Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 25
dóttir, húsfreyja í Víðihlíð við Mývatn. Þótti okkur mikill fengur að fá hana hingað vestur. Skýrði hún okk- ur frá ýmiss konar félagsmálum þingeyskra kvenna, m. a. hvernig konur þar í sveit haga sínum orlofum, en Hólmfríður er formaður orlofsnefndar austur þar. Eftir að Hólmfríður hafði kvatt okkur 02: haldið austur á bóginn, var ég ekki lengur í vafa um, að hyggi- legt væri að héruðin skiptust á heimsóknum, þegar stofnað er til orlofs, en það hafði mér áður dottið í hug. Yrði það ekki til að auka kynni og vinarþel milli byggðarlaga? Og þá væri ekki til einskis barizt. H.Á.S. ELDHÚSÞÁTTUR Þegar snjór er yfir öllu, svell á götum, ef til vill skaf- renningur og næðingur með frosti og fjúki, er fátt meira hressandi að fá til matar en vænan disk af sjóð- heitri ilmandi, heimatilbúinni súpu. Kjötsúpa með kjöti og nógu grænmeti er holl og nærandi fæða og sama er að segja um baunir með saltkjöti og gulrófum. — En hvernig væri að breyta til og tilreiða kjöt- og grænmet- issúpuna á fleiri vegu. Af beinum má fá gott kjötsoð. Hér fara á eftir nokkrar uppskriftir af súpu úr efni, sem við eigum völ á nú á þessum árstíma: BEINASOÐ. 1 kg bein, smátt höggvin 2 1 vatn 2 ts. salt. Þvoið beinin og setjið þau yfir til suðu í kalt saltvatn. Látið suðuna koma upp mjög hægt, því að þá dragast næringar- og bragðefnin betur úr þeim út í soðið. Um leið og suðan kemur upp er froðan veidd vandlega of- an af. Leggið hlemm á pottinn og látið beinin sjóða við hægan hita um það bil 2 klst. Síið soðið og kælið það fljótt. — Geymist á köldum stað. GULRÓFUSÚPA. 1 1 kjötsoð 1 1 mjólk 200 g gulrófur 150 g kartöflur Va lítill laukur 30 g smjörlíki 25 g hveiti (2V2 ms.) Salt Pipar 1 ms. söxuð steinselja. Sjóðið sneiddar gulrófurnar og kartöflurnar í kjöt- soðinu og þrýstið þeim gegnum sigti. Bætið mjólkinni út í, sjóðið og jafnið súpuna. Steinseljan bætir súpuna. Hún er bragðgóð og C-vitaminrík, en ófáanleg á þess- um tíma árs, nema við höfum verið svo forsjálar að djúpfrysta hana eða þurrka á sl. hausti. GRÆNERTUSÚPA. 200 g þurrkaðar grænertur eða 1 dós niðursoðnar 2 1 kjötsoð Salt 30 g smjörlíki Pipar 30 g hveiti 1—1 y2 dl rjómi. Sjóðið erturnar og þrýstið þeim gegnum sigti. Bland- ið maukinu saman við kjötsoðið og jafnið súpuna með smjöri og hveiti. Salt og pipar eftir smekk. Væn skeið af þeyttum rjóma á hvern disk. KÁLSÚPA. 2 1 vatn 450 g feitt saltkjöt, skorið niður í mjög litla bita 300 g kartöflur V2 hvítkálshöfuð (lítið) Pipar á hnífsoddi. Sjóðið saltkjötið og þegar það er að verða soðið, bæt- ið þá kartöflunum í sneiðum og kálinu í smábitum út í. Smurt brauð með osti er gott að hafa með. OSTSÚPA. 40 g smjörlíki 50 g makkarónur 40 g hveiti 50 g rifinn ostur. 2 1 kjötsoð Búið til jafnaða súpu og látið út í hana soðnar makka- rónur og rifinn ost (ostafganga, rifna með grænmetis- járninu). FRÖNSK LAUKSÚPA. 1 1 vatn 3 laukar 1 1 mjólk iy2 ts. salt 2 ms. smjörlíki 2 ms. hveiti. Sneiðið laukinn og látið hann sjóða í smjörlíki um stund, en ekki brúnast. Bætið hveitinu út í og vökva og salti og sjóðið súpuna við hægan hita í minnst V2 klst. BRÚN KÁLSÚPA. 2 1 kjötsoð 300 g hvítkál 150 g gulrætur 40 g sykur 25 g smjörlíki Salt. Hitið soðið. Skerið kálið og gulræturnar í mjóar ræm- ur og brúnið það í sykri og smjöri á pönnu. Sjóðið það í kjötsoðinu í 15 mín. Salt eftir smekk. Með öllum þessum súpurn má hafa smurt brauð með osti og er það fullgild máltíð. K. Heima er bezt 157

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.