Heima er bezt - 01.06.1958, Síða 17

Heima er bezt - 01.06.1958, Síða 17
Siguráur SigurSsson talar um í|>róllir E^g ræðst í það með hálfum huga að skrifa stuttan íþróttaþátt fyrir þetta rit. Ég geri mér ljóst, að þetta er vandasamt verk og óvíst, hvernig til tekst, og vil ég því ekki spá neinu um það, hve lengi verður áfram haldið. En þess skal þó getið, að meðan ég hef þetta á hendi, verður hér ekki um tæmandi íþróttafréttir að ræða, heldur hugleiðingar um þá íþróttaviðburði, sem mér þykja athyglisverðastir hverju sinni. Saga skipulagðra íþrótta á íslandi er ekki lengri en svo, að margir þeirra, er áttu hlut að því að vekja unga menn til kerfisbundinna íþróttaiðkana og að hefja skipu- lagt íþróttalíf, eru enn á meðal okkar. Að vísu er saga íþróttaafreka íslendinga jafn löng sögu þeirra, en fyrr á tímum var íþróttin oftast enginn leikur og menn þá reknir til afreka á ýmsum sviðum af illri nauðsyn. Þótt saga íþróttanna sé ekki löng, er hún fjölþætt, og margt hefur borið til tíðinda þennan röska aldarhelm- ing, Margt hefur verið reynt, en fátt eitt náð haldgóðri fótfestu. Áhuginn hefur bálað upp, en því miður kulnað áður en varði. Svona er þetta t. d. um þjóðaríþróttina, glímuna. Hún átti mikilli hylli að fagna um skeið, en virðist nú, því miður, á undanhaldi. Með öðrum þjóðum hafa ákveðnir íþróttaviðburðir náð slíkri fótfestu í þjóðlífinu og hylli almennings, að óhugsandi væri að fella þá niður. Svo er um róðrar- keppnina á Thamesá milli ensku háskólanna í Cambridge og Oxford, Maraþonhlaupið í Boston og hjólreiða- keppnina frönsku, Tonr de France. Þessir kappleikir vekja hverju sinni heimsathygli, og í tveim þeim síðari hafa allir þátttökurétt sem vilja, hvaðan úr heiminum sem þeir eru. Hér á landi eru það aðeins tveir íþróttaviðburðir svo að ég muni, sem náð hafa fótfestu í þjóðlífinu og öllum almenningi finnst ómissandi. Ég á í fyrsta lagi við hlut íþróttamanna um land allt í hátíðahöldum 17. júní, en þann dag hafa íþróttamenn haldið hátíðlegan síðan 1912 og keppt í ýmsum greinum íþrótta, oftast að viðstödd- um miklum mannfjölda. Svo er það Víðavangshlaup í. R., sem háð hefur verið í sumarbyrjun síðan 1916, aldrei fallið niður og ávallt verið haldið á sumardaginn fyrsta, að tveimur skiptum undanteknum. Lengi framan af hófst Víðavangshlaupið við Alþingis- húsið og lauk í Austurstræti, og fylgdist þá jafnan mik- ill mannfjöldi með hlaupinu, einkum síðasta áfanganum, og má segja, að hlaupararnir hafi hlaupið gegnum sam- fellt mannhaf niður Bankastræti, um Austurstræti að afgreiðslu Morgunblaðsins, sem þá var vestarlega í strætinu. Þátttakendur voru þá oftast margir og hlaupið spennandi. Fyrir nokkrum árum var breytt til og hlaupið hafið í Hljómskálagarðinum og lokið þar einnig. Brautin hef- ur legið úr Hljómskálagarðinum í sveig suður um Vatnsmýrina og til baka. Endamarkið ‘ hefur verið við Hljómskálann. Við þessa breytingu virtist draga mjög úr áhuga almennings. Allmargir hafa samt jafnan komið til að horfa á, en óhætt er að segja, að áhorfendaskarinn hafi aldrei verið til vandræða mikill, eins og fyrir kom stundum áður. Fertugasta og þriðja Víðavangshlaupið var háð núna á sumardaginn fyrsta. Veður var hið fegursta og að sögn „elztu manna“ hefur veður ekki verið eins gott í Reykja- vík á sumardaginn fyrsta síðastliðin 20 ár. Enda horfðu rm fleiri á Víðavangshlaupið en nokkru sinni síðan það var flutt af götum miðbæjarins. Þátttakendur voru að þessu sinni sorglega fáir, eða aðeins tíu, átta úr Reykja- vík og tveir utan af landi. Þótt þátttakendur væru ekki fleiri, fóru áhorfendur engan veginn vonsviknir heim, því að hlaupið var skemmtilegt, og átti annar gestanna utan af landi mestan þátt í því, að svo varð. Þessi gestur var næstum óþekktur íþróttamaður, Haukur Engilberts- son heitir hann og er úr Borgarfjarðarsýslu. Hann keppti nú í fyrsta sinn í Reykjavík við fremstu hlaup- ara þjóðarinnar síðustu árin, Kristján Jóhannsson, sem fjórum sinnum hefur sigrað í Víðavangshlaupinu og á íslandsmetin í 5 og 10 km hlaupunum, og Kristleif Guð- björnsson, sem á íslandsmetið í 3000 metra hlaupi og hefur verið talinn efnilegastur ungra hlaupara til þessa. Haukur gerði sér lítið fyrir og sigraði mjög glæsilega. Hann hafði forystuna næstum allt hlaupið og sigraði með yfirburðum. Hljóp hann endasprettinn mjög glæsi- lega og á honum sáust engin þreytumerki. Óhætt er að fullyrða, að sigur Hauks var óvæntur, enda fögnuðu áhorfendur sigri hans mjög innilega. Haukur er réttra 20 ára, fæddur 10. apríl 1938. Hann er frá Vatnsenda í Skorradalshreppi, Borgarfjarðarsýslu, og vinnur öll venjuleg landbúnaðarstörf. Hann býr langt frá íþróttavöllum og íþróttasölum og mun að mestu „sjálfmenntaður“ hlaupari. Þess má geta, að hann var einn þeirra ungu manna, sem þátt tóku í námskeiði því, er íþróttaþáttur Ríkisútvarpsins gekkst fyrir síðastlið- inn vetur, en mun hafa lagt á sig allmiklu erfiðari æf- Heima er bezt 199

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.