Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 39
Nr. 7-8 Heima 267
-------------------------------- er bezt --------------------------
dögun leið, var ljósið slökkt, og kom hin sama vera
þá undir eins að rúmi stúlknanna þriggja og sótti nú
fast á að ná fötum til sín. Var þá brugðið upp ljósi og
sveif svipurinn burt við það, en stúlkurnar tvær er
voru í framboðstofu þessa sömu nótt, sáu greinilega
karlmann ganga um gólf um nóttina í suðurenda bað-
stofunnar. Þar lifði ekki ljós, en hurðin á skilrúminu
stóð opin, svo vel mátti sjá um alla baðstofuna af þeim
er gegn dyrum voru, því tunglsljós var á.
Þriðju nóttina var ljós látið lifa fram undir dögun
og varð þá einskis vart. Vaknaði nú fólk og ræddi um
hvort nú mundi öllum fyrirbrigðum lokið. Fer Gunn-
laugur sonur minn þá á fætur og breiðir fyrir alla
glugga svo að hvergi kemst birta að, slekkur síðan Ijósið
og leggst fyrir framan telpurnar þrjár er vofa þessi
sótti mest að. Er nú allt hljótt um tíma og verður
einskis vart. Breytir Gunnlaugur þá til, fer upp fyrir
telpurnar og liggur þar, en um leið finnur hann að farið
er að kippa í rúmfötin, fyrst með hægð, en smá sigið á,
þar til að því kemur, að Gunniaugi þykir ekki mega
við svo búið standa. Tekur hann nú handfylli sinni í
ábreiðuna, sem togað var í og segir: „Taktu nú á hel-
vízkur, ef þú getur eitthvað.“ En þá brá svo við, að nú
var svo knálega tekið á, að ábreiðan hentist fram á
gólf, en Gunnlaugur fylgdi fast eftir og bjóst að taka
ófögnuð þennan fangbrögðum ef unnt væri, en hvorki
fann hann né sá neitt framar og fór til rúms síns við
svo búið.
Vill nú Kristján — sá er áður er getið — gera aðra til-
raun, og hefur sömu aðferð sem Gunnlaugur bróðir
hans. Leggst hann fyrst fyrir framan stúlkurnar, en
verður einkis var, færir sig þá upp fyrir fast að þili.
Finnur hann þá þegar að farið er að toga í ábreiðuna,
fyrst ofurlaust, en síðan þéttara. Þar til svo er komið,
að Kristjáni virðist tvísýni á hver hafa muni, kallar
hann þá og segir: „Láttu teppið mitt vera, lagsmaður!
Og var óðara sleppt.
Enn var tilraun gerð, og telpurnar þrjár færðar í rúm
Gunnlaugs og Kristjáns, en þeir lögðust aftur í þeirra
rúm. Kom þá vofa þessi óðara til stúlknanna og sótti nú
hvað fastast að ná fötum ofan af þeim. Var þá brugðið
upp Ijósi, en um leið varð þá allt kyrrt og hljótt. Ein-
kennilegast var það, að í þetta sinn hafði enginn séð við
hvað var verið að tuskast allan þennan tíma.
Fjórðu nóttina lifði enn ljós, og vildi ég sjálfur ganga
úr skugga um við hvað ramman væri að eiga, því að
aldrei hafði neitt sótt að mér í vöku. Undir morgun
slekk ég ljósið og leggst fyrir ofan stúkurnar, en næst-
um undir eins verð ég hins sama var og aðrir. Toga ég
svolitla stund á móti, en finn að hér er ekki um neinn
hugarburð að ræða, skipa því að kveikja ljós og var þá
þessum leik lokið.
Eftir þetta fór að smádraga úr ófögnuði þessum, en
þó gerði svipur þessi eftthvað lítils háttar vart við sig í
sex nætur enn. Hafði reimleikinn þá varað tíu nætur
alls, en síðan einkis orðið vart.
Tel ég víst að reimleikinn á Kvíabekk sé nú allur úr
sögunni. Þess skal getið, að aldrei kom neitt fyrir á öðr-
um tíma sólarhrings en kl. 6—7 að morgninum, að því
undanskildu er Kristján sá í hlöðunni.
Fyrirbrigði þessi þóttu mjög einkennileg og um leið
afar hvimleið á heimilinu. Leituðum við þó allra ráða til
að losna við ófögnuð þennan, en það var hægra sagt en
gert, enda hér hvorki fáanlegur galdramaður né krafta-
skáld eins og geta má nærri. Samt létti þessum leiðind-
um svo að engan sakaði, og virtist draga mest úr ófögn-
uði þessum eftir afskipti þau er gamall maður einn,
spakvitur, fjölfróður og skáldmæltur vel hafði af hon-
um, og er þó ekki þar með sagt, að hann hafi kveðið
draugsa niður, — en hitt er annað mál, að „oft er gott
sem gamlir kveða“.
Margs hefur verið til getið, hvað valdið muni hafa
reimleika þessum, en allir vaðið þar sama reikinn. Hafa
piltar þeir, sem gröfina tóku, orðið fyrir umtali miklu
og misjöfnu fyrir verk sitt og um það gengið hlægilega
vitlausar sögur, þeim auðvitað mest til háðungar, er frá
hafa sagt. Sagnir þær hafa við ekkert að styðjast og eru
aðeins tilbúningur lítt merkra fréttasnápa, um það getur
enginn betur borið en undirritaður og heimilisfólk hans
er horfði á þá taka gröfina, og er mér sönn ánægja að
votta það hér, að enginn stráksskapur eða skeytingar-
leysi, hvorki til orða eða verka, var í frammi haft við
bein hinna dauðu, heldur þvert á móti, hér var farið að
eins og venjulega gerist er svo stendur á.
Fer hér sem oftar, að syndir feðranna koma fram á
niðjunum, því að hefði sú venja komizt á, að sóknar-
nefndir litu vel eftir því, að grafir í kirkjugörðum væru
teknar eftir föstum reglum þegar á því þarf að halda,
„gert yfir“ hvert leiði við fyrstu hentugleika, þá væri
hægt að komast hjá því að legstæði manna væru brotin
og þar með raskað ró framliðinna. Því að það sýnist alls
ekkert undarlegt við nánari athugun, að sá dauði vilji
láta eitthvað til sín taka, ef hann er þess megnugur,
þegar búið er að byggja honum þar út, sem hann hefur
áður tryggt beinum sínum ævarandi frið með því að
borga fyrir sinn seinasta hvílustað og þar með fullnægja
þeirri síðustu kröfu, sem til hans er gerð.
Kvíabekk í Janúar 1920.
Rögnvaldur Rögnvaldsson.
BI. Fram, Siglufirði 8. febr. 1920, 5. tbl. IV. árg.
Gamli maðurinn, spakvitri og fjölfróði, sem Rögn-
valdur minnist á í grein sinni um reimleikana á Kvía-
bekk, var enginn annar en Benedikt Þorkelsson, barna-
kennari.
í frásögn Jóns Jóhannessonar, sem getið er hér að
framan, segir frá nokkrum atriðum, sem ekki er getið
í frásögn Rögnvalds, en annars er sögn Rögnvalds öll