Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 37

Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 37
Nr. 7-8 Heima 265 --------------------------------er bezt---------------------------- fjöldi tilbrigða á einstökum vísum hér og þar í rímun- um; einkum var niðurlagserindi hverrar rímu oft sam- anrekið að dýrleika. Þannig endar ein ríma hjá Níelsi skálda: Skar Andvara farið far fjaraðan vara hara mar, bar að vara þara þar. — Þvari vara sparar svar. Mikinn orðafimleik sýndu menn í slíkum kveðskap, en sjaldan er þar um skáldskap að ræða. En öll þessi orðaleit og hugkvæmni hafði sitt gildi fyrir vöxt og viðgang málsins. Menn kunnu mörg orð yfir sama hugtak og auk þess mátti margfalda fjölbreytnina með notkun kenninga. Þannig óx orðauður manna þótt gangandi peningur félli í harðindum og lausafé gengi til þurrðar. Svo kvað Kolbeinn Jöklaraskáld: Geðið seður gleðinni hróður ljóða fyllir dáðum fróða þjóð fagnaðar um gróða slóð. F.n orðlistin gat einnig stutt menn til veraldargengis. Þrekaðir menn kváðu kjark í sig þegar mest á reyndi. Jón Bergmann sagði: Eg hef gengið grýtta slóð, glapinn lengi sýnum. Þó skal enginn harmahljóð heyra í strengjum mínum. Og skáldin áttu huggun í list sinni. Þannig mælir séra Hannes Bjarnason á Ríp: Úti þegar einn ég geng, engri þó með snilli, hróðrar tregan hörpustreng helzt ég rninn þá stilli. Á löngum kvöldvökum sat fólk í baðstofu við ullar- vinnu sína. Sú vinna var iðnaður þeitra tíma og fast sótt. En baðstofan var einnig þjóðleikhús fyrri alda. — Við lýsislampann situr rnaður og kveður við raust. Hans jafningja hvergi fann, hvorki á sjó né landi, hverri skepnu heims um rann haldinn ósigrandi. (Úlfa'rsrímur.) Orrustur geisa. Einvíg eru þreytt. Þar er elskað og hatað. Siglt er um öll höf og farið á hvert land. Rímur áttu að vera atburðamiklar og „spennandi“, og það voru þær oftast: Dristugt flokkar fengu þust, fast í helju rnargur batzt, hristist jörð við geiragust, gnast á röndum stálið hvasst. ■ (Reimarsrímur.) Hugur manns var hrifinn frá kyrrstöðu hversdagslífs inn í æsiveröld fornsagna og hetjuljóða. Ægileg tröll og ferlegar óvættir þreyta stríð við hetjur rímnanna. En rímnahetjan er sigursæl. Og heima bíður fegursta kona veraldar. Var svo dýrleg djásnaþöll dóttir Garða stjóra, dýrmætari ein en öll öðlings maktin stóra. (Göngu-Hrólfs rímur.) Slík voru tíðast yrkisefni rímnskálda, og að þeim féll rímnastíllinn bezt. Að vísu voru ortar rímur um allt mögulegt. Um skeið var ort margt rímna af ýms- um þáttum biblíunnar. Reyndar er þar að finna mjög söguleg efni, en einnig voru ortar rímur af Sýraksbók og fleira þess háttar. Biblíurímur og rímur um helga menn urðu aldrei vinsælar almennt. Til er landafræði í rímum og margan fróðleik settu menn í rímur. Nokkuð var ort af rímum út af samtíðaratburðum; algengastar eru hrakningarírnur, sem margar eru til og fræða okkur um sjósókn manna fyrr á tímum. Þá voru rímur einatt notaðar til háðs eða ádeilu og er til drjúgur flokkur þess háttar rímna frá ýmsum tímum. Um allar aldir voru því rímur fyrst og fremst sagna- skemmtun og braglist og veittu hentuga tilbreytni frá sögulestri og guðsorði. Framhald. Ur minnmgum . . . Framhald af bls. 241 --------—— --- ur á sveitarfélögin, en það varð til þess, að þessi þegn- skylduvinna hvarf úr sögunni. Ég hafði með höndum reikningshald og yfirumsjón þessara vegamála hér í dalnum um 20 ára skeið, frá 1909—29, en þá var brúin byggð hjá Árgerði. Voru þá liðin rétt 25 ár, frá því fyrst var hreyft á opinberum vettvangi brúargerð á Svarfaðardalsá á þeim stað. Við þessa vegagerð var unnið 10 stundir á dag, og hver einstaklingur lagði sér til verkfæri. Dagsverk fyrir hest og kerru var metið til jafns við manns dagsverk, og flest árin, að minnsta kosti fram um 1920, var dagsverkið metið á 2.50 kr. og mönnum gefinn kostur á að greiða í peningum, ef þeir kusu það einhverra hluta vegna heldur en að inna þegn- skylduvinnuna af hendi. Hver einstaklingur hafði sér- reikning, og svo var aðalreikingur hvert ár sendur landsverkfræðingi til úrskurðar og samþykktar. Vegar- stæðið að vestan er enn óbreytt, og var vegurinn fær bílum, þegar er þeir komu hér til sögunnar. Á þeim vegarkafla voru bygðar tvær timburbrýr, vfir Holtsá og Þverá, en nú hafa verið gerðar nýjar steinbrýr í þeirra stað.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.