Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 40
268 Heima Nr. 7-8
--------------------------------er bezt----------------------------
fyllri sem vænta má, þar sem hún er skráð næstum sam-
tímis viðburðunum af heimamanni.
Helztu atriðin, er máli skipta úr frásögn Jóns, eru
þessi: 1) Þegar mokað var ofan í gröf Bjarna Gíslasonar
varð eftir mold og eitthvað af beinum. 2) Hann lýsir
umbúnaði iíkanna í kistunni svo, að dúnkoddi hafi ver-
ið iagður undir höfuð líks þess, sem virtist vera af karl-
manni allstórum og um það sveipað áklæði eða ábreiðu:
Afskiptum Benedikts lýsir Jón svo:
Benedikt hafði ekki verið heima, þegar þeir atburðir
gerðust, sem hér hefur verið skýrt frá, en kom heim um
nýjársleytið eða skömmu eftir áramótin. Var honum
þegar sagt frá reimleikanum og beðinn að leggja gott
til, svo að úr bættist. Svaraði Benedikt fáu, en lét þegar
daginn eftir aðgæta leiði Bjarna heitins; kom þá í Ijós,
að eitthvað af mannabeinum hafði orðið eftir í moldinni
umhverfis leiðið. Voru þau nú öll tínd vandlega saman,
og gerði Benedikt holu ofan í leiðið og byrgði vandlega
yfir. Eitt kvöld skömmu síðar gekk Benedikt einsamall
fram og var alllengi úti. Fór mönnum að lengja eftir
honum og var farið að grennslast um hann. Þegar út var
komið, var Benedikt að koma út um kirkjugarðinum,
en ekkert gat hann um, hverra erinda hann hafði þang-
að farið.
Við þetta bætti Jón, að hann hefði átt tal um þetta
við Benedikt. Staðfesti hann það, sem hér hefur verið
sagt um mannabeinin og bætti því við, að gamall maður
(þ. e. hann sjálfur) hefði lesið gott guðsorð og beðið
bæn á leiðinu, og hefði við það tekið fyrir reimleikana.
Fólk í Óafsfirði og víðar trúði því að Benedikt hafi
kveðið drauginn á Kvíabekk niður með mergjuðum vís-
um, eða þá með guðsorðalestri og bænagjörð á leiðinu,
og gengu um þetta ýmsar sögur. Ein sagan segir að
hann hafi kveðið drauginn niður með þessari meinlausu
vísu:
Þú, sem hræðir börnin blíð,
brúka ei slíka siði.
Vertu kyrr’, hjá látnum lýð
láttu hina í friði.
í febrúar 1920, rúmlega tveimur mánuðum eftir þessa
atburði, hitti ég Benedikt og spurði hann meðal annars
um reimleikana á Kvíabekk og þátt hans til að afstýra
þeim. Hann viðurkenndi, að hann hefði lesið guðsorð
og beðið bæn á leiðinu. „En því trúi ég varla, að mín
fátæklegu orð hafi megnað að stöðva þau öfl, sem þar
voru að verki, þó svo undarlega virtist bregða við,“
sagði Benedikt að lokum.
Ég hef nú dregið hér fram það helzta, sem ég man
um Benedikt. Hér verður því numið staðar og hætt frá-
söcrnum af Benedikt barnakennara.
O
Minning hans lengi lifi.
Guðlaugur Sigurðsson.
Sögulegur fjallvegur
Framhald af bls. 245. ----------------------------
gista í Stykkishólmi, því að veðurútlit var þannig, að
vel gat snjóað um nóttina, og þá gat leiðin yfir fjallið
orðið ófær.
Er mér það í minni að Jón kemur heim til mín í
Stykkishólmi um kl. 8 um kvöldið og vill lítið stanza.
Segist hann verða að hafa hraðann á suður yfir, því
að fjallið geti lokazt, ef snjókoma yxði um nóttina.
Hann tefur því lítið og ekur af stað suður.
Frá Stykkishólmi upp undir skarðsbrúnina eru um
20 km. og var það þá sæmilegur bílvegur. En þar sem
leiðin lá upp í skarðið, var gilfarvegur gamall, sem
Fura (Þverá?) nefnist, en þar fyrir ofan taka við bratt-
ar sneiðar inn á brúnina. Ér efri sneiðin mjög brött og
var þá grýtt og erfið bílum.
----Jón ekur nú eins og leið liggur um Þórsnesið
og upp Helgafellssveitina um Skeið og Stórholt. Hann
ekur fremur hratt, eða eins hratt og vegurinn leyfði.
Gerist nú ekkert sögulegt fyrr en hann kemur að Furu.
Gilfarvegurinn var grýttur mjög, en mjór, ruddur veg-
ur yfir hann. Jón ekur enn allhratt, og þá er hann
kemur að Furu og er að hægja á sér, lítur hann allt í
einu mann í götunni rétt fyrir framan bílinn og finnst
sem hann aki á hann. Með snöggu átaki reynir Jón að
forða slysi og stýrir bílnum út í urðina. Hann drepur
um leið á bílnum og stekkur út. Býst hann við að sjá
manninn liggja slasaðan í götunni, en þar var þá
enginn maður. Brá Jóni nú mjög og greip hann hræðsla.
Niðamyrkur var á og enginn bær nærri. Snarast Jón
nú aftur inn í bílinn og tekst að „bakka“ honum aftur
inn á götuna. Hann kveikir síðan ljósin og ekur hratt
af stað. Lítið ljós var í mæliborðinu og því sæmilega
bjart í stýrishúsinu, en aðeins dauf skíma aftur í
bílnum.
Jón ekur nú eins og leið liggur upp í sneiðarnar og
uggir ekki að sér, en með hrollkenndum kvíða hugsar
hann til efri sneiðarinnar og dysjanna. Hann hafði ekki
náð sér að fullu eftir „ákeyrslunaa.
Verður honum nú litið til hliðar og sér þá mann
sitjandi í framsætinu, í dökkum fötum með hvítt um
hálsinn. Ekki virtist maðurinn veita Jóni neina athygli.
Greip nú Jón ofsahræðsla, og getur hann ekki gert
sér þess neina grein, hvernig honum gekk upp sneiðina.
Þegar upp kom í skarðið, situr maðurinn enn í sætinu.
Verður Jóni þá litið aftur í bílinn og sýnist þar hvert
sæti skipað, — og glórði óglöggt í andlit farþeganna
í daufri skímunni. Allir sátu hljóðir og hreyfingar-
lausir að öðru en því, að höfuð farþeganna rugguðu
eftir hreyfingum bílsins, og voru þeir æði hálsliða-
mjúkir. Við þetta allt brá Jóni svo, að hann missti
næstum stjórn á sér.
Fram undan lágu greiðfærir melar og ekur hann nú