Heima er bezt - 01.01.1958, Page 27

Heima er bezt - 01.01.1958, Page 27
ins, í kverk milli stofns og greinar. Þar höfðu litlu hjónin með iðni og elju gert sér lítið hreiður eða körfu. Einn morgun, þegar komið var á fætur, kúrir eggja- móðirin í hreiðrinu rétt utan við gluggann. — Ekki hreyfði hún sig, þótt fólkið athugaði hana í gegnum gluggann. Varð nú mikil gleði í húsinu, og allir vildu fara varlega, til að styggja ekki litla fuglinn. Litla eggjamóðirin varð brátt eftirlæti allra í húsinu. I marga daga lá hún þarna hreyfingarlaus, en karl- fuglinn færði henni mat. Var unaðslegt að sjá ást og umhyggju makans, er hann færði eggjamóðurinni mat- inn. Var líkast því, sem þau gældu hvort við annað, er kvenfuglinn sótti fæðuna í gin karlsins. Svona liðu dagarnir. Aldrei sást móðirin taka sér hvild, en í kyrru veðri rétti hún sig stundum upp í hreiðrinu, teygði frá sér vænginn nokkrum sinnum og kúrði sig svo niður aftur. Þegar ég var á Akureyri og sá hreiðrið 5. júlí um sumarið, voru ungar komnir, og enn sat móðirin sem fastast. Hún brá sér þó frá stund og stund, ef veður var kyrrt og sólskin, en ef hvasst var, hreyfði hún sig ekki. Daginn, sem ég kom þarna, var allhvasst og sólskins- laust. Stofn lævirkjatrésins svignaði fyrir blænum, og greinarnar bifuðust í vindhviðunum. Þá sat fuglinn sem fastast og virtist ekki veita því minnstu athygli, þó að ég athugaði hann gegnum gluggann. Viku seinna átti ég símtal við Eirík Sigurðsson. Ég var þá kominn til Reykjavíkur. Þá voru litlu ungarnir orðnir bústnir og þriflegir, og nú var mamman hætt að kúra hjá þeim, nema stutta stund í einu, og bæði hjónin færðu þeim matinn. Ungamir fóra svo að rísa upp öðru hverju og æfa vængjatökin í hreiðrinu, og fyrr en varði var hreiðrið tómt. Fuglarnir þroskast fljótt. Æska þeirra er hraðfleyg, og barnsárin fljót að líða. Lífsbaráttan byrjar snemma og handleiðsla föður og móður hættir yfirleitt, þegar ungarnir verða fleygir. Það er þó mjög breytilegt, hve fjölskyldan heldur lengi saman. — Ekki veit ég neitt um afdrif þessarar litlu fjölskyldu, en víða leynast hætt- umar og margir eru óvinir smáfuglanna, en fuglamir em lífsglaðir og áhyggjulausir um framtíðina. „Þeir Menntaskólinn á Akureyri. Matthiasarkirkja á Akureyri. eru glaðir eins og fugl á kvisti“, eins og gamall tals- háttur segir. Saga og sagnir. Það er ekki ætlun mín í þessum stutta þætti, að rekja sögu Akureyrar. Til þess skortir mig heimildir, enda tæki sú saga of mikið rúm í blaðinu. En þótt byggðin umhverfis Eyjafjörð sé sögurík byggð og merk örnefni og sögulega merkir staðir í hverri sveit, þá kemur Akureyri ekki við sögur í forn- um bókum. Akureyrar er hvergi getið í Sturlungu eða Byskupa sögum, en aðeins einu sinni í Islendinga sög- um. Er að í Vöðu-Brands þætti, á bls. 139, en þar er rætt um Akureyri sem tjaldstað fyrir Þorkel Geitisson og félaga hans. I fornum skjölum mun Akureyrar ekki getið fyrr en á 16. öld. Um örnefnið Akureyri og hvernig það er til orðið, munu ekki allir á einu máli. Vissulega er það dregið af orðinu akur, en hvort sá akur hefur verið niðri á eyrinni sjálfri eða í brekkun- um, er ekki fullsannað. Telja sumir að brekkurnar, þar sem hinir ágætu kartöflugarðar voru áður, hafi fyrr á öldum verið akurlendi. Gæti eyrin hafa fengið nafnið þaðan. En nafnið er fagurt og minnir á frjósemi og gróður. Heima er bezt 25

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.