Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 33
Nr. 7-8 ‘
Heima
---er hezt
261
Suður gaf. Norður og Suður voru á hættu.
Spilin skiptust þannig:
Norður:
Spaði: K, G, 6, 4, 2
Hjarta: K, 7, 5, 3
Tigull: Á, G
Lauf: K, 3
Vestur:
Spaði: 9, 7
Hjarta: 10, 4
Tigull: 10, 9, 6, 5
Lauf: G, 10, 9, 6, 4
Austur:
Spaði: Á, 8, 5
Hjarta: D, G, 9,
Tigull: K, 8, 7
Lauf: Á, D
Suður:
Spaði: D, 10, 3
Hjarta: Á, 2
Tigull: D, 4, 3, 2
Lauf: 8, 7, 5, 2
8, 6
Sögnunum lauk með því, að Mc Tavish í suðri sagði
þrjú grönd. Er það klaufaleg sögn og á auðvitað alls
ekki að vinnast. Senor Ferganza sló út laufagosa. Frúin
tók með drottningunni og spilaði ásnum. Nú hugsaði
hún sig lengi um og sló loks út tigulkóngi. Spilið var
þá auðvitað auðunnið.
Senor Ferganza virtist furðu rólegur, er hann ávarp-
aði frúna:
„Má ég vera svo djarfur að spyrja, hvernig í ósköp-
unum þér datt í hug að slá út tigulkónginum? “
„Viltu gjöra svo vel að tala ekki til mín í þessum
uppgerðar-hæðnistón, rottan þín!“ sagði frúin ískalt
og fyrirlitlega. „Þekkirðu ekld einu sinni Deschapelles-
bragðið, þegar það liggur svona ljóst fyrir? Síðast í
gærkvöldi las ég um það í Gylltu bókinni eftir Culbert-
son. Þetta var eina hugsanlega ráðið til að hnekkja
sögninni. Ef þú hefðir átt tiguldrottninguna, var þér
búin innkoma á hana með því að spila kónginum fyrst.
En auðvitað áttirðu ekki drottningu. Þá færð aldrei
neitt, sem gagn er að, ræfillinn þinn!“
Nú spratt Ferganza upp fokvondur: „Hvaða bölvað
tiguldrottningar bull er þetta. Reyndu nú að taka eftir
því, sem ég segi. Þetta er svo einfalt, að vera má, að
hægt sé að láta þig skilja það. Hver veit? Ef þú hefðir
slegið einhverju öðru út en tiguldrottningunni, var
spilið tapað hjá þeim. Einhverju öðru! En þú valdir
einu vinningsleiðina þeirra. Þú! Þú—! Mig iðrar sárlega
dagsins, sem ég var það flón að giftast þér og skuld-
binda mig til að ala önn fyrir þér og sníkjudýrinu
henni móður þinni!“
„Blandaðu ekki henni móður minni inn í þetta svínið
þitt! “ æpti frúin. „Ég sá til þín í rnorgun, karlinn, þeg-
ar þú varst að gera gælur við blökkustúlkuna. Láttu
þér ekki detta í hug, að ég viti ekki, hvað fram fer í
kringum mig.“
Senor Ferganza brosti glaðlega. „Jæja, svo að þú
veizt það,“ sagði hann. „Nú, hún er bæði yngri og
laglegri en þú, og ég skal veðja um, að hún spilar líka
betur bridge.“ Hann sneri sér við og kveikti í vind-
lingi.
Frúin horfði tryllingslega í kringum sig. Þungur
kertastjaki úr kopar stóð á litlu hliðarborði. Hún greip
hann — og....
Líkskoðunin leiddi í ljós, að höfuðkúpan var brotin
á tveimur stöðum. Læknirinn lét þess getið, að slíkt
væri mjög óvenjulegt undan einu höggi með oddlausu
barefli. Taldi hann, að höggið hlyti að hafa verið greitt
af óvenju afli og þó hnitmiðað eins og hjá æfðum
knattdrepumanni.
I réttarsalnum báru kaupinennirnir það, er hér er sagt,
en reyndu að finna frúnni ýmsar málsbætur. Kviðdóm-
urinn sat aðeins fimm mínútur á ráðstefnu. Urskurð-
urinn var:
Sek um manndráp, en ekki af yfirlögðu ráði.
Dómarinn dæmdi senoru Ferganza í tólf krónu sekt
og bauð henni strangan vara á urn að gera þetta aldrei
aftur. Enn fremur hélt hann yfir henni dynjandi
skammaræðu fyrir að hafa slegið út tigulkóngnum.
Kvaðst hann aldrei á sinni lífsfæddri ævi hafa heyrt
getið um svo fráleitt útspil. Að lokum setti hann frúnni
eitt skýlaust skilyrði, er varðaði þungum vítum að
rjúfa: Hún mátti aldrei spila bridge í löndum Portu-
gala í Vestur-Afríku — og reyndar helzt hvergi.
-----o-----
Rómönsku löndin hafa löngum verið vel hlutgeng í
ástríðuglæpum, og liðtæk hafa þau reynzt í þeim við
bridgeborðið. Ber þó Frakkland þar stærstan hlut frá
borði miðað við fólksfjölda, og la belle France getur
hrósað sér af eina tvöfalda morðinu, sem drýgt hefir
verið við bridge fram að þessu. Gerðust þau samtímis
út af deilum um sama spilið á tveimur borðum, sitt í
hvoru herbergi.
Þetta sögulega spil er einkennilegt og býsna vand-
meðfarið. Kom það fyrir í fjögra manna keppni árið
1937 — á lítt kunnum stað í Suður-Frakklandi, er Aix-
les-Bains nefnist. Er þar árlega háð undirbúningskeppni
fyrir landsmótið í París, og þykir mörgum staðurinn
undarlega valinn og tilkomulítill fyrir svo virðulega
samkomu. Ekki þykir þó heiglum hent að sækja þang-
að, og ekki eru aðrir taldir hlutgengir þar en úrvals
spilamenn. Þykir allmikill frami að komast þar í sveit
og er mjög eftirsótt.
(Framhald.)