Heima er bezt - 01.01.1958, Qupperneq 17

Heima er bezt - 01.01.1958, Qupperneq 17
PÆTTIR ÚR VESTURVEGI eftir Steindór Steindórsson frá Hlö&um YOSEMITE-DALUR k k i höfðum við ekið langan spöl frá hliðinu, | er Yosemitedalurinn opnaðist. Við þá sýn flaug .mér í hug upphafserindið að kvæði Jóns Ólafs- sonar um Snæfjöllin: Krjúptu maðkur í mold, beygðu mikillátt hold, öll þín stórmennska er stormhrakinn reykur. Líttu undrandi önd drottins almættishönd, skil, hve örlítill ertu og veikur. Svo stórfenglegur er dalurinn og náttúra hans öll. Dal- botninn er marflöt slétta, sem liggur um 1000 metra yfir sjávarmál, en allt umhverfis hann rísa þverhnípt standbjörg, allt að 1000 metra há, eru þau með turn- strýtum og hvolfþökum ýmislega löguðum. Ekki er dalurinn þó ýkjastór, einungis um 5lA míla á lengd og míla á breidd. Fram af hamrabrúnum steypast hvar- vetna fossar, sem nú voru að vísu vatnslitlir, svo að þeir frusu á nóttum. Um dalinn liðast Mercedáin spegil- lygn og blátær, full af fiski. Smávötn eru þar á nokkr- um stöðum, og er Spegillinn (Mirror lake) þeirra mest, dregur það nafn af því, hversu fagurlega fjöllin spegl- ast þar. Meðfram ánni eru víða grösugar, rennsléttar engjar, en mestur hluti dalbotnsins er þó vaxinn háum skógi, eru þar mest furur og eikur. Teygir skógurinn sig furðu hátt upp eftir skriðum við hamrafæturna, og upp um hamrana má víða sjá vöxtuleg tré standa út úr berginu, þar sem einhverjar smáglufur eru. Enn þótt dalurinn sýndist fagur í haustbúningi sínum, hlýtur það að vera svipur hjá þeirri sjón, sem er á vordegi, þegar allt er í blóma, trén allaufguð, og rjóður og engi blómum skrýdd, og fossarnir kveða við raust, svo að endurómar milli fjallanna, en regnbogar glitra í foss- úðanum. Engan stað hefi ég litið, sem sé fegurri nátt- úrusmíð, og sameinar í senn hrikaleik tröllabotna og yndisþokka álfheima. Bíllinn nam staðar við Yosemite Lodge, þar sem mér var búin gisting, meðan ég stæði við í Yosemite. Er þar húsakostur mikill með borðsölum, setuskálum og ágætum gistiherbergjum. En einnig er þar unnt að fá gistingu í ófullkomnum skálum og tjöldum. Öll þæg- indi er þar að fá, sem ferðamanninn lystir, meðal ann- ars stór sundlaug, sem að vísu var þurr um þessar mundir, enda kominn vetur. Á hverju kveldi eru sýndar þar kvikmyndir og flutt erindi, gestunum til fróðleiks og skemmtunar. Fyrsta verk mitt var að hringja til Mr. Prestons, for- stjóra garðsins, en á hann var mér vísað til fyrirgreiðslu. Fékk ég það svar, að hann væri ekki viðlátinn, en hefði búizt við mér og léti mig heyra frá sér von bráðar. Fór ég því að skyggnast um þar í salarkynnum, meðan ég biði. Eftir drykklanga stund kom til mín ungur maður og vasklegur, búinn grænum skógarmannaklæðum, líkt og Hákon Bjarnason og hans undirmenn. Kvaðst hann vera sendur með bíl sinn, til þess að sýna mér þá hluti, er ég kysi þar í Yoserrfite og umhverfi, en því miður væri ekki unnt að fara með mig upp í háfjöll Sierra- nevada, sakir þess að vegir væru ótryggir þar efra. Þótti mér nú sem öll hin ágæta fyrirgreiðsla, er ég hafði notið, yfirgengi sjálfa sig, er ég hafði bíl og leiðsögu- mann til umráða. Þakkaði ég skógarverðinum Glenn Galleson gott boð en sagði um leið, að ég fæli mig algerlega hans forsjá, svo að mér yrði sem mest úr dög- unum. Með því skammt var nú til myrkurs, fórum við einungis stutta hringferð um dalinn, en annars varði ég tímanum til að skoða Yosemitesafnið, en þarna, eins og í öðrum þjóðgörðum, er gott safn náttúrugripa og fomminja. Mátti þar lesa jarðmótunarsögu Snæfjalla og Yosemite í líkönum, landabréfum, myndum og teikn- ingum. Þar var og safn allra þeirra dýra, er þjóðgarð- inn byggja, jarðtegunda- og steinasafn og ágætt grasa- safn. Þá er þar einnig merkilegt söguminjasafn frá tíma Indíánanna, sem bjuggu fyrr í dalnum, og hann dreg- ur nafn af. Vora Indíánar þessir næsta frumstæðir, lifðu þeir mest matar á akörnum, er þeir tíndu á haustin og söfnuðu til ársins. Nokkrar veiðar stunduðu þeir einnig. En hagleiksmenn voru þeir miklir, að minnsta kosti á tágasmíð. Eru körfur þeirra hin mestu listaverk. Not- uðu þeir körfur til flestra hluta, sem ílát verða við höfð, meira að segja suðu í þeim mat sinn. Skammt frá safninu eru helliskútar nokkrir, sem Indíánarnir höfð- ust við í, einkum á vetrum. Eru það nánast holur inn á milli urðarbjarga, sem fallið hafa úr fjallinu. Eru hí- býli þau harla óvistleg og framstæð. Akörnin möluðu þeir í holum í steinunum, og bökuðu úr mélinu eins- konar brauð, með því að breiða það út á glóðheitar klappirnar. Einnig er þarna geymt gamalt sumarþorp með barkartjöldum, eru þar ýmsir búshlutir, allflestir með steinaldarsniði. Saga Yosemite-indíánanna er mesta raunasaga, eftir að hvítir menn komu fyrst í dalinn 1851. Eru þeir nú taldir úr sögunni sem sjálfstæður ættbálkur, Heima er bezt 15

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.