Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 22
250 Heima Nr. 7-8 --------------------------------er bezt---------------------------- með Hrísey að vestan. Lítinn vasa-„kompás“ hafði ég í fórum mínum og eftir að hinn fékk sparkið, fór ég fram í bátinn og athugaði stefnuna og virtist hún nokk- uð austlæg, en sem vonlegt var, tók enginn mark á landkrabba og sveitaglóp, með ónýtan vasa-„kompás“. Nú gekk á ýmsu um stund. Komin blindstórhríð, all- mikill sjór og vélin öðru hvoru að stanza svo að bátur- inn lagðist flatur fyrir og yfir hann gekk sjór, svo sífellt varð erfiðara að koma vélinni í gang, enda hafðist varla undan að dæla. Loks rofaði lítið eitt til og sást þá djarfa fyrir klettóttri strönd, mjög nálægt á stjórnborð. Það töldu menn víst að væri ströndin norðan Dalvíkur, þótt eng- inn kannaðist við landslagið og átti nú að beygja á réttum tíma inn fyrir Hrísey en ströndin hvarf sjón- um nær samstundis og hún sást og litlu síðar stöðvaðist vélin og hafðist ekki oftar í gang, fyrir vatni í vélar- rúminu. Næsta úrræði var því að hefja segl að hún, sem hing- að til hafði legið ónotað á þilfari. Eftir skamma siglingu rofaði aftur til og stefndum við þá beint upp í háan höfða á bakborð, óvænt og öllum að óvörum með því að slíkur höfði fyrirfannst ekki á Hrísey. En fyrir snarræði stýrimanns, sem alltaf var vel vakandi, en ókunnugur, tókst að forða frá bráðum voða á allra síðustu stundu, því ekki hafði sézt nema örskammt framundan, þó lítið eitt rofaði. Þarna þóttust þeir sem kunnugastir voru kennt hafa Grenivíkurhöfða. Þótt erfiðlega gengi að trúa því að svo mundi vera, með því að enginn vafi hafði orðið á um það, að við værum vestan Hríseyjar, varð þessari staðreynd þó ekki neitað, en þar með sannaðist að við höfðum villzt allmjög af leið og brotið sem ég þóttist hafa séð áður, gat hafa verið á Hríseyjarhölunum eða jafnvel á Hrólfsskeri og hvenær við höfum komizt yfir í austari álinn verður aldrei vitað. Hitt er víst, að meira réði heppni, en góð sjómennska því, að við komumst það slysalaust. Allan þennan tíma hafði mér liðið bærilega. Fann ekki til sjóveiki, sem ég á annars vanda fyrir, einkum á stærri skipum og því síður hræðslu og raunar er jietta eina sjóferð mín, að undanteknum veiðiferðum, sem mér hefir ekki leiðst meira eða minna, enda sú eina, þar sem ég hefi eitthvað haft um að hugsa og við að vera. Vel búinn var ég og nægilega hlýtt, enda í sæmilega vatnsheldri kápu og þurr að ofan. Hinsvegar var ég votur að neðan, en hinir félagar mínir voru verjulitlir og sennilega nær holdvotir. Ekki lét Gísli gamli það þó á sig fá, því hann söng hástöfum og kvað rímur þegar tími vannst til og sýndi viðvaningunum hvernig átti að „berja sér“, til að halda á sér hita. Mun mér hann löng- um verða minnisstæður fyrir glaðværð sína og æðru- leysi eins og þarna stóð á. Eftir að við höfðum áttað okkur, virtist sem allt mundi leika í lyndi og þyrfti ekki annað en sigla ská- hallt suðvestur yfir fjörðinn í hlé við Hjalteyri, sem var örugg lending og góð og því strikið tekið þangað, en að vísu „kompáslaust“. Snjókoma var nú orðin mikil og sá ekkert út frá bátnum og auk þess jókst stormur og kvika. Ágjöf var samt lítil og því auðvelt að halda vatninu í bátnum í skefjum. En um það bil, sem við vorum á miðjum firði, rifnaði seglið endanna á milli, en með því að leiði var gott, mátti fleyta sér áfram á segldruslunum. Var nú komið í Ijós, að útbúnaðurinn sem lagt var upp með í vetrarferð, í skammdegi, um allhættuléga og slæma siglingaleið, í verstu loftvogarstöðu og veður- útliti, var á þessa leið: Fremur lítill bátur, með afllitla vél, naumast gangfæra, ónothæfan „kompás“, lélega dælu og grautfúin segl. Auk þess, sjóveikur háseti, ókunnugur stýrimaður og drykkfelldur formaður. Óðum styttist nú leiðin til vesturlandsins og þar kom, að varðmaður fram á, taldi sig greina land og var þá beygt á bakborð og reynt að hafa landsýn, þó hættulegt gæti verið að fara of nærri ströndinni. Enginn þekkti sig þó þarna, sem varla var von í því dimmviðri, enda vissum við ekki af landi nema örstutta stund, en eftir ágizkun átturn við að vera nálægt Hjalt- eyrinni. Alllengi var nú haldið inn með ströndinni og mun lengur en eðlilegt gat talizt eftir útreikningi, en loks sást þó djarfa fyrir eyrarodda, er hiklaust taldist vera Hjalteyrin og var því beygt á stjórnborð fyrir eyraroddann. En nær samstundis sjáum við það, að bát- urinn stefnir beint á allhátt klettanef og í stað þess að snarráður stjórnari hefði kannske varpað út legufærum, var skipað að fella segldruslurnar. Til þess var þó að sjálfsögðu enginn tími og renndi báturinn beint á kletta- nefið, en svo var djúpt þarna, að hann flaut alveg að og rak hnýfil í klöppina. Mér varð það fyrir að þrífa fangalínu og stökkva í land, með þeim ásetningi að halda í bátinn og samstundis stökk Jóhannes Stær á eftir mér, en talsverð alda var þama, sem þegar í stað kippti af okkur fangalínunni. Skildi nú þarna með okk- ur tveimur og bátsmönnum, er þegar hurfu okkur sjón- um. Heyrði ég einhvern kalla: „Við erum frá“ og síðan einhverjar fyrirbænir. Ekkert sáum við út úr augun- um fyrir snjókófi og vissum því ekki meir um afdrifin að sinni. Var þá næst fyrir að athuga hvar við værum staddir, en af því hafði ég litlar áhyggjur í bili, með fast land undir fótum, en var hinsvegar mjög kvíðinn um afdrif félaganna og átti áðurnefnt draumaragl mitt kannske einhvern þátt í því. Mér var því mikið í mun að komast ofan í fjöruna, ef ske kynni að unnt væri að veita að- stoð við landtökuna, en það töldum við víst, að bátinn mundi reka á land litlu innar og þá sennilega brotna, því brim var þarna nokkurt, þó komið væri langt inn eftir firði og eitthvert hlé af eyraroddanum áðurnefnda. Niður af klöppinni var vonlaust að fara; þar féll sjór í berg. Þá var að leita uppá-við og þar slútti snjóhengja

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.