Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 29
Nr. 7-8 Heima 257
------------------------------— er bezt----------------------------
um daginn. 7.—12. júní norðanstormur og kuldi. En þá
fór ögn að hlýna.
6. júlí snjóaði ofan í á austan Eyjafjarðarár.
18. ágúst snjóaði ofan fyrir efri bæi. 22. ágúst snjóaði
um kvöldið svo alhvítt varð. 30. ágúst mikil frosthéla.
10. september snjóaði mikið í fjöll og daladrög. En
seinni part september og í október var sæmileg haust-
veðrátta.
Spretta var þetta sumar afarrýr á túnum og engjum.
Þá gengu mislingar uin sumarið og komu á flesta bæi
og þar sem flestir voru undir þeim, ungír og gamlir,
varð þetta mesti vágestur, er tafði mjög heyskapinn.
Varð heyskapur mjög rýr og fyrningar engar frá
fyrra ári. Þá voru girðingar engar komnar svo örðugt
varð um haustið að halda yngra fé, fráfærnalömbum og
veturgömlu, í heimahögum, ef ekki var hýst. En vegna
hins rýra heyskapar drógu menn eins lengi og þeir sáu
sér fært, að taka fé á hús. En þetta hafði þær afleiðing-
ar að nokkuð tapaðist til dalanna aftur af sauðfénu.
í nóvember fóru að koma hríðar og fóru bændur þá
að hirða fé sitt í hús.
15. nóvember var kominn allmikill snjór en þó
flekkótt í byggð. Hafði þá verið hríðarslitur undan-
farið og dimmt til dalanna og ekki leitarveður í dölum.
En þann 15. var bjart veður og þítt um morguninn.
Snemma um morguninn lögðu menn upp frá Miklagarði
til leitar á Skjóldal.
Einn í þeim hóp var unglingspiltur um tvítugt Ólaf-
ur Stefánsson vinnumaður Ketils bónda Sigurðssonar
í Miklagarði. Stefán Ólafsson faðir Ólafs var þekktur
maður á Norðurlandi fyrir röskleika sinn að elta uppi
og drepa tófur. Fékk hann af því viðurnefni „Tófu-
Stefán“, eða Stefán „tófusprengur". Ólafur var rösk-
Ieikamaður eins og faðir hans og mannsefni gott.
Eftirleitarmenn skiptu nú liði sínu á dalinn. Fóru
tveir eða þrír upp að heiman, en tveir fram í dalbotn-
inn, og var Ólafur annar en hinn var Friðrik Abra-
hamsson frá Hlíðarhaga. Hann fór fáum árum síðar
til Ameríku.
Þá er þeir Ólafur komu fremst í dalsdragið, er geng-
ur til suðvesturs sneru þeir við, var þá orðið fullbjart
af degi fyrir nokkru. Gengu þeir nú heim Krókinn og
gengu saman og fóru ofarlega.
Er þeir komu út að Litlu-Skál, var Ólafur aðeins á
undan, og tók á sprett út á fönnina, er var í Skálinni,
en er hann var kominn lítinn spöl út á fönnina, og
Friðrik er að stíga fyrstu sporin út á fönnina, springur
snjórinn fram og tekur Ólaf með sér. Friðrik lenti
einnig í flóðröndinni en stöðvaðist þó fljótt, og var þá
ekki alveg í kafi svo hann gat fljótt Iosað sig. Var hann
allþrekaður en þó ómeiddur. Heyrðist honum hann
heyra köll frá Ólafi, en sá brátt að hann mundi hafa
borizt fram af Skálarbrúninni, en þar tóku við margra
mannhæða háir klettar. Og var því lítil von um það
að Ólafur væri lifandi. Leitaði Friðrik um stund í
flóðinu, en tók þá á rás og heim allan dal til að leita
hjálpar.
Kom hann að Miklagarði fyrir rökkursbyrjun. Varð
heimafólki, og þó einkum Stefaníu, systur Ólafs, hverft
við þessi hörmulegu tíðindi.
Var nú mönnum safnað í skyndi á næstu bæjum og
hélt að stuttri stund liðinni fjölmennur hópur fram
dalinn. Höfðu þeir með sér verkfæri til moksturs, rekur
og pála.
Snjóflóðið fyrir neðan klettana var breitt og mikið
um sig. Var því um stórt svæði að ræða er þurfti að
leita. Eftir mikið erfiði fundu þeir líkið. Var það föð-
urbróðir Ólafs, Gísli sterki Ólafsson, er fann frænda
sinn. Var það um miðja nótt er þeir fundu líkið. Þó
lítið sæist á líkinu voru þeir ekki í vafa um það, að
Ólafur hefði dáið er hann barst fram af klettunum. Var
nú líkið borið heim allan dal um nóttina og komið
heim að Miklagarði um dagrenningu. Ketill bóndi lét
strax sækja lækni og staðfesti hann þá skoðun heima-
fólks og leitarmanna að Ólafur væri dáinn.
Ólafur var jarðsunginn í Miklagarði 27. nóvember.
Var það fjölmennur hópur er fylgdi þessum unga efnis-
manni til grafar.
Þrjátíu og einu ári síðar, 15. nóvember 1913, fór
Benedikt Friðfinnsson í Árgerði til rjúpna á Skjóldal.
í Árgerði bjó þá faðir hans, Friðfinnur Sigurðsson, og
kona hans Anna Jóhannsdóttir. Var Anna búin að liggja
lengi, þungt haldin af berklaveiki, og nú dauðvona.
Veturinn áður, 7. marz, misstu þau hjón Maríu dóttur
sína úr berklum. Var María á sextánda ári og hin
mesta efnisstúlka.
Árgerðisbræður, Benedikt og Jóhann, tvíburar, höfðu
stundað allmikið rjúpnaveiðar, en voru búnir að ákveða
að hætta þeim algjörlega. Þó skyldi Jóhann fara einn
dag og eyða þeim skotfærum er þeir áttu. Fór hann
svo á veiðar en sá lítið af rjúpum og eyddi ekki öllum
skotfærunum, og átti nú veiðiferðum þeirra bræðra að
vera Iokið.
En um morguninn 15. nóvember kom Benedikt, er
hirti sauðféð, til Jóhanns en hann var við fjósverkin,
og sagðist nú fara til rjúpnaveiða og eyða þeim skotum
er eftir væru. Jóhann mótmælti því að Benedikt færi og
taldi sjálfsagt að þeir létu standa við það, er þeir voru
búnir að ákveða.
En Benedikt varð ekki talinn af ferðinni, en varð
því ákafari er þeir ræddu þetta lengur. Bað hann Jó-
hann að tefja sig ekki lengur heldur hjálpa sér til að
búast í ferðina, svo hann gæti komizt sem fyrst á
rjúpnaslóðirnar. Sá Jóhann þá að þess var enginn kostur
að telja Benedikt hughvarf og gekk því að verki að
búa hann af stað.
Það var föst regla þeirra bræðra að kveðja ætíð for-
eldra sína áður en þeir fóru að heiman, og eins þó
þeir færu aðeins til næstu bæja. En nú flýtti Benedikt
sér svo mikið af stað, að hann gaf sér ekki tíma til að