Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 16
244 Heima Nr. 7—8 --------------------------------er hezt---------------------------- Er þá steinunum fleygt í tákni heilagrar þrenningar, í því skyni að stytta dvöl þeirra ógæfusömu í hreins- unareldinum. Þessar gömlu þjóðsögur og örnefni gefa fjallvegin- um dulúðgan svip. Dulin öfl og duldar vættir varða þennan fjallveg. Ég sný þá máli mínu að öðru efni og rek hér nokkr- ar sannsögulegar sagnir um harmsögulega atburði, sem tengdir eru þessum fjallvegi. Fyrsta sagan er þó að nokkru leyti þjóðsaga. En það er sagan um Skriðu-Fúsa. Vigfús hét maður. Almennt kallaður Skriðu-Fúsi. Er talið að hann hafi verið upprunninn í Dölum vestur eða á norðanverðu Snæfellsnesi. Talið er að hann hafi verið uppi á síðari hluta 18. aldar. Er sagt að hann hafi verið ófær til gangs, og hafi því orðið að skríða bæja á milli. Sagt er að hann hafi verið heimilislaus umrenningur. En aðrar sögur segja, að hann hafi orðið sekur um ódæðisverk, sem var svo svívirðilegt að al- menningsáliti, að á hann var sá dómur lagður, að hann mætti aldrei uppréttur standa svo nokkur maður sæi, en í leyni mátti hann rísa á fætur. Hann varð því ætíð að skríða á öllum mannamótum. Var hann því nefndur Skriðu-Fúsi. Eru til af honum sögur þar vestra, þótt ekki hafi allar verið skráðar, en sumir hafa ruglað honum saman við Leirulækjar-Fúsa. Þessi Skriðu-Fúsi leggur upp frá Hjarðarfelli síðla dags, en ekki hefi ég heyrt þess getið á hvaða tíma árs þetta var. Hann ætlaði inn í Helgafellssveit. Þá sömu nótt dreymir konu á Hjarðarfelli, að Skriðu-Fúsi kæmi á gluggann yfir rúmi hennar og mælti fram vísu þessa: „Þar sem götur ganga á víxl, - glöggt má að því hyggja, - lítinn spöl frá Köldukvísl, kveð ég Fúsa liggja.“ Að morgni var leitað, þar sem vísað var til í vís- unni, og fannst Skriðu-Fúsi þar dauður. Er það nær miðju fjalli og heita þar síðan Fúsaskurðir. Hefur löng- um verið talið reimt á þeim slóðum. Önnur gömul vísa er til um þennan atburð, og er hún þannig: „Skriðu-Fúsi hreppti hel, hálfu fyrr en varði. Úti dó hann, ei fór vel, á Kerlingarskarði.“ Ég gat þess fyrr að af nógu væri að taka, ef segja ætti slysa- og hrakningasögur af þessum fjallvegi. Eru sumar þessar sögur skráðar í fréttum og fréttabréfum, en aðrar eru óskráðar og lifa aðeins í minni elztu manna. Guðbrandur Sigurðsson, hreppstjóri, að Svelgsá í Helgafellssveit, er fróður og minnugur á liðna atburði. Hann er fæddur að Svelgsá hinn 9. nóvember árið 1872 og er því rösklega áttatíu og þriggja ára. Hann hefur átt heima á Svelgsá allan sinn aldur og er því allra manna kunnugastur sögu héraðsins að fornu og nýju. Guðbrandur hefur nýlega í bréfi til mín getið ýmissa atburða, sem gerzt hafa í hans minni á Kerl- ingarskarði og þar í nágrenni. Ekki hefur mér gefizt tími til að sannprófa þessar sagnir með leit í skjölum og fréttaheimildum, en litlu mun þó skeika í frásögn Guðbrandar. Ég rek hér nokkra þætti úr bréfi Guðbrandar og læt frásögn hans halda sér. En í bréfi hans segir svo: „Það mun hafa verið seint á jólaföstu árið 1891 eða 92, að vinnumaður frá Staðastað í Staðarsveit, Þórður Jónsson að nafni, var sendur inn í Stykkishólm fót- gangandi til að sækja einhvern smávarning. Þá bjó á Staðastað sr. Eiríkur Gíslason (seinna prest- ur að Stað í Hrútafirði). Þórður var um þrítugt, göngu- maður góður og talinn harðduglegur. Allmildll snjór var á jörðu, í það minnsta norðan fjallsins, en veður kyrrt og loft þungbúið, Um það bil, er Þórður hefði átt að vera kominn inn á Kerlingarskarð, rauk skyndi- leg á með norðan rok. Því fylgdi vaxandi frost og mikil snjókoma. Maður þessi kom aldrei fram. ítrekuð leit var gerð um allt fjallið og allt norður til sjávar í Helgafellssveit, en ekkert fannst, sem grun gæti gefið um, hvar hann hefði borið beinin. íVIargs var til getið um það, svo sem: að hann hefði hrapað fyrir björg, dottið niður um ís á Baulárvallavatni, dottið niður í dý eða pytt í Kóngs- bakkalandi, eða jafnvel villzt út á ónýtan sjávarís og farizt þannig. Enn í dag er öllum hulið um afdrif Þórðar. Árið 1905 eða 1906 var ungur maður um tvítugt á vist hjá Lýði Illugasyni í Stóra-Langadal. Hann hét Finnbogi Jóhannesson. Finnbogi var hálfbróðir Þórðar Jónssonar á Staðastað, sem sagt er frá í þættinum hér að framan, og úti varð á Kerlingarskarði. Þeir voru sam-mæðra og mun móðir þeirra hafa heitið Anna, þá til heimilis í Ólafsvík. í vistarsamningi, milli þeirra Finnboga og Lýðs, var það meðal annars, að Finnbogi skyldi fá að heimsækja móður sína á vistarárinu. Finnbogi lagði af stað í ferð þessa, annaðhvort seint í nóvembcr eða snemma í des- ember. Á höfði hafði hann nýja, ágæta skinnhúfu, sem húsbóndi hans lánaði honum. Hann gekk beinustu leið vestur yfir Kársstaðaháls og kom við á Kársstöðum. Veður var milt og gott en loft þrungið. Jörð var auð. Var byrjað að snjóa í logni, er Finnbogi kom að Kársstöðum. Þar bjó þá Jónas Márusson. Bað Finnbogi Jónas bónda að hafa við sig húfuskipti, því að sín húfa væri svo hlý, að hann gæti ekki borið hana. Jónas reyndi að telja hann af þessari heimsku, en það var árangurslaust. Fór svo að lokum að Jónas lánaði honum létta sumarhúfu, en tók skinnhúfuna til geymslu. Hélt svo Finnbogi af stað. Snjókoman fór vaxandi, og er hann gekk fram hjá Svelgsá, um kl. 2, var snjór

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.