Heima er bezt - 01.10.1957, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.10.1957, Qupperneq 26
SKÁKÞÁTTUH eftir Friðrik Ólafsson í síðasta þaétti tókum við til meðferðar eitt af grund- vallaratriðum skákarinnar, þ. e. mátsetningu með hrók. Við athugun kom fljótlega í ljós, að hrókurinn var ekki einfær um þetta, en með aðstoð Hans hátignar sóttist verkið bæði vel og auðveldlega. Hvíti kóngurinn leit- aði einungis andspænis við hinn svarta kollega sinn og rak hann síðan út á jaðarinn með aðstoð hróksins. Ég tel nú ekki þörf á að kenna mátsetningu með drottningu, því að hún er háð hinum sömu lögmálum og drepið er á hér að framan. Næsta viðfangsefni okkar er þá biskuparnir tveir, og ættu þeir heldur ekki að reyn- ast okkur erfiðir viðureignar. Við stillum nú fómar- dýrinu, svarta kónginum, í einhverja hagkvæma stöðu og sjáum síðan, hvaða brögðum andstæðingurinn beitir við tortímingu hans. 1. Kb2 (sameinaðir ráða biskuparnir yfir öllum lín- um á borðinu, en þeir eru hjálparvana án kóngsins). 1. —Kd. 2. Bc2,—Ke3. 3. Kc3 (smám saman þrengist hringurinn um svarta kónginn. Vandinn er allur sá, að hrekja hann inn í eitt hinna fjögurra horna, og eru þá dagar hans taldir). 3. —Kf3. 4. Kd4—Kg4. 5. Bel—Kf3. 6. Bd3 (gæta verður þess vel, að kóngurinn fái hvergi glufu). 6. —Kf4. 7. Be4 (og enn þrengist hringurinn). 7. — Kg5. 8. Ke5—Kg4. 9. Bf2 (allt tekur þetta sinn tíma, en „þolinmæði þrautir vinnur allar“). 9. — Kg5. 10. Bf5 S VART A 6 c 0 « a»co* * a m H V í T T Stöðumynd I. —Kh6 (nú er kóngurinn kominn út á jaðarinn, og á þá einungis eftir að reka hann upp í hom). 11. Kf6—Kh5. 12. Be6-Kh6. 13. Bg4-Kh7. 14. Kf7-Kh6. 15. Be3t- Kh7, og nú kemur mátið í öðrum leik. í næsta þætti fer málið heldur að vandast, því að þá ber okkur niður á biskup og riddara. Riddarinn, þessi stuttfótur, er ekki jafn skrefalangur og samverkattiaður hans, biskupinn, og hefur þetta ýmsa erfiðleika í för með sér. En við gerum okkur ekki neinar grillur út af þessu að sinni og látum áhyggjurnar bíða næsta þáttar. Fr. Ól. HEILABROT eftir Xophonias Pétursson 1. Kona nokkur seldi grannkonu sinni helming eggja þeirra, er hún átti, og hálft egg betur. Síðan seldi hún annarri konu helminginn af því, sem hún átti þá eftir, og hálft egg betur. I þriðja sinni gerði hún enn sömu verzlun, og þá átti hún aðeins 3 egg eftir. Ekkert egg skar hún í sundur. Hve mörg egg átti hún upphaflega? 2. Tveir ferðamenn voru setztir niður til að matast. Bar þá að hinn þriðja, er bað þá að selja sér mat. Sig- urður átti 5 kökur en Ásgeir 3. Þeir átu allir þrír jafnt af þessum 8 kökum. Að skilnaði lagði aðkomumaðurinn 8 skildinga á stein og bað þá að skipta þeim rétt milli sín. Sigurður vildi þá taka 5 skildinga en láta Ásgeir hafa 3, eftir því, hve margar kökur hver átti, en Ásgeir áleit, að peningarnir yrðu að skiptast, af því að allir hefðu etið jafn mikið. Hinn aðkomni maður mælti þá: „Sigurður á að fá 7 skildinga en Ásgeir 1 skilding.“ Var það rétt? 3. Orðhvatur maður spurði eitt sinn í veizlu þann, er næstur honum sat: „Hve gamall ert þú, faðir þinn og afi þinn?“ Þeim, sem spurður var, þótti spurningin óþörf og svaraði henni þannig: „Það er vel hægt að reikna út. Við feðgarnir eru til samans 54 ára, faðir minn og afi eru 109 ára, og afi minn og ég erum 85 ára.“ Hve gamall var hver þeirra? Úr Þórarinsbókinni, útg. 1874. 346 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.