Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.07.1956, Blaðsíða 34
JÓH. ÁSGEIRSSON: Sag nir úr eturinn 1884 var harður í Dalasýslu, fannir miklar og Hvammsfjörður ísi lagður. Þá urðu tveir menn úti í héraðinu. Annar úr Laxárdalnum, en hinn frá Köldukinn í Haukadal. GEKK YFIR FJÓSIÐ Þá var það 2. febrúar, þennan vetur, að olíu þraut til Ijósmetis hjá Agli Benediktssyni, sem þá bjó í Köldukinn í Haukadal. Er svo frá sagt, að hann hafi farið fyrri hluta dags, eða fyrir hádegi ofan að Þorbergsstöðum í Laxárdal, til þess að sækja olíu. Þá bjó á Þorbergsstöðum Kristján Tómasson, hrepp- stjóri, og átti fyrir konu Ásu Egilsdóttur, móður Egils í Köldukinn, er hún átti með Benedikt miðmanni sín- um, því hún var þrígift. Skömmu eftir að Egill var farinn að heiman, tók loft að þykkna og veðurútlit að spillast. Og eftir stuttan tíma var komin sótsvört norðan hríð. Ekki er vitað með vissu, hversu margt fólk hefur þá verið í Köldukinn, en karlmaður mun þó hafa verið á heimilinu annar en Egill, og svo tvö ung börn þeirra hjóna. Kona Egils hét Margrét Guðmundsdóttir, frá Snóksdal, hálfsystir Kristjáns Tómassonar, hreppstjóra, á Þorbergsstöðum. Þegar líða tók á daginn, fór Margrét að vonast eftir manni sínum heim á hverri stundu, því hún treysti á það, að hann mundi rata á meðan dagsbirtunnar naut við. En svo leið dagurinn og nóttin að EgiII kom ekki heim. Var Margrét þá orðin óróleg, en huggaði sig við það, að hann hefði aldrei neitt frá Þorbergsstöðum farið. Daginn eftir var komið sæmilegt veður og mun Margrét þá hafa sent mann þann sem þar var, niður að Þorbergsstöðum. Þegar þangað kom frétti hann að Egill hefði þar lítið staðið við daginn áður. Var þá strax brugðið við og fóru menn þegar að leita hans. Komu þeir þá brátt á harðspora hans í snjónum, því frostlítið var fyrst, en síðan herti frostið um nóttina. Sáu þeir þá,að hann hafði gengið rétt hjá bæjargafl- inum í Köldukinn og yfir fjósið. Þaðan hafði hann Dalasýslu svo haldið áfram fram undir fjárhúsin á Vatni og er það um tveggja km. leið frá Köldukinn. Þar hafði hann snúið við og gengið alla leið niður í Lækjarskógstungu og síðast fundu þeir hann við Gálghamar, sem er hár klettur suður við Haukadalsá. DRAUMURINN Svo var það þennan sama vetur, seint á útmánuðum, að séra Jón Guttormsson í Hjarðarholti í Laxárdal, fékk Benedikt nokkurn Jónsson, frá Fjósum, til þess að fará norður á Borðeyri fyrir sig, að sækja reyktóbak og eldspýtur. Benedikt þessi var oft á ferðinni, bæði fyrir sig og aðra. Og sérstaklega eftir að hann varð ekkjumaður. Ekki veit sá er þetta ritar, hvað kona hans hefur heitið, en tvö börn munu þau hafa átt: Jóhannes að nafni og Jónbjörgu. Jónbjörg giftist Jóhanni ísleifssyni, og voru þau lengi vinnuhjú hjá Daða Halldórssyni, bónda á Dönustöðum í Laxárdal. Leið Benedikts lá fram Laxárdal og norður yfir Laxárdalsheiði. Og mun sú vegalengd, frá Hjarðarholti til Borðeyrar, vera frá 30—35 km. Þá var enginn vegur eða leiðarvísir yfir Laxárdalsheiði, annar en nokkrar vörður vestan til á heiðinni. Engar fregnir hafa borizt um það, hvernig Benedikt hefur hagað ferð sinni, en daginn eftir, að hann fór af stað norður gerði norðan byl með kvöldinu. Og svo liðu nokkrir dagar að ekki kom Benedikt. Voru menn þá fengnir til þess að leita. En það bar engan árangur, Benedikt fannst ekki. En svo var það löngu seinna, eftir 15—20 ár, að Dagbjört Jóhannesdóttir á Giljalandi í Haukadal, kona Odds Sólmundarsonar fór til grasa, norður á fjalls- brúnina, fyrir ofan Giljaland. Hundur var með he;nni og tók hún eftir því, að hann var að snuðra þar í móabarði einu, skammt frá, er hún var að grasa. Henni dettur þá í hug, að ganga norður í barðið og aðgæta, hvort nokkuð sé þar, sem vert væri að sjá —. Sér hún þá að þar er beinahrúga og sýnist henni að það muni mannabein vera. Enn fremur tók hún eftir því, að mikið var þar af eldspýtum og einhverju, sem líktist helzt reyktóbaki, en allt orðið mosavaxið. Dett- ur henni þá í hug, að einhvern tíma hafi hún heyrt eitthvað um það, að maður að nafni Benedikt hafi 262 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.