Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 28
M. H. ÁRNASON: F eigá in kallar Slysfarir í Skjóldal 15. nóv. 1882 “ Tm tuttugu km. sunnan við Akureyri, liggur dalur til suðvesturs úr Eyjafjarðardalnum, er nefnist Djúpidalur. A rennur eftir dalnum, er Djúpadalsá heitir og fellur í Eyjafjarðará norðan við Melgerðismela. Var að fornu, eins og gömul skjöl sanna, byggðin meðfram ánni nefnd Djúpidalur, alla leið að Eyjafjarðará. Og er svo enn talið af flestum. Virðist þar fylgt sömu reglu og um Hörgárdal er kallast Hörgárdalur alla leið með- fram Hörgá að sjó. En byggðin vestan Djúpadalsár við rætur Litla-Dalsfjalls og Hvassafellsfjalls, ber sérheiti og kallast „Undir Ejiillum" og íbúarnir oft kallaðir Fjallabúar.1) Þrjú stórbýli í dalnum komu mjög við sögu áður fyrr. Stóri-Dalur, oft nefndur „Dalur“ eða „Ytri-Dalur“ eða „Djúpadalur“ í fornum skjölum. Þar var lengi mikið stórbændasetur og kirkja var þar alllengi. En með konungsbréfi 16. janúar 1750 var kirkjan lögð niður og sóknin lögð undir Miklagarð. Hvassafell var einnig stórbændasetur og kirkja var þar um eitt skeið. Frægt er mál Bjarna bónda Ólasonar í Hvassafelli. Tveir kunnir andans menn, Guðmundur biskup góði og Jónas skáld Hallgrímsson dvöldu í Hvassafelli á æskuárum sínum. Þriðja stórbýlið í dalnum er Mikligarður, er átti „allt fyrir norðan Hvassafell, norður að Skjálgdalsá og austur að Eyjafjarðará“. Hjáleigur er tilheyrðu staðnum voru á landi þessu, þar á rneðal Samkomugerði, sem nú er ein með stærstu jörðunum í Saurbæjarhreppi. Skóg átti Mikligarður í Bjarkarlandi „á milli tvæggja gilja“. Einnig skógarpart í Núpufellsskógi. Hólabiskupar höfðu um skeið útibú mikið í ATikla- 1) Helgi hinn magri gaf Þóru dóttur sinni og manni hennar, Gunnari syni Úlfljóts lögsögumanns, Djúpadalinn. „Allt land milli Skjálgdalsár og Háls.“ garði, og mun þá enginn hafa þurft að öfunda smá- bændurna er sátu á hjáleigunum. Þriðjung af Hvassa- felli náðu Hólabiskupar undir Miklagarð, og er Hvassa- fellsmál stóðu yfir, voru horfur á að þeir mundu ná allri jörðinni. Vestur frá Mildagarði liggur Skjálgdalur er í seinni tíð er oftast nefndur Skjóldalur. Vestur úr honum er skarð er nefnist Kambskarð eða Kambur. Hét það áður Skjálgdalsheiði. Mjög var tíðfarið yfir skarðið áður fyrr. Var þá komið ofan í Hóladal, afrétt frá Öxnadal. Er amma mín, Steinunn Benjamínsdóttir, var að alast upp í Víðigerði í Hrafnagilshreppi var það alltítt að unglingar úr Djúpadal og syðri hluta Hrafnagilshrepps fóru skemmtiferðir á sumrin vestur að Bakkakirkju í Öxnadal og hlýddu þar messu. f einni slíkri ferð réðist amma til vistar að Steinsstöðum til Stefáns, bónda og alþingismanns, og Rannveigar systur Jónasar Hall- grímssonar. Sagði hún mér oft sögur af vist sinni á því ágætisheimili. Bar lýsing hennar mjög saman við lýsingu Bernharðs Stefánssonar, alþingismanns, er hann flutti í útvarp fyrir nokkru. Nú eru ferðir orðnar fátíðar yfir Kamb og skemmti- ferðir alls ekki farnar þá Ieið. Og verður ekki hér meira minnzt á ferðir þessa leið en getið nokkuð um tvö alvarleg slys er urðu á Skjóldal 1882 og 1913. Sumarið 1882 var mjög kalt. Og set ég hér lýsingu á veðráttunni, að mestu stuðzt við dagbók Vigfúsar Gíslasonar í Samkomugerði: „30. apríl, sunnudaginn í annarri viku sumars, norð- an skafhríð. Fyrstu daija í maí, allmikið frost um nætur en flesta daga sólbráð. 13. maí kom hláka og var góð tíð til 22. maí, þá hríðarveður til 28. maí. Hlánar þá aftur og tekur snjó af láglendi. 6. júní snjóföl um morguninn og tók ekki til fulls 256 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.