Heima er bezt - 01.01.1958, Side 32
FYRSTI HLUTI
a ð var farsæil búskaparmáti, sem séra Jón á Hofi
á Borgarströnd hafði. Jörð hans var landnáms-
jörð, og allt í kringum túnið voru smábýli, sem
voru kölluð hjáleigur. Þar bjuggu fátækir bænd-
ur, sem allir voru landsetar prestsins og unnu hans heim-
ili, þegar hann óskaði þess. Allir þessir bæir voru nefnd-
ir Hofstorfa.
Presturinn hafði sjaldan nema einn vinnumann. Hitt
unnu leiguliðarnir. Þeir slógu hjá prestinum sína vikuna
hver og stundum meira. Kvenfólkið var vanalega fleira
en karlmennirnir á því heimili. Ef eftirvinnu vantaði, þá
hljóp vanalega einhver unglingur í eitthvert hjáleigu-
kotið, og samstundis sást kona með drifhvíta skýlu hraða
sér heim í slægjuna á Hofi, taka rösklega til vinnu, hvort
heldur þurfti að koma ljá í flekk eða flekk í sæti. Svona
hafði þetta gengið alla búskapartíð séra Jóns, en hún var
orðin full þrjátíu ár.
Kona séra Jóns hét Karen. Hana hafði hann sótt til
Reykjavíkur eftir að hafa búið með ráðskonum í nokk-
ur ár. Hún var talsvert yngri en presturinn og alltaf
kölluð maddama Karen eða aðeins „maddaman“ á Hofi.
Hún var falleg kona og fullkomin í öllu og þéraði hverja
manneskju, nema ófermd böm.
Þau hjón áttu tvær dætur, Sigrúnu og Rósu. Mad-
daman var jafnvinsæl og maður hennar, og hún hafði
fleiri stúlkur en hún þurfti nauðsynlega, einkanlega að
vetrinum til. Konunum datt ekki í hug að setja upp
kaup fyrir dætur sínar, þó að þær væru nokkrar vikur
á Hofi, þær lærðu svo margt af maddömunni.
Eldri prestsdóttirin var nú búin að læra í kvennaskóla
Reykjavíkur og gift með það sama austur á land. Sú
yngri var nýlega fermd og ekkert farin að fara að
heiman.
Eitt vorið kom nýr vinnumaður að Hofi. Hann hét
Stefán og var kominn alla leið frá Vestmannaeyjum.
Hann var ólíkur öðmm ungum mönnum þar í sveitinni.
Hafði allt aðrar skoðanir en þeir. Helzt leit út fyrir að
hann vildi, að allir menn, sem efnaðir vom, gæfu þeim
fátæku, næstum eins og honum væri hálf kalt til þeirra,
sem yfir öðram áttu að segja.
Það var hjáleigubóndinn Bogi í Garði, sem fyrstur
kynntist hugarfari Stefáns, þegar farið var að stinga út
úr ærhúsunum um vorið, nokkrum dögum eftir að nýi
vinnumaðurinn kom á heimilið. Bogi var duglegur verk-
maður og varð því oft fyrir bænastagli frá presti. Hann
stakk hnausana, en tveir unglingar báru þá fram í dym-
ar. Þar tók vinnumaðurinn við þeim, lét þá á hjólbörar
og ók þeim dálítið frá á þurrkvöll. Þar vora tvær vinhu-
konun, sem klufu og breiddu.
Þegar búið var að stinga út úr fyrstu krónni, kom
stungumaðurinn út til að rétta úr bakinu og taka sér
dálitla hvíld, því að verkið var erfitt. Strákarnir, sem
til dyranna bára, köstuðu sér niður sunnan undir hús-
veggnum. Þeir vora lúnir líka. Stefán settist á móhrip,
sem var á húsahlaðinu, þegar hann kom heim með lausar
börur. Bogi sat á öðru hripi.
„Hvað borgar kennimaðurinn þér mikið á tímann
við svona þrældómsvinnu? “ spurði Stefán.
„Það kemur upp í eftirgjaldið,“ svaraði Bogi.
„Er leigan há eftir kotið?“ spurði Stefán.
„Við köllum það eftirgjald,“ sagði Bogi.
„Það er líklega nokkuð sama.“
„Það er aldrei talað um það. Ég borga alltaf leigurnar,
og svo er ekki talað um meira. Ég hef nú síðastliðin tvö
ár bundið hverja sátu, sem heim hefur verið flutt af
engjum. Þessi vinnumannsmynd, sem hér var, gat aldrei
látið tolla í reipunum. Hann fór á milli. Þar að auki
hef ég rist mest allt heytorf fyrir heimilið. Honum lík-
ar svo vel torfið hjá mér,“ sagði Bogi, talsvert hreyk-
inn. „Það er ekki sama, hvernig heytorf er rist, skal ég
segja þér.“
„Ég get nú ekki séð, að prestinum þurfi að vera það
áhugamál að fá duglegan vinnumann, fyrst þú vinnur
honum svona,“ sagði Stefán. Svo bætti hann við: „Er
svo ekki annar strákpattinn, sem til dyranna ber, sonur
þinn? Fær hann ekki eitthvað fyrir að þræla svona?“
„Það er alveg eins gott fyrir hann að vinna hérna,
eins og vera í áflogum við nágrannastrákana. Hún gef-
ur honum oft spjör utan á sig, maddaman. Þetta era
mikil sómahjón, skal ég segja þér,“ sagði Bogi.
30 Heima er bezt