Heima er bezt - 01.11.1964, Qupperneq 9

Heima er bezt - 01.11.1964, Qupperneq 9
Laxamýri. orðið næsta tímafrek og kallað mann á stundum frá bú- sýslu og öðrum heimastörfum. Flest þeirra hafa verið unnin að meira eða minna í kyrrþey og án endurgjalds. Jú, ég hef eftir fremsta megni unnið að almennum fram- faramálum bæði fyrir hrepps- og sýslufélagið, auk þess hef ég látið kirkjumál mig miklu sldpta. — Segðu mér eitt að síðustu Jón Þorbergsson! Þú ert kominn á níræðisaldur og átt meiri og umsvifaríkari starfsferil að baki, en flestir aðrir bændur þessa lands. Langar þig ekki til að setjast í helgan stein og hvíla þig eftir erfiði og áhyggjur áranna? — Hvíla mig. Sagðirðu það? Nei, það veit hamingjan að hvíld er mér það sama og dauði. Á meðan ég get staðið á fætur og hreyft munnvikin vil ég halda áfram að starfa, halda áfram að vinna að hugðarefnum mínum, halda áfram að vinna ættjörðinni gagn. Ég nenni ekki að vera aðcjerðarlaus. Og svo þú haldir ekki að ég sé seztur í helgan stein eins og farlama gamalmenni langar mig að segja þér hvað ég hef gert á yfirstandandi ári, starfað að hugðar- efnum mínum fyrir utan búsýslustörfin sjálf. Það er í fyrsta lagi það, að ég hef lagt mikla vinnu í samanburð á nytjum sauðfjárbúskapar og mjólkurfram- leiðslu. Tilefnið var það að Kaupfélag Suður-Þingey- inga hefur undanfarið átt í erfiðleikum vegna lítt seljan- legra mjólkurafurða, sem safnast hafa upp hjá félaginu. Ég vakti máls á þessu á aðalfundi Kaupfélags S. Þ. í ár. Það varð til þess að kosin var nefnd til að gera tillögur um úrbætur og ég var kosinn formaður hennar. Af sama tilefni hef ég skrifað grein um þetta mál í búnaðarblaðið Frey og hefur hún birzt í tveim tölublöðum ritsins í sumar. í öðru lagi hef ég látið áburðarmálin mikið til mín taka upp á síðkastið. Mér finnast þau vera í ólestri víða hjá bændum og hef áður sent erindi til Búnaðarþings um að það hlutizt til um rannsókn á gæði töðunnar eftir áburðartegundum sem notaðar eru hverju sinni. í ár mætti ég svo á búnaðarsambandsþingi í Suður-Þingeyj- arsýslu og fékk því til vegar komið að sambandið eða sambandsstjórnin tók málið þar upp. Og í þriðja lagi má geta þess í sambandi við afskipti mín af búnaðarmálum, þá hélt ég í sumar bændaræðu á svokölluðum bændadegi að Laugum, þar sem ég ræddi aðstöðu landbúnaðarins og hagsmunamál bænda í heild. f sambandi við þetta má geta þess að ég átti frumkvæðið að bændadeginum í heimasýslu minni, sá fyrsti var hald- inn að Laugum 1948 og síðan árlega. Nú eru tilsvarandi bændadagar að komast á um allt land. (Framhald á bls. 396.) Heima er bezt 393

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.