Heima er bezt - 01.04.1964, Page 23

Heima er bezt - 01.04.1964, Page 23
HULDA Á. STEFÁNSDÓTTIR s úsmœdur Orlof húsmæðra að þótti tíðindum sæta, þegar hið háa Alþingi setti lög um orlof húsmæðra og veitti fé því máli til styrktar. Allir vita, að húsmæður almennt hafa minna svigrúm til ferðalaga, og eiga færri frístundir en flest annað starfandi fólk. Það varð því mörgum gleðiefni, að stutt var að því, að húsmæður ættu kost á að lyfta sér upp, og voru jafnvel hvattar til þess, þó ekki væri nema um stuttan tíma að ræða hverju sinni. Talað var um það í fyrstu, að orlofið stæði í viku eða 10 daga, en margri húsfreyjunni þótti tíminn of langur. Hafa því sumar orlofsnefndir fengið heimild til að stytta tímann í fjóra daga. — Þá hefur það einnig heyrzt, að orlofsnefndir færu fram á að farið yrði í lengri eða skemmri skemmtiferðir með konurnar í stað þess að dvelja um kyrrt á ákveðnum stað orlofsdag- ana. Meðan heimilin áttu þess kost að hafa vinnufólk til að létta undir með bústangið, brugðu húsfreyjur sér í orlof til ættingja eða vina, þær söðluðu hest sinn, þeg- ar vel stóð á og þeystu úr hlaði. Þá voru orlofsnæturn- ar þrjár. En gömlu húsfreyjurnar hafa eflaust haft það í hendi sér, hvort næturnar urðu fleiri eða færri. Þá voru engin orlofslög eða nefndir, sem stjórnuðu ferð- inni. En nú er öldin önnur. í flestum eða öllum byggðum landsins starfa nú orlofsnefndir, sem sjá um, að konur í byggðarlaginu eigi þess kost að njóta orlofs. Fylgja því starfi talsverð umsvif, því oft reyndist örðugt að fá hentugan stað fyrir orlofskonurnar, og fjáröflun er T ávinna í baðstofunni. Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson. Heima er bezt 155

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.