Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 15
/ Ljósufjöll. og tröllaukin kona að sjá neðan frá þjóðveginum. — Hin sagan er meir blönduð „rómantík“, en lýsir þó vel höfuðeinkennum trölla í íslenzkri þjóðtrú, — tryggðinni, trúmennskunni, ásamt barnalegri grunn- hyggni. Er sú saga þannig sögð: í Ljósufjöllum bjó ung og vænleg tröllamær. Hún var leynilega heitin tröllasveini „undan Jökli“. Heimili hans var framan undir Snæfellsjökli. Eitt fagurt vor- kvöld um sólarlagsbil byrjar tröllkonan unga för sína vestur á Fróðárheiði á stefnumót. En þar höfðu þau oftlega hitzt um óttuskeið. Er hún kemur á eystri fjallsbrúnina og ætlar að stika vestur yfir skarðið, þá hittist svo á, að Þangbrandur kristniboði er á leiðinni yfir fjallið og sér hana á fjallsbrúninni. Brá hann þá á loft krossmarki litlu, en frá því stafaði kraftur svo mikill að tröllkonan unga má hvergi fram komast. Verður hún því að nema staðar þarna á fjallsbrúninni. En nú hafði hún heitið því að hitta unnustann vestur á Fróðárheiði um óttuskeið, og því loforði vildi hún ekki bregðast, „því að það er ekki siður vor trölla“, segir tröllkonan sjálf í sögunni, „að svíkja loforð vor“. Hún þraukar því þarna á fjallsbrúninni og revnir að komast leiðar sinnar, en Þangbrandur víkur ekki af veginum, en fram hjá krossmarkinu gat hún ekki kom- izt. Vornóttin er stutt. Fyrr en varir skín sólin á fjalls- brúnina og flagðið unga, sem samstundis varð að steini.-------- Aldrei missir þjóðsagan marks. Ekkert getur frem- ur fengið unga menn og konur, til að gleyma stund og stað, en aurahyggja og ástir. Ef til vill eru þetta sterkustu og frumlegustu þættir mannsins. Fyrir þessa sterku þætti mannlífsins varð tröllkonan að steini. Tíminn er fljótur að líða þegar gróðavon eða ásta- fundur hefur gagntekið hugann. Oft speglar þjóðsag- an dýpstu rök mannlegs lífs.--------- Á fjallsbrúninni við þjóðveginn hefur svo tröllkonan staðið um aldaraðir og gefið fjallveginum sitt óvirðu- lega kerlingarnafn. Nálægt nyrðri skarðsbrúninni eru dysjar tvær, við þjóðveginn allskammt hvor frá annarri. Um dysjar þessar er eftirfarandi þjóðsaga: Smalar tveir, annar frá Hjarðarfelli, en hinn frá Hrauni í Helgafellssveit (Berserkjahrauni), áttust illt við þarna í skarðinu og léku hvorn annan svo grátt, að báðir voru nær dauða en lífi, er að þeim var komið. Þeir máttu þó mæla. Báðu þeir þess, að þeir yrðu dysj- aðir þétt við þjóðveginn, helzt þannig, að annar sæi suður af en hinn norður af. Var þetta gert að ósk þeirra. Þegar ég fór fyrst yfir Kerlingarskarð, vorið 1917, skoðaði ég þessar dysjar. Eru þetta allvænir grjóthaugar og lá þá mikið af nýhreyfðu grjóti utan á dysjunum. Var sú þjóðtrú þá enn í nokkrum metum hjá mörgu ferðafólki, að skylt væri að kasta þremur steinum í hvora dys, er um veginn var farið. Mátti greinilega sjá vorið 1917, að þá hafði nýlega mötgum steinum verið í dysjarnar fleygt.------- í þjóðtrúnni höfðu þessi steinköst tvenns konar merkingu. Önnur var sú, að kasta bæri steinunum í refsingarskyni, sbr. að kasta steini að einhverjum, — en hin var fegurri og á rætur sínar í katólskri kenningu. Heima er bezt 243

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.