Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 30
258 Heima Nr. 7-8 --------------------------------er bezt --------------------------- ganga inn í baðstofuna og kveðja foreldra sína, en bað Jóhann fyrir kveðju til þeirra. Og segir nú ekki af ferð Benedikts. Og í Árgerði gekk allt sinn vanagang eftir að Benedikt var lagður af stað. Jóhann gerði öll útiverkin'og hafði nóg að gera. Veður var sæmilegt um daginn, og nokkurt frost. Snjór var mikill á jörðu og sumt nýfallið. Er aldimmt var orðið um kvöldið fór Árgerðisfólk að vonast eftir Benedikt heim. En svo leið tíminn að Benedikt kom ekki, og fór fólkið að undrast um hann, því ekki.var hann vanur að slóra á bæjum, heldur koma beina leið heim frá rjúpunum. Þó datt fólkinu fyrst í hug að nú hefði Benedikt brugðið út af venju og tafið í Mildagarði eða Hlíðar- haga. Og er lengra leið á kvöldið og Benedikt kom ekki var farið á þessa bæi. En þar hafði Benedikt ekki komið. Þótti þá sýnt að eitthvað óvenjulegt tefði heim- komu hans. Voru nú orð send á næstu bæi og menn fengnir til leitar. Komu saman á milli 10—20 manns, er lögðu af stað í leitina. Tunglsljós var mikið og bjart og ekki hafði snjóað um daginn svo leitarmenn náðu strax slóð Benedikts frá því um morguninn. Vörðugil heitir heimasta gilið á Skjóldal að sunnan- verðu. Er það djúpt og bratt. Safnast í það mikil fönn og er þar mjög snjóflóðahætt og hlaupa þar snjóflóð á hverjum vetri og stundum fleiri á sama vetri. Nú röktu leitarmenn slóð Benedikts upp fjallsöxlina, og er þeir komu svo langt að þeir sáu í Vörðugil sáu þeir að snjóflóð hafði h'aupið þar fyrr um daginn. Greip þá strax ótti um að Benedikt hefði lent í snjó- flóðinu. Röktu þeir áfram slóð Benedikts, en hann hafði gengið hiklaust og án tafar, upp alla öxl og upp fjallsranann meðfram Vörðugili. Ofarlega við gilið lá slóðin út í gilið. En snjóflóðið hafði tekið sig upp rétt fyrir ofan og hurfu spor Benedikts í snjóflóðinu. Leitarmenn fóru nú út í gilið og athuguðu gilbarm- inn þar. En hvergi fundu þeir spor eftir Benedikt, upp úr gilinu. Hófu þeir þá dauðaleit um allt gilið og athuguðu jafnframt hvort nokkur slóð sæist neðar á gilbarmin- um. En hvergi sáu þeir spor, nema þessa einu slóð er þeir röktu fyrst út í gilið. Og hverei fundu þeir Bene- dikt. Hurfu þeir þá frá leitinni nokkru eftir miðnætti og heim til sín. En snemma um morguninn var aftur lagt af stað og voru nú 20—30 manns er tóku þátt í leitinni. Sáu þeir nú við dagsbirtuna far eftir aðra hendi Benedikts á skaflbrúninni ofan við snjóflóðið, má því telja víst að flóðið hafi farið af stað undan þunga Benedikts. Skammt fyrir neðan þann stað er Benedikt lagði út í gilið, er klettabelti lágt í gilinu, og einstakur steinn, er stóð upp úr. Rétt þar fyrir neðan fann Magnús Árna- son í Litla-Dal lík Benedikts. Var það á kafi í snjó- flóðinu, en þó lítill snjór ofan á því. Sár voru á höfð- inu og þótti einsýnt að hann hafði látizt samstundis og hann fékk þau. Lögðu nú leitarmenn af stað með líkið heim í Miklagarð. Anna móðir Benedikts lézt fjórum dögum síðar, og fóru þau mæðgin í eina og sömu gröf. Voru þau jörðuð í Miklagarði, við mikið fjölmenni. Benedikt var dugnaðarmaður og drengur hinn bezti. Var hann tvímælalaust mesta mannsefni sveitarinnar. Hann var einnig hverjum manni vinsælli. Erfimæli eftir hann ortu þeir hreppstjórarnir Benedikt á Hálsi og Davíð á Kroppi, Jóhannes bóndi í Miðhúsum, Páll frá Helgastöðum, Kristín Sigfúsdóttir, Jóhannes Jóhannes- son, Brautarholti og Þórhildur Júlíana Arnþórsdóttir. Mátti segja að öll sveitin syrgði fráfall hans. En hann varð því miður ekki grátinn úr Helju. M. H. Árnason. af gamla skólanum Bóndaríki bjó hún við og bar það framar vonum. Þó varla hefði flóarfrið fyrir illsku úr honum. Orðin var af elli bleik og því megið trúa. Hún fægði þessa ávallt eik er undir varð að búa. Þó falli í valinn fályndur flesta lítið varðar. En hér var kannske kjörviður, sem kalinn hné til jarðar. Björg í Dal.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.