Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 36
SVEINBJORN BENTEINSSON:
Rímnapáttur
I.
Tú eru liðnar um það bil sex aldir síðan fyrst
voru ortar rímur, en það er tímaskeið tuttugu
kynslóða, eða því sem næst. Það er því ekki
úr vegi að kynna sér nokkuð framgang og
þróun rímna frá upphafi þeirra til þessa dags.
Rímnalist þróaðist hægt og háttum fjölgaði seint.
Rímnaskáld hafa löngum verið íhaldssöm og rímur
voru svo fast mótaðar snemma að lítið svigrúm var
fyrir nýjungar. Samt fjölgaði háttum nokkuð, er frarn
liðu stundir og á sextándu öld varð að heita má bylt-
ing í háttavali rímna og fjölgaði háttum þá ákaflega
og allt fram á nítjándu öld. A seytjándu öld varð mikil
breyting á hrynjandi rímna og varð stíllinn allur léttari
og fimlegri, en ekki jókst að sama skapi skáldskapar-
gildi rímna.
Taka má dæmi úr rímum í gamla stíl og annað með
nýrra sniði:
Við siglu stóð með sína þjóð
seggur á drekanum dýra,
hár og digur hofmannligur,
er honum átti að stýra.
Úr Úlfarsrímum Þorláks Guðbrandssonar.
Þessi vísa gæti ekki verið úr rímum nítjándu aldar.
— Og ekki gæti hún verið úr rímum ortum fyrir 1700,
þessi vísa úr Fertramsrímum Sigurðar Breiðfjörðs, ort
um 1820:
Dundu voðir, strengir stynja,
stundum froðu knörrinn óð;
mundu boða hengjur hrynja,
hrundu gnoðum Ránar þjóð.
Þessi formbreyting er ein mesta bylting í sögu rímna.
Nýrri stíllinn er upphaf þess rímnaanda sem síðan hélzt.
Skáld átjándu aldar bættu miklu við hættina og var
fjölbreytni þeirra orðin firnamikil í byrjun nítjándu
aldar. Það eru annars nokkrir menn sem hafa verið
drýgstir við að finna nýja hætti í rímum, en flest rímna-
skáld létu sér nægja þá hætti sem fyrir voru. Þessir
menn hafa komið með einna mestar háttanýjungar:
Magnús Jónsson, prúði, Hallur Magnússon og Þórður
Magnússon á Strjúgi — allir á seinna helmingi sextándu
aldar. Bjarni Jónsson, Borgfirðingaskáld, Kolbeinn
Grímsson, Jöklaraskáld, Guðmundur Bergþórsson og
Jón Magnússon í Laufási á seytjándu öld. Snorri Bjöms-
son á Húsafelli og Árni Böðvarsson á átjándu öld. Og
loks Sigurður Breiðfjörð á fyrra helmingi nítjándu ald-
ar. Nú í fulla öld hafa litlar nýjungar komið fram í
rímnaháttum, þar til á síðustu árum að nokkuð hefur
verið ort undir nýjum rímnabrögum. En rímnaskáld
tuttugustu .aldar, og aðrir þeir sem ortu undir háttum
þessum, hlutu glæsilegan arf dýrra braga og breyti-
legra.
Það munu vera um tvö hundruð hættir, sem heilar
rímur hafa verið ortar við. Undir sumum þessara hátta
hafa verið ortar rímur svo hundruðum skiptir, en við
nokkra hætti hefur aðeins ein ríma kveðin verið. Sum-
ir þeir hættir sem tíðkuðust á fyrstu öldum rímna,
lögðust af síðan með öllu. Ymsir bragir sem njóta
mestra vinsælda nú eru fremur ungir. Langhenda,
skammhenda og valstýfa eru frá seytjándu öld. Frá
þeirri öld eru einnig hringhenda og sléttubönd. Sig-
ut'ð u tj Breiðfjörð orti fyrstur nýhendu, sem síðan
varð mjög vinsæll háttur. Einnig mun Sigurður hafa
fyrstur ort rímu undir skammhendu hringhendri, en
sá háttur þótti geysigóður — og þykir enn. Skáld náðu
furðulegri leikni í meðferð hátta og úr nógu var að
velja; allt frá einfaldri afhendingu til áttþættings og
sléttubanda.
Menn flestra stétta hafa ort rímur. I hópi rímna-
skálda er að finna lögmenn og sýslumenn, dósenta og
aðra kennara, alþingismenn og biskupa, munka og pró-
fessora, um það bil áttatíu presta og hundruð bænda.
Fáar konur hafa ort rímur og er ekki vitað urn nema
tæpan tug kvenna, er það hafi lagt fyrir sig. Kunnugt
er um nálægt því fjögur hundruð rímnaskáld og hafa
þau ort allt frá stuttri rímu til þrjátíu langra flokka.
Þeir afkastamestu hafa ort yfir tuttugu þúsund erindi
í rímum og margir svo nokkrum þúsundum skiptir.
Sumir notuðu fremur fáa hætti þó þeir kvæðu margt,
en aðrir ortu undir nokkrum tugum hátta. Umsvifa-
mestu rímnaskáld ortu heilar rímur undir framt að því
hundrað tilbrigðum hátta. Auk þessara höfuðhátta er
264 Heima er bezt