði gegnum opnar dyrnar inn í framskrifstofuna, þar sem Cindý var að tala í símann og þrýsti heyrnartólinu þétt að fallegum vanganum. Hún hélt með báðum höndum um tólið. Birtan að ofan lék í þykku, rauðu hárinu. „Hver fjandinn er að? Hvað er eiginlega um að vera?“ Hún hafði brosað til hans og afsakað framkomu sína kvöldið áður. „Þarftu enn á skammbyssu að halda?“ hafði hann spurt. Þetta var nóg. Hún sneri frá honum, og það. sem

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.