Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 23
Nr. 7-8 Heima 251 -------------------------------- er bezt -------------------------- yfir. Leit því út um stund, sem við værum umluktir ófæru á alla vegu, en eftir nokkur átök tókst að brjótast upp úr hengjunni, með því að annar fór upp á axlir hins og náði handfestu, sem nægði til þess að koma báðum upp. Þegar upp kom, sá ekki handaskil fyrir kófi og hátt- myrkri, enda bálhvasst. Fljótlega þóttumst við sjá, að vonlaust mundi að komast ofan í fjöruna, með því að landið virtist hækka innar með sjónum og eins og síðar kom í Ijós, mátti lán heita að við hröpuðum ekki fyrir björg. Var því aðeins um eitt að gera, sem var það, að leita bæja okkur til bjargar og ef unnt væri, einnig félögum okkar á sjónum. Báðir vorum við að sjálfsögðu ókunnugir þama og þótt við hefðum heyrt Hjalteyri nefnda og séð af sjó, kom það að litlu haldi, enda ekki grunlausir um, að hér væri engin Hjalteyri, því traustið á sjómönnum okkar og ratvísi þeirra, var mjög farið að réna. Sennilegt þótti okkur að bæir stæðu skammt frá sjó og það vissum við, að ekki var afar langt á milli bæja á ströndinni, svo að við vorum bjartsýnir á afkomu okkar tveggja að minnsta kosti, þó við á hinn bóginn værum illa færir um að mæta langri útilegu, ef til þess hefði komið. Von bráðar komum við svo að girðingu, en girðing á þeim árum benti á nærveru bæjar. Með henni fórum við svo spölkorn í leit að hliði, því hlið gat helzt bent á rétta leið til bæjar þó engar sæjust göt- urnar og fundum við það bráðlega. Hinsvegar skorti okkur skilyrði til þess að vita hvort við væram að fara inn í eða út úr túngirðingu með því að fara gegnum hliðið (en túngirðing fannst okkur að þetta hlyti að vera). En á eitthvað varð að hætta og undanhaldið hægara, svo að í gegn fórum við og kom- um fljótlega að fjárhúsum. Þar með var okkur þá borg- ið. Ekki taldi ég það þó nóg, því mér fannst skylt að leita bæjar, ásamt hjálpar til handa skipbrotsmönnunum. Hinsvegar taldi Jóhannes það hið mesta óráð af okkur að yfirgefa hlý hús og leggja út í óvissuna og var hon- um vorkunn holdvotum og illa búnum, enda taldi rétti- lega, að þótt til manna næðist um hánótt í þessu veðri, yrði ekkert að gert fyrr en með morgninum og þá mundi fjármaður vitja kinda sinna. Ég var aftur á móti lítið blautur og allvel á mig kominn enda skildu hér leiðir, því ég lagði aftur út í sortann og óvissuna, en féllst fúslega á að Jóhannes settist að. Leitin að bænum tók þó skamma stund, því hann var ekki fjarri, svo að ég sneri við að vörmu spori og sótti Jóhannes. Það fyrsta sem ég sá við bæinn var sími og þótti mér það mikils vert, að geta látið vita um ferðir okkar og kannske auðveldað um hjálp við skipbrotsmennina. Nú var guðað á glugga og samstundis tekið undir. Sögðumst við vera skipbrotsmenn, er þyrftu liðveizlu. Bóndi kom út í einni svipan á nærldæðum einum og hleypti okkur inn. Sögðum við í fám orðum allar ástæð- ur og báðum aðstoðar. En þegar bóndi heyrði hvar við hefðum lent, sagði hann afdráttarlaust, að þar yrði engu við komið í nótt í slíku veðri og myrkri og skipaði okkur samstundis ofan í rúm. En því lofaði hann, að strax með birtu skyldi mannaður bátúr og mönnunum bjargað ef kostur væri; en óvíst taldi hann um afkomu, ef bátinn hefði rekið á land, með því að sjór félli þarna að háum björgum. Við þetta varð að una, því annars var ekki kostur. Þegar þarna var komið, var klukkan 3 um nóttina og höfðum við því verið 21 \/2 klst. á ferð og nálgazt áfangastaðinn Siglufjörð um spölinn frá Akureyri út að Fagraskógi, því bærinn sem við höfnuðum á var Fagriskógur og bóndinn Stefán Stefánsson alþingis- maður (eldri). Eyrin sem við beygðum fyrir, myndar Rauðuvíkina og strandstaðurinn var nyrzt undir svo- kölluðum Hillum. Morguninn eftir var versta veður, en eigi að síður stóð alþingismaðurinn við orð sín, mannaði bát og fór á strandstaðinn, en þar Iá báturinn við festar rétt við land og óskemmdur, því bátsmönnum hafði tekizt á síð- ustu stundu, að snúa honum frá landi með langri ár og kasta út „ankeri“. Líðan fólksins var samt ekki yfir meðallag, því allt var dautt og kalt, sem bátnum til- heyrði; engin eldspýta um borð, eftir að mínar fóru í land, enginn matarforði og allir meira eða minna votir. Um afdrif okkar Jóhannesar voru þau mjög uggandi. Hefðum við nú ekki komizt í land, eða ekki náð til bæja, er vandséð hvernig farið hefði fyrir bátsmönn- um, því engin ráð voru til að komast í land né að ná sambandi við aðra menn í því dimmviðri er var og hélzt næstu dægur. Var nú skipshöfnin flutt heim í Fagraskóg og nutum við þar ógleymanlegrar gestrisni og aðhlynningar, þar til veður leyfði að fá bát frá Hrísey, til að sækja fleyt- una okkar og fá gert við vélina. En hér skildi með mér og Siglfirðingunum, sem ég kvaddi með virktum, því ég ákvað að fara nú heldur landleiðina, með því að óvíst var hve langan tíma tæki að gera við bátinn, hvað svo sem sjóveðri og öðru liði. Dvöl mín í Fagraskógi, bæði dagana sem við strand- mennirnir dvöldum þar og hina sem ég tafði á baka- leiðinni, mun mér varla gleymast. Agætara heimili á allan hátt og skemmtilegra, mundi vandfundið. 5 af börnum Stefáns voru heima, en Davíð skáld (við höfð- um verið saman í skóla) lá þá rúmfastur með illkynj- aðan magakvilla, sem þó læknaðist, því betur, og sat ég löngum á tali við hann, mér til ánægju og honum ef til vill til einhverrar dægradvalar, því rúmliggjandi maður gerir oftast hóflegar kröfur í þessu efni, sé að- eins um einhverja tilbreytingu að ræða. Um borgun fyrir greiðann mátti ekki ræða. Svo vildi til, að maður þarna úr nágrenninu átti leið út í Fljótin um þessar mundir og sammæltist ég við hann, þótt ókunnugur væri eins og ég, því viðkunnan-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.