Heima er bezt - 01.06.1958, Side 5

Heima er bezt - 01.06.1958, Side 5
Ármann Kr. Einarsson. upp, — hafa verið gefnar út aftur, — og selzt upp. Enn er nýrrar bókar í þessum flokki að vænta, auk þess sem höfundur hefur nýja skáldsögu í smíðum. Ef skyggnzt skal um eftir skýringu á þeim óvenju- legu vinsældum, sem barnabækur Armanns eiga að fagna, getur að vísu ýmislegt komið til greina. Meðal annars það, að hann er það ungur maður að árum, að hann getur haslað sögupersónum sínum og atburðum völl í undraheimum nýtízku tækni, þeim heimi, þar sem drengir og unglingar dveljast langdvölum í vökudraum- um sínum. Hann kann vel að byggja upp spennandi frá- sögn og vekja eftirvæntingu og óvissu, og hann segir frá á ljósu máli, án tilgerðar og útúrdúra. En fyrst og fremst er þó þarna um eitt og sama að ræða og jafnan, þegar sagan hrífur huga barna og unglinga, — höfundi er gef- inn sá hæfileiki að skrifa fyrir börn. Höfundar geta lært að skrifa fyrir fullorðna en ekki fyrir börn. Þar verður það hæfileikinn, náðargáfan, sem úr sker. Og þá gáfu hefur Ármann Kr. Einarsson hlotið í vöggugjöf í ríkum mæli. Sáhtíh I næstu viku verður sáð, þá vænkast bóndans starf og ráð. I góðan akur fellur fræ, úr fjalli þíða geislar snæ. 1942—47 gerðist hann lögregluþjónn í Reykjavík, en hóf síðan aftur kennslustörf og starfar nú við Eskihlíð- arskóla í Reykjavík. Ritstörfin hafa því verið tómstundavinna hans, eins og flestra annarra, er við þau hafa fengizt og fást enn hér á landi. Hann hefur samið jöfnum höndum skáld- sögur fyrir fullorðna og börn, en þó hneigzt meira að því að rita fyrir börnin, og auk þess, sem hann er nú kunnasti barnabókahöfundur okkar, hafa sögur hans verið þýddar á norsku og hlotið hina beztu dóma, en í undirbúningi er útgáfa þeirra á fleiri málum. Fyrsta bók Ármanns, smásagnasafnið „Vonir“, kom út árið 1934, en því næst þrjár ævintýrabækur, „Margt býr í fjöllunum“ 1937, „Höllin bak við hamrana“ 1939, „Gullroðin ský“ 1940. Árið 1943 kom út eftir hann skáldsagan „Saga Jónmundar í Geisladal", og hlaut hún góða dóma, og framhald hennar, „Ung er jörðin“, 1948, þó enn betri. „Yfir fjöllin fagurblá“, sögur og ævintýri, kom út 1945, og skáldsagan „Júlínætur“ árið 1951. Með útkomu barnabókarinnar „Falinn fjársjóður“ hefst eiginlega nýr áfangi á höfundarferli Ármanns. Þessi bók kom út árið 1953 og hlaut einstaklega góðar viðtökur. Framhald þeirrar sögu, „Týnda flugvélin“, kom út árið eftir, og síðan hefur ein bók í þessum flokki komið út á ári hverju, „Flugferðin til Englands“ 1955, „Undraflugvélin“ 1956, og loks „Leitarflugið“ 1957. Með hverri nýrri sögu í þessum flokki hafa vinsæld- irnar aukizt, og enda þótt þær séu nú gefnar út í stærra upplagi en tíðkast um bamabækur, seljast þær fljótt í garði sprettur gróðurnál, og gleði fer um hjarta og sál, við lóusöng og lækjanið þér lífið býður starf og frið. Við sólskin, vor og sunnanátt nú sækir fram og lítur hátt sú æskuhressa, unga sveit, er óðalsrétt og skyldur veit. Hún græðir örugg gróðurvöll, í grýttu holti plantar þöll, um föðurtúnin fléttar grön og fer að öllu snjöll og vön. En heima vantar víða trú. Ég vann of lítið, einnig þú. Þar skortir trúarbrögð og bæn, er blessuð jörðin verður græn. Að vekja slíka verkatrú, því veldur hvorki ég né þú. Til slíks þarf stærri, meiri mann, við mættum biðja Guð um hann. 13. apr. 1958. Árni G. Eylands. Heima er bezt 187

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.