Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 44
272 Heima Nr. 7-8
--------------------------------er bezt----------------------------
Carson — maðurinn frá sambandslögreglunni — gekk
inn í skrifstofuna og brosti í kampinn, um leið og
hann ýtti við Webb, hrökk hann upp.
Jessi deplaði augunum og horfði á manninn, sem
hann gat aðeins óljóst munað eftir. Carson fór úr regn-
kápunni, settist á stól Toms Winstons, þannig, að stol-
bakið vissi að honum, og bauð Jessa vindling.
„Það er helzt að sjá, að við séum einu hræðurnar,
sem á ról eru komnar í þessum bæ,“ sagði hann.
„Hvað er að frétta?“ spurði Jessi, sem var nú glað-
vaknaður og minntist hinnar löngu nætur, sem aðeins
hafði vakið honum vonbrigði.
„Símahringing,“ sagði Carson. „Ekki sérlega mikið
á henni að græða, en þó er þetta allt í áttina. Hallið
yður aftur á bak, lagsi. Takið þessu með ró. Við get-
um ekkert gert, ekki eins og er að minsta kosti svo að
þér getið rétt eins vel hlustað á það, sem ég hefi að
segja, meðan hann birtir aftur. Herra minn trúr, er
yður ekki kalt hérna? Það er bráðum kominn vetur.“
„Símtal?“
Carson sagði söguna eins og þeir í skrifstofunni í
Columbus höfðu sagt honum hana. Hann var léttur í
máli, sagði vel frá og gleymdi engu smáræði. Jessi
hlustaði á hann án þess að grípa fram í fyrir honum.
Þrír óeinkennisbúnir og tveir einkennisbúnir lög-
regluþjónar höfðu slegið hring um hús eitt í Columbus.
Þetta gerðist um eittleytið. Þeir höfðu ástæðu til að
ætla, að Helena Lamar væri þar. En svo reyndist ekki.
Þeir fundu þar fyrir aðra konu, nafnið skipti ekki máli,
og játaði hún, eftir að lögreglan hafði yfirheyrt hana í
klukkustund, að Helena Lamar hefði verið hjá henni.
Konan hélt því að sjálfsögðu fast fram, að hún hefði
ekki haft hugmynd um, að Helena Lamar hefði átt í
útistöðum við lögregluna, en þótt svo væri, var engin
ástæða til, að hún yrði bendluð við það mál. Hún
vildi gjarna hjálpa lögreglunni, sagði hún. Llelena
Lamar hafði haft sig á burtu að minsta kosti klukku-
stund áður en lögreglan kom á vettvang. Hún þurfti
líka að fá sér bíl. Konan sór og sárt við lagði, að hún
hefði ekki hugmynd um, hvort Helena hefði gert þetta
hvort tveggja eða hætt við allt saman. Síðan hafði hún
ekki orðið hennar vör.
Þessar upplýsingar vöktu geysilega athygli, og var
nú allt sett á annan endann í Columbus og nágrenni,
en Carson taldi fyrir sitt leyti, að á þessu væri lítið
að græða nema símahringingunni. Hún hefur orðið að
ná tali af Griffin. Það var auðsætt. Hún var hyggnari
en svo að síma úr húsi góðrar vinkonu sinnar. Og hvað
var svo næst?
„Hún hefir hringt frá útisíma,“ sagði Jessi.
„Við munum brátt komast að raun um það. Ham-
ingjan má vita, hve mörg utanbæjarsamtöl hafa farið
fram urn þetta leyti nætur í Columbus, en þau verða
öll athuguð.“
„Viðtölin við Indianapolis--------“
Carson brosti og blés frá sér reyknum. „Já, þeir
athuga þau, lögregluforingi.“
Jessa varð hugsað um, hve óendanlega margar ástæð-
ur gætu verið til þess að síminn væri notaður um mið-
nætti og hringt væri til einhvers í þrjúhundruð kíló-
metra fjarlægð. Skap hans skánaði svolítið, er honum
varð hugsað um allan þann tíma, er þeir mundu vera
að rannsaka þetta. Hér var þó algert iðjuleysi. En það
fór hrollur um hann: Hvernig notaði svo Glenn Griffin
tímann, og hvernig hafði hann notað allan þennan tíma
frá því hann slapp?
Það var sem Carson læsi hugsanir hans. „Það kemur
mér ekki við, Webb. Og hafið hemil á mér, ef ég
fer villur vegar, en er þetta mál ekki orðið yður nokk-
uð persónulegt? Er yður það ekki huglægra en venju-
legt er um mál sem þessi?“
Jessi brosti. Hann gat logið að sjálfum sér: hann
gat lagað sannleikann ögn í hendi sér eins og hann
hafði gert, er hann talaði við Katrínu. En persónuleg
hvöt hans eða vinnuáhugi gat skýrt tilfinningar hans.
„Þetta er býsna flókið,“ sagði hann. Og svo bætti hann
við með tilliti til Carsons sjálfs: „Ég hef grun um,
að Griffin sé eins mikið í mun að klófesta mig og mér
hann. Þetta er að vísu aðeins grunur. Ég kjálkabraut
hann eitt sinn. Hann hefði sennilega ekki erft það við
mig, ef ég hefði skotið hann, sært hann með kúlu. En
Griffin er dálítið sér. Sjálfsagt erum við allir meira
eða minna sérvitrir, en ungir menn, á borð við hann,
■eru fullir af hvers konar dellu, og það er hættulegra.
Hann er laglegur náungi, og ef til vill dálítið hégóm-
legur. Hann lék af hjartans list, er mál hans var fyrir
dómstólunum. Og þér megið bóka það, að hvar sem
hann er, mun hann leika vel hlutverk sitt.“
Carson kinkaði kolli og tók líka að ræða málið,
enda gat það drepið tímann, unz ný fregn kæmi frá
Columbus eða símstöðinni. „Þér segið, að hver hafi
sína keipa og kenjar, en sálarlíf glæpamannsins er ekki
eins og sálarlíf annarra. Það er merkilegt, að þér
skulið einmitt hafa áhuga á þessum mannlegu tiktúr-
um. Yfirborðsmanninn má alltaf lesa ofan í kjölinn, að
ég hygg. Hann getur að vísu verið skarpur, en hug-
myndaauðgi á hann ekki. Hann leikur alltaf eitthvert
hlutverkið, eins og þér segið. Hann er hraustur, en
hefir yndi af að sýna hreysti sína á áberandi hátt.... “
Glenn Griffin sat slyttislega á stólnum við borð-
endann og hafði yppt hattinum aftur á hnakka. Vind-
lingur lafði úr öðru munnviki hans. Nú hafði hann
ekki einu sinni fyrir því að sýna skammbyssuna, en
hún var á vísum stað, og Hank hafði aftur fengið sína
í hendur, en flíkaði henni heldur ekki. Hank stóð í
einu horni herbergisins, en á unglingslegu andliti hans
var ekki að sjá vott af þeirri reiði, sem Dan hugði
hann búa yfir síðan um kvöldið. Dan horfði á stórar,
freknóttar hendur sínar, sem hann hafði lagt fram á
borðið. Elenóra sat við hlið hans og þrýsti fæti sínum