Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 18
HÁKON GUÐMUNDSSON, hœztaréttarritari:
BlaZah í DÓMSMÁLUM
Eitt sinn þegar ég var á leið heim til mín í hálku um
úthverfi Reykjavíkur, veitti ég því athygli að nokkrir
verkamenn, sem bjuggust til heimferðar að lokinni
vinnu, voru að koma sér fyrir í farþegaskýli á palli
vörubifreiðar. Mér datt þá í hug atvik, sem gerðist í
desembermánuði 1950 við svipaðar aðstæður, og úr
varð hæstaréttarmál. Sú saga var á þessa leið.
Atvinnurekandi einn í Reykjavík, sem hafði margt
fólk í vinnu í starfstöð sinni, lét að jafnaði bifreið sína
flytja starfsfólkið til vinnustaðarins. Til flutninga þess-
ara notaði hann vörubifreið með pallskýli, og gekk
fólkið eftir tröppu upp á pallinn, en trappan, sem var
laus, var þá reist upp við afturenda bifreiðarinnar. Hinn
12. desember 1950 flutti bifreiðin að vanda nokkra
starfsmenn frystihússins til vinnu, og komu þeir í bif-
reiðina á Bræðraborgarstíg. Snjór var nokkur á jörðu
í þetta sinn og skreipt í spori. Hafði trappan verið reist
við afturenda bifreiðarinnar, eins og vant var. En svo
háttaði til, í þetta sinn a. m. k., að neðstu rimina vant-
aði á tröppuna. Þá voru hvorki krókar á henni að ofan
til stuðnings, né heldur broddar í kjálkum hennar að
neðanverðu, til varnar því, að hún rynni til. Nú bar
það við, að þegar ein starfsstúlkan steig upp í neðstu
rimina, þá rann trappan til. Skrapp hægri fótur stúlk-
unnar milli rimlanna og lenti harkalega á frosinni jörð-
inni. Stúlkan tók bakfall og var nærri dottin, en það
varð henni til bjargar, að handsterkur samstarfsmaður,
sem enn var utan bifreiðarinnar, greip til hennar og
varnaði falli. Stúlkan fékk þegar í stað þrautir í fót-
inn, og við rannsókn kom í ljós, að hún hafði hælbeins-
brotnað.
Stúlkan hélt því nú fram, að atvinnurekandinn bæri
ábyrgð á slysi þessu, þar sem það hefði hlotizt af ófull-
nægjandi útbúnaði á þeirri bifreið hans, sem flutti
fólkið. Gerði hún kröfu til 80 þús. króna bóta.
Atvinnurekandinn krafðizt hins vegar sýknu af bóta-
kröfu stúlkunnar. Hélt hann því fram, að síysið væri
hvorki að kenna ófullnægjandi umbúnaði á tækjum
hans, þ. e. bifreiðinni, né heldur hefði því valdið van-
gæzla starfsmanna hans. Var sannað í málinu, að verk-
stjóri atvinnurekandans hafði oft og einatt áminnt
starfsfólkið um það, að fara varlega, er það gengi upp
tröppuna. Kvað vinnuveitandinn að hér væri.aðeins um
hreina óhappatilviljun að ræða, og yrði því stúlkan
sjálf að bera allan skaðann.
Þau urðu úrslit máls þessa, bæði í héraði og Hæsta-
rétti, að talið var, að stiga þeim, er fólkið gekk eftir
upp á bifreiðina hefði verið áfátt, þar sem bæði vant-
aði í hann neðstu rimina og honum var auk þess hvorki
krækt að ofan í bifreiðina né nokkur viðspyrna í neðri
enda hans. Þá var og enginn annar viðbúnaður hafður
á stiganum til stuðnings, þótt hann væri, er slysið varð,
reistur á hálli jörð. Var aðstaða þessi og útbúnaður til
uppgöngu á bifreiðina að áliti dómstólanna alveg óhæfi-
legur. Þar sem ekki hafði þannig verið gætt þess ör-
yggis, sem kostur var á, var dæmt, að atvinnurekand-
inn væri bótaskyldur vegna slyssins, sem ekki yrði að
neinu rakið til óvarkárni af hálfu stúlku þeirrar, sem
fyrir því varð.
Stúlkan var 46 ára að aldri, er hún brotnaði. Trygg-
ingarlæknirinn mat örorku hennar 100% fyrstu þrjá
mánuði eftir slysið, en varanlega örorku taldi hann
verða 18% af hundraði. Með hliðsjón af þessari örorku
og öðrum þeim atriðum, sem taka bar tillit til, þótti
tjón stúlkunnar vegna örkumla hennar hæfilega metið
kr. 42.000.00. Þá voru henni og dæmdar kr. 6500.00 í
bætur fvrir þjáningu og kr. 430.00 til greiðslu á hrein-
um sjúkrakostnaði. Var atvinnurekandanum samkvæmt
þessu dæmt að greiða samtals kr. 48.930.00 og kr.
8000.00 í málskostnað fyrir báðum dómum.
Margt skeður á sæ, segir máltældð, og er það orð
að sönnu, enda eiga mörg dómsmál rætur sínar að rekja
til atvika á sjó; er og hér fyrir hendi eitt þeirra mála.
Samkvæmt dagbók vélbátsins Sæfinns frá Akureyri
fór hann í róður frá Grindavík kl. 6 að morgni hinn
20. marz 1953. En þegar verið var að leggja netin suð-
ur af Reykjanesi tveim kl. stundum síðar fór eitt netið
í skrúfu bátsins. Skrúfan var þá tekin úr sambandi og
netið skorið frá, en þegar skrúfan var sett í samband
aftur, sat það mikið eftir af netinu, að hún vann ekki
betur en svo, að hún rétt þokaði skipinu áfram. Þar
sem vindur var 4—5 stig af suðvestri og töluverður sjór,
þótti skipstjóra Sæfinns rétt að leita aðstoðar, og náði
hann sambandi við vélbátinn Hauk frá Ólafsfirði, sem
var að veiðum á nálægum slóðum. Haukur fór þegar
af stað, Sæfinni til hjálpar, og kom til hans kl. rúmlega
10. Báðu sldpverjar á Sæfinni Haukverja um drátt
norður fyrir Reykjanes. Sæfinnsmenn komu nú dráttar-
taug yfir í Hauk, og var Sæfinnur því næst dreginn
norður fyrir nesið. Þegar bátarnir komu út af Stóru
246 Heima er bezt