Heima er bezt - 01.01.1958, Síða 10
námunda við skálann sáum við hina síðustu gangna-
menn á undan okkur léggja frá skálanum. En við náð-
um aðalgangnamönnum í Afangaflá, þar sem jafnan
er áð og matazt. Við höfðum jafnan riðið greitt, en
hinir farið sér hægt.
Veður var hið indælasta, logn og bjartviðri.
í Áfangaflánni áttu því að vera mættir — á þeim ár-
um — 41 gangnamaður, því þá voru jafnan 44, sem í
Þjófadalagöngur fóru, en þar af 3 undanreiðarmenn,
sem fóru 2 dögum fyrr.
Er lagt var upp frá Áfangaflá, voru trússahestar rekn-
ir. Riðu þá sumir á undan, en aðrir ráku hestana. Var ég
einn þeirra, sem á undan fór, en jafnan fylgdi minn
„trússari“, því þeir bræður vildu aldrei skilja.
„Átján öldur undir Sand
eru frá Sauðafelli11
segir í vísunni.
Ekki veit ég um tölu á þeim. En þetta eru gróður-
litlar sandöldur með allbröttum brekkum móti austri.
Nú var farið hægt, svo hestar yrðu ósveittir undir nótt-
ina, enda óspart „tekið Iagið“. Við komum í albjörtu
í Áfanga í Seyðisárdrögum. Þá var sprett af hestum
og þeir fluttir og heftir, slegið tjöldum og búið um
sig. Reiðingarnir ætlaðir fyrir undirsæng, en hnakkur-
inn fyrir kodda, og brekán eða yfirhafnir fyrir yfir-
sængur. Svo fóru „prímusarnir“ að suða. Sumir gangna-
menn tóku að kveða. Aðrir tóku til nestis síns. Engum
datt í hug að fara að sofa fyrr en einhvern tíma nætur.
Svo byrjaði hestavakt, er dimma tók. Vaktin var ákveð-
inn tíma á tjald eftir mannfjölda þar, og höfðu hana
tveir og tveir í einu, hálftíma eða svo.
Eitt sinn vakti Jón Sigurðsson (Gilhaga-Jón), sem
var skagfirzkur, okkur með þessari stöku:
Menn að vanda vaknið þið
— vot er fjandans mýrin.
Ókyr standa ána við
ötul banda dýrin. (1915).
Sumir fóru í bændaglímu. Aðrir buðu hnífakaup,
úrakaup eða buddukaup. Að sjálfsögðu var svo vakað
til miðnættis. Til voru þó menn, sem „gamanið“ var
farið af og reyndu að kúra sig niður, en svefnsamt
hefur þeim tæplega orðið. Á endanum hljóðnaði svo í
tjöldunum, að undanskildum hrotum úr sumum.
Rétt fyrir birtingu tóku svo prímusamir aftur að
suða, því allir skyldu vera komnir í göngur í fullbjörtu.
Fyrstur þurfti jafnan að leggja af stað flokkur sá, er
fór „framfyrir“, þ. e. smalaði út Kjalhraun og Þjófa-
dalafjöll. Hinn næsti fór svo norður fyrir Búrfjöll og
smalaði þau fram.
Nú voru ekki allir jafn árrisulir — einkum þeir
yngri, sem mest höfðu galsazt um kvöldið. Þá var það
ráð tekið við suma, að stinga upp í þá matarbita eða
gefa þeim í nefið, sem oftast hreif, en kostaði stund-
um áflog. Veður var indælt þennan dag, sem fyrr. For-
ingi gangnamanna var Sigurður Þorsteinsson frá Eiðs-
stöðum, sem skipaði mönnum í flokka, en setti þó jafn-
an flokksforingja aðra kunnuga menn. Ég var að þessu
sinni eins og alloft fyr, látinn smala Fjöllin, og svo var
jafnan, meðan ég fór í göngur á Auðkúluheiði.
Öllu fénu er smalað saman við Fannavallakvísl.1)
Þaðan er svo safnið rekið til Seyðisárréttar og látnir
með því 8 menn. Hinir smala svo Fjöllin og Hraunið
öðru sinni og reka til Þjófadala, þar sem tjaldað er
næstu nótt. Til Þjófadala komu að þessu sinni 13 kindur,
og voru þær látnar í rétt, sem er vestan í Þjófafelli,
austanvert við Þjófadali. Allur mannskapurinn — sem
mig minnir að væri 32, reið svo í tjaldstað, sem er á
lækjarbakka neðan við Rauðkoll og er syðst í Þjófa-
dölum. Þar voru tjöld reist og hestar fluttir upp í
Rauðkollskinn, þar eru jafnan góðir hagar og oftast
sleppt að vakta þá.
Nokkur tími var þó til myrkurs, því öll smalamennska
hafði gengið tafarlaust og veður hið ákjósanlegasta.
Gleðskapur var nokkur, en þó hógværri en kvöldið
áður.
Ég var í 6 manna tjaldi með þeim: Kristni Árnasyni
frá Guðlaugsstöðum, Stefáni Eyjólfssyni og Þorleifi frá
Sólheimum. LTm hina 2 man ég ekki, en Kristinn var
tjaldforingi. Um tíu-leytið um kvöldið erum við allir
lagstir fyrir til svefns, en þá heyri ég að í næsta tjaldi
muni vera farið að spila. Rís upp og segi félögum
mínum, að ég fari að spila. En tjaldforinginn, sem lá
fram við dyr, segir um leið og ég stíg yfir hann: „Éf
þú verður ekki kominn eftir klukkutíma, þá verður *
þú hér ekki í nótt, því þá loka ég tjaldinu.“ Mér þótti
þetta víst nokkurt harðræði, svo ég svaraði: „Já! Gerðu
svo vel. Ég fæ einhvers staðar inni fyrir því.“
Svo fór ég að spila í næsta tjaldi. Það var „lander“
upp á aura. Vorum við 8 og alltaf nokkur „bit“ í borði.
Auðvitaði langaði mig ekki til að móðga Kristin og
hugðist vera kominn í ból mitt á hinum tilskipaða tíma.
En þó fór svo, að jafnan var allhá bit í borði, og þá
jafnan frá mér, svo kl. var allt að 12, er ég losnaði.
En þá fór ég heim. Var þá tjaldið ólokað, en Kristinn
hraut ákaflega. Hinsvegar sá ég mér ekki fært að klof-
ast svo yfir hann, án þess hann vaknaði, og þá viðbúið
að ég fengi einhver ónot. Datt mér þá hið snjalla ráð
í hug, að fara að tjaldabaki og taka þar upp 2 hæla og
skríða í bólið mitt, sem var innst. Á meðan ég hafðist
þetta að, þá fann ég fjúkkorn detta, en þó var logn, en
orðið þykkskýjað. Með mestu varfæmi skreið ég í mína
holu, og það án þess að vekja neinn. Svo sofnaði ég.
Er líða tók á nótt, vaknaði ég með kuldahrolli, og varð
þess var að Þorleifur var einnig vaknaður. Þá stóð
hríðarstrokan inn um tjalddyrnar, sem vom opnar beint
á veðrið, og svo undir tjaldskör að sunnan, þar sem
ég tók upp hælana. Reyndi ég þá að leggja klakkartorf-
una betur ofan á tjaldskörina, en það gagnaði lítið, enda
fór veðurhæðin vaxandi. Heyrði ég að menn voru vakn-
1) Sumir kalla hana Hvannavallakvísl. — Greinarhöf.
8 Heima er bezt