Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 26
Frá Lystigarðinum á Akureyri. Sundhöllin og sundlaugin. Nonnahús. Æskuheimili Jóns Sveinssonar rithöfundar. Verksmiðjur og athafnalíf. Á Akureyri eiga heima um 8000 manns. Ekki er það nein tilviljun, að þarna er búsett svo margt fólk, heldur er það lega og umhverfi bæjarins og atvinnuvegirnir, sem draga fólkið þangað. Akureyri er útgerðar- og iðn- aðarbær. Margar verksmiðjur eru starfræktar á Akur- eyri, en elztar og þekktastar eru verksmiðjurnar Gefjun og Iðunn, sem hafa verið starfandi þar um áratugi, og Prentverk Odds Björnssonar, sem stofnað var af Oddi Björnssyni árið 1901, en er nú með stærstu og fullkomn- ustu prentsmiðjum á íslandi. — Þar hefur skapazt sú skemmtilega venja, sem fátíð mun hér á landi, að sonur tekur við af föður við stjóm fyrirtækisins, og er nú þriðji ættliðurinn að taka við stjóminni. Auk þess eru margar yngri verksmiðjur, sem ekki verða hér taldar. Mikill fjöldi fólks vinnur því að alls konar iðnaði á Akureyri. Hreiðrið í lævirkjatrénu. Eg gat þess áðan, að mikið fuglalíf væri um allan bæ á Akureyri og þakkaði það trjágróðrinum, en ég vil }íka geta þess hér, að ég held að Akureyringar, ungir og gamlir, búi vel að fuglunum. Aldrei hefi ég séð lymsku- lega ketti læðast þar um götur og garða, og tel ég, að þar muni vera fátt um þessa óvini smáfuglanna. Ég ætla að segja ykkur hér stutta sögu um lítinn fugi og hreiðurgerð hans. Sagan gerðist á Akureyri sumarið 1956, og ég sá sjálfur fuglinn í hreiðrinu. Maður heitir Eiríkur Sigurðsson. Hann er nú skóla- stjóri við nýja barnaskólann á Oddeyri. Hann hefur um mörg ár verið búsettur á Akureyri. Þau hjónin eiga lítið einbýlishús uppi á túnunum gegnt heimavistarhúsi Menntaskólans. í kringum húsið er lítill trjágarður. Fyrir utan gluggann á skrifstofu skólastjórans er frem- ur veikbyggt og grannvaxið lævirkjatré. Seinni hluti,júnímánaðar sumarið 1956 veitti fólkið í húsinu því athygli, að auðnutittlingur flögraði oft í kringum lævirkjatréð og sat stundum á greinum þess. Oft voru fuglarnir tveir. Nokkru fyrir mánaðamótin höfðu fuglarnir valið hreiðurstæði um miðju trés- Sigurhtxðir, hús Matthíasar Jochumssonar. 24 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.