Heima er bezt - 01.11.1964, Síða 2
Siraumhvörf í menntamálum
Vér lifum á öld breytinga og byltinga. Hvar sem vér
litumst um, er heimurinn á fleygiferð. Þjóðlíf vort og
þjóðfélag er allt annað en það var fyrir einum áratug,
að ég ekki tali um aldarfjórðungi eða hálfri öld. Vér
gerum oss þess breytingar ljósar á sumum sviðum en
öðrum ekki. Þannig verður oss löngum að sníða kennslu
og skólakerfi vort eftir því, sem vel hentaði í byrjun
þessarar aldar.
Eitt megineinkenni nútímans er vélvæðing. Vér höf-
um leitast við að fylgjast þar með kapphlaupi tímans
eftir því sem efni stóðu til, þótt margt vanti að vísu enn.
Miskunnarlaus nauðsyn lífsbaráttunnar hefir knúið oss
til þess. Vígorð samtíðarinnar er aukin framleiðsla. En
hún er því aðeins kleif, að aukin sé tækni og vélvæðing.
Á örskömmum tíma hefir þjóðfélag vort breyzt úr vél-
vana, tækjasnauðu bændaþjóðfélagi í vélvætt iðnaðar-
samfélag, skiptir þar ekki máli, hvort vélunum er beitt
í verksmiðjum, veiðiskipum eða til jarðyrkju, um leið
hefir þungamiðja fólksfjöldans fluttzt úr sveit að sjávar-
síðunni. Samtímis höfum vér meira og meira horfið frá
rányrkju til ræktunar. En allar þessar breytingar hafa
fært oss heim sanninn um það, að þörf er aukinnar
kunnáttu við sérhvert starf, ekki einungis til þess að
vinna starfið eins og það kemur fyrir daglega, heldur
einnig undirstöðuþekking á lögmálum náttúrunnar. Og
þetta er ekkert sérkenni á oss íslendingum, þótt breyt-
ingin sé ef til vill hraðari hér en víðast annars staðar.
Svipuð saga gerist um heim allan, og alls staðar er hróp-
að á meiri kunnáttu og nýja kunnáttu.
Mannkynið á í miskunnarlausu kapphlaupi við hung-
urvofuna. Og svo er fyrir að þakka auknum samskipt-
um mannanna, að hungursneyð í einu landi er ekki leng-
ur einkamál þeirrar þjóðar, heldur mannkynsins alls, ef
svo mætti segja. Allar þjóðir hljóta því að taka þátt í
kapphlaupinu um að afla meiri matvæla, þótt skortur-
inn knýi ekki á dyr þeirra, alltaf eru einhverjir til, sem
þjást af skorti. Hið eina, sem gefur mönnunum von um
að sigra í þessu kapphlaupi er aukin þekking þeirra á
því, hversu hagnýta megi gæði jarðarinnar, og hve
miklu af efnaforða hennar megi á hverjum tíma breyta í
mat og aðrar lífsnauðsynjar vor mannanna, án þess þó
að rýrður verði höfuðstóll náttúrunnar sjálfrar. Reynsla
liðinna alda hefir sýnt það áþreifanlega, að rányrkja í
hverri mynd sem er, hlýtur fyrr eða síðar að vísa hung-
urv nunni heim að húsdyrunum.
Á öðru leitinu er svo keppni stórþjóðanna um heims-
yfirráðin. Þótt vér höfum enga samúð með slíkri keppni
er hún engu að síður staðreynd, og jafnvíst er það, að
sigurinn í þeirri keppni, er ekki lengur kominn undir
hreysti og hetjuskap þjálfaðra hermanna, heldur hvílir
hann á starfsemi kyrrlátra vísindamanna, sem beita þekk-
ingu sinni og hugviti til smíða á vígvélum til sóknar og
varnar. Og þótt það virðist þversögn, er slík vígvéla-
smíði lífsnauðsyn, svo lengi sem mönnunum lærist ekki
að halda friði um alla jörð.
Með öðrum orðum, hvar sem vér skyggnumst um, er
hvarvetna hrópað á meiri þekkingu, meiri kunnáttu.
Og þekking sú, sem krafizt er, er öll á raunvísinda-
sviðinu. Það nægir manninum ekld lengur að rýna úr sér
augun á máðum stafkrókum á skorpnuðu bókfelli, þylja
Hómerskvæði eða pæla gegnum latneska höfunda á
frummálinu, þótt það allt geti verið skemmtilegt og
vænlegt til andlegrar leikfimi, ef svo mætti að orði
kveða. Lífsbaráttan, sjálf tilvera mannkynsins á jörð
vorri krefst annarra hluta. Hún krefst fremur öllu öðru
þekkingar á náttúrunni sjálfri og lögmálum hennar,
jafnt lifandi vera og dauðra hluta. Án þeirrar þekkingar
fáum vér menn ekki séð oss farborða.
Þegar hér er rætt um raunvísindi er átt við öll þau
fræði, sem snúast um efnisheim þann er vér hrærumst í.
Líffræði, eðlis- og efnafræði og jarðfræði í víðtækustu
merkingu þeirra orða. Stærðfræðin reynist nauðsynlegt
hjálpartæki til þess að öðlast skilning á þessum fræðum
og rekja þau að innstu rótum og hagnýta sér þau. Lækn-
is og heilsufræði eru greinar líffræðinnar, studdar eðlis-
on efnafræði. Vélfræði 05 tæknivísindi hvíla á eðlis-
fræði og stærðfræði. Undirstöðuþekking einstakra at-
vinnugreina verða alls staðar sótt til raunvísindanna.
Gildir þar einu, hvort vér fáumst við ræktun jarðarinn-
ar, sækjum afla í sjávardjúp eða stundum iðnað í þrengri
merkingu þess orðs. Alls staðar verða hin svonefndu
raunvísindi grundvöllurinn, sem starf vort hlýtur að
hvíla á, ef það á ekki að vera í lausu lofti reist. Van-
þekkingin hlýtur að hefna sín fyrr eða síðar, enda þótt
vér getum baslast eitthvað áleiðis í fyrstu. Þetta eru stað-
reyndir, sem vér ekki megum gleyma og verðum að
taka tillit til í þjóðaruppeldi voru og fræðslumálum yfir-
leitt. Vér megum ekki láta það villa oss sýn, að feður
vorir og afar komust af án þessarar þekkingar. Frum-
stæðir atvinnuvegir þeirra kröfðust ekki langs skóla-
lærdóms, enda var hann ekki fáanlegur. En hið marg-
slungna, vélvædda þjóðfélag nútímans fær ekki skotið
sér undan lærdómnum.
386 Heima er bezt