Heima er bezt - 01.01.1958, Page 34

Heima er bezt - 01.01.1958, Page 34
Stefán leit út undan sér til maddömunnar. Hún hristi höfuðið, og honum fannst, eftir svip hennar að dæma, að hana langaði til að segja: „Hvað skyldi það koma yður við?“ En hún sagði ekkert. Eftir þetta var sjaldnar farið heim að Þúfum að sækja Laugu. Einn dag á jólaföstunni kom Bogi í Garði heim á prestssetrið og sat lengi inni hjá prestinum. — Stefáni sýndist blessuð maddaman gefa sér hálfkalt auga, þegar hann kom heim úr húsunum. Um kvöldið kom prestur- inn fram í baðstofuna til vinnufólksins. Það gerði hann alloft. „Mér þykir vera brölt í Boga mínum,“ sagði hann, og Stefáni fannst hann horfa í gegnum sig. „Hann er bara búinn að taka stóra jörð út á Strönd og kom til að segja lausum Garðinum. Ég varð svo aldeilis hissa.“ „Það er alveg rétt af honum,“ sagði Stefán. „Þetta er ekkert bú, sem hann hefur. Hann getur ekki lifað af því.“ „Hann hefur getað það hingað til,“ sagði prestur. „Já, en nú eru drengimir að komast upp og verða sjálfsagt duglegir, eins og hann. Stelpan er farin að pot- ast upp líka. Hvaða meining er að láta þau vera aðgerða- laus heima?“ sagði Stefán. „Ég hef líka heyrt, að þetta séu þín ráð,“ sagði prest- urinn. „Ég talaði eitthvað um það við hann í sumar, en ég skil ekki, að hann hafi farið mikið eftir því. Eða ertu leiður yfir þessu? Heldurðu, að kotið byggist ekki? sagði Stefán. „Ég er ekki leiður yfir neinu nema því, að missa Boga úr nágrenninu. Þetta er dugnaðarmaður. Ég þarf nátt- úrlega engu að kvíða, meðan ég hef jafnduglegan mann og þig, en hversu lengi verður það?“ „Að minnsta kosti þetta og næsta ár, svo erum við búnir að tala um,“ sagði Stefán. „Ég held, að það hljóti allt að komast af, þótt Bogi fari.“ Stefán var á Hofi í tvö ár. Það var farið að hvísla því á milli sín í torfunni, að hann væri að hugsa um Laugu á Þúfum. „Ég er hræddur um að ég missi talsvert frá mínu heimili, ef þetta reynist rétt,“ sagði séra Jón við konu sína, þegar hún sagði honum, hvað Gunna á Bala hefði verið að segja í fréttum. „Ég var búinn að hugsa mér að halda í Stefán, meðan ég þyrfti á vinnumanni að halda. Mér hefur fallið prýðilega við hann.“ „Já, það þarf svo sem ekki að kvarta yfir neinu í fari hans,“ sagði maddaman. „En varla þarftu að búast við því, að hann vinni þér mikið, eftir að hann er farinn frá þér, eins og hinir hjáleigubændurnir hafa gert, nema þá fyrir stífasta kaup á hvern klukkutíma. Það er það, sem hann kennir vinnufólkinu.“ „Já, þeir eru með þessar hugmyndir í kaupstöðum og þorpum við sjávarsíðuna. En það gengur líklega erfið- lega að koma því á í sveitunum. En ég trúi því ekki, að Stefán minn vinni ekki hjá mér dag og dag, ef mér 32 Heima er bezt liggur á,“ sagði prestur. „En svo hefur nú hún Sigur- laug litla oft unnið hjá okkur. Það tekst líklega af, þegar búskapurinn og börnin koma til sögunnar. Svo að þetta er reyndar ekki álitlegt fyrir okkur.“ „Ég hef nú alltaf meir en nóg af kvenfólkinu. Það þarf engu að kvíða um það,“ svaraði Karen. Nokkrum dögum seinna talaði prestur við Stefán. „Það er líklega þýðingarlítið að tala um vistarráð við þig, Stefán minn, ef það er satt, sem heyrzt hefur, að þú sért að staðfesta ráð þitt. Ég óska þér til hamingju. Þetta er ágæt stúlka, en hvað skyldi mér leggjast til með vinnumann, sem mér fellur eins vel í geð og þú? “ „Þeir hljóta að vera auðfengnir," svaraði Stefán. „Þú ættir að reyna við strákinn frá Giljum, sem vann hérna í haust. Mér sýndist hann vinna svo laglega. Um kraft- ana er ekki að efast.“ „Já, það getur verið. En hann er sjálfsagt óvanur hey- bandi. Það eru færri, sem kunna að vinna nema undir annarra stjórn. Ég hefði engu kviðið, ef Bogi hefði verið í nágrenninu. Þar gerðirðu mér mikinn ógreiða, að telja hann á að flytja burtu.“ „Það var einmitt það, sem ég gerði ekki. Hann hefur einungis séð, að hann gat ekki búið þarna. Nú er sagt, að hann sé alltaf að fjölga skepnunum,“ sagði Stefán. „Það er nú svona og svona að fjölga skepnum með því að taka leigupening. Ég dáist lítið að því búskapar- lagi.“* „Það getur víst lánazt,“ sagði Stefán. „Og mér finnst þú ekki þurfa að kvarta. Það kom maður í manns stað að Garði, sem er boðinn og búinn að hjálpa þér, eins og allir þínir landsetar.“ „Já, það er engin hætta á að svo gott kot byggist ekki, en ábúandinn er bara enginn maður móts við Boga,“ sagði prestur. „Svo skaltu fara að láta lýsa, svo að ég geti gift ykkur, áður en ég flyt inn í eilífðina. Ég finn? að það er komið undir sólarlag fyrir mér. Vinnumaðurinn var fenginn eftir fáa daga, ekki stóð á því, og þennan vetur var reglulega gaman að eiga heima í Hofstorfunni, eins og reyndar oft áður. Það var margt um hálfvaxna unglinga í hjáleigukot- unum. Þeir komu saman á björtum vetrarkvöldum á mýrunum fyrir framan Hof. Þar var leikið sér á skaut- um og stigið dansspor; sú list var náttúrlega á gelgju- skeiði á þeim tímum. Helzt var það Stefán og fallega prestsdóttirin, hún Rósa litla, sem gátu kennt hinum- En svo bar allt í einu dimman skugga yfir. Presturinn var liðið lík eitt kvöldið, þegar dóttir hans og vinnu- konurnar komu, kafrjóðar og hlæjandi, heim af dans- svellinu. Það var mikill harmur eftir þann góða mann. En eftir að búið var að jarðsyngja, komu áhyggjur út af því, hvernig blessaðri maddömunni myndi ganga búskapurinn, því engum datt annað í hug, en hún byggi áfram, önnur eins búkona. Ef hún hefði haft Stefán, þá hefði henni verið borgið, en hann var staðráðinn í því að fara að Þúfum. Það höfðu heldur aldrei verið miklir dáleikar þeirra í milli. Sigrún, eldri dóttir prestshjónanna, og maður hannar

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.