Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 5
Að ofan: Jón Kristjánsson bóndi Syðra-Hvarfi, f. 1839, d. 1911. — Dagbjört Gunnlaugs- dóttir kona Jóns, f. 10. mai 1839, d. 13. jan. 1924. — Halldóra Jónsdóttir kona Þórðar, f. 28. sept. 1845, d. mai 1943. — Þórður Jónsson bóndi á Hnjúki, f. 1843, d. 1920. Heima ---er bezt þeirrar þekkingar, sem auðið var af bókum, og er hann margfróður af bókalestri og langri lífsreynslu, enda maður athugull og minnugur. Elzta bernskuminning hans er land- skjálftakippur, er reið yfir, þegar hann var þrevetur. Gísli kvæntist 2. okt 1891 Ingi- björgu Þórðardóttur, bónda á Hnjúki í Skíðadal og Halldóru Jónsdóttur. Eignuðust þau 6 börn. Tvær dætur þeirra eru látnar, Dagbjört, er dó í æsku, og Halldóra, gift Ara Þorgilssyni bónda á Sökku. En á lífi eru: Jón, bóndi á Hofi, Gunnlaugur, bóndi á Sökku, Dagbjört, húsfreyja að Laugafelli í Reykjadal, gift Áskeli Sigurjónssyni og Soffía bústýra að Hofi. Þau Gísli og Ingibjörg tóku við búi að Syðra- Hvarfi 1898, en fluttust að Hofi 1904 og bjuggu þar síðan. Kom það mjög í hlut Ingi- bjargar að veita búinu forstöðu, því að Gísli var oft langdvölum að heiman við smíðar, auk þess, sem hann hlaut að verja miklum tíma til félagsmála. Var hún annáluð dugnaðarkona, og víða kunn fyrir tóvinnu og hlaut verðlaun fýrir spuna á Iðnsýningunni í Reykjavík 1911. Hallaðist því eigi á um myndarbrag í störfum þeirra hjóna utanhúss og innan. Brátt hlóðust á Gísla flest þau trúnaðarstörf, sem til falla í sveitum. Hann var kosinn í hreppsncfnd jafnskjótt og hann hóf búskap, og var hann oddviti hennar um alllanor skeið, var D 1 shkt mildð starf í svo fjölmennum hreppi sem Svarfaðardalur er. í sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu sat hann um 12 ára skeið, sóknar- nefndarmaður og safnaðarfulltrúi um tugi ára og þá ætíð gjaldkeri Vallakirkju. Úttek.tarmaður var hann lengi, sömuleiðis virðingamaður til fasteignagjalds og trúnaðarmaður Búnaðarbanka íslands um skeið, auk margs annars. Sýnir þessi upp- talning Ijósast hvert traust sveitungar hans hafa til hans borið. En einn merkilegasti þáttur félagsmálastarfsemi hans var forvsta hans um þegnskylduvinnu Svarfdæla til vegagerðar. Veitti hann því starfi forstöðu um 20 ára skeið. Var á þcim tíma lagður akfær vegur um sveitina, og varð Svarf- aðardalur ein hin fyrsta byggð, sem fékk sæmilegt vegakerfi, hér um slóðir og mátti það fremur öðru þakka hinni almennu þegnskylduvinnu. Eins og fyrr sagði, vann Gísli mjög að smíðum utan heimilis. Reisti hann hús bæði að veggjum og viðum, meðal annars stóð hann fyrir srníði Urðakirkju árið 1902, og einnig gerði hann hinar fyrstu brýr í dalnum, sem hin mesta samgöngu- bót var að, segir nánar frá því í minninga- þáttum hér á eftir. En jafnframt þessum störfum var Gísli mikill athafnamaður um jarðrækt og hvers- konar framfarir í búnaði, enda tók jörð hans miklum stakkaskiptum í búskapartíð hans. Fyrstur sveitunga sinna keypti hann sláttuvél og hafði síðan forystu um kaup rakstrar- véla. Er það í frásögur færandi, að enn eru fyrstu vélarnar, er hann keypti nothæfar, eftir nær hálfr- ar aldar notkun. Sýnir það bezt, hversu vinnu- brögð og meðferð hluta Framhald á bls. 263.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.