Heima er bezt - 01.11.1964, Síða 13
STEINDOR STEINDORSSON FRA HLOÐUM:
Bœk
ur
og myn
i.
egar vér lítum til allra þeirra myndskreyttu blaða
og bóka, sem daglega berast oss í hendur, fer
varla hjá því, að oss verði hugsað til þess tíma,
þegar naumast sást mynd í íslenzkri bók, nema
ef til vill fáeinar skýringarmyndir í kennslubók eða
mynd af skáldi framan við ljóðabók þess. Þannig var
það á fyrstu tugum þessarar aldar, og segja má, að fyrst
á 4. og 5. tug aldarinnar taki myndir að gerast algeng-
ar í bókum hér á landi, þótt yfir hafi tekið hin síðustu
árin.
Oss, sem ólumst upp í aldarbyrjun og tókum mynd-
um í lesmáli með eftirvæntingu og fögnuði, mundi vart
hafa dreymt, að vér ættum eftir að lifa það, að verða
næstum því ofþreyttir á myndum í bókum og blöðum,
eins og nú er raunar títt. Myndirnar eru meiri að fyrir-
ferð en lesmálið, og dagblöðin eru meira að segja tekin
að flytja heilar myndasíður. En þetta er eitt af táknum
tímans. Eitt af því ótalmarga, sem skapar hinn geysi-
lega mun á fortíð og nútíð.
í greinarkorni þessu verður stiklað á nokkrum stærstu
steinunum í sögu myndagerðar í íslenzkum bókum.
Mörgu er vitanlega sleppt, bæði af því, að hér er aðeins
um stutta upprifjun að ræða en ekki bókfræðilega rann-
sókn, og eins því, að svo margar bækur, sem þurft hefði
til nákvæmrar greinargerðar, eru mér ekki tiltækar.
ELZTA MYNDSKREYTINGIN
Það er kunnugt, að mörg fornhandrita vorra eru
myndskreytt, oft af miklum hagleik og kunnáttu. Ekki
sízt var mikil vinna og list oft lögð í skreytingu upp-
hafsstafa, enda þótt íslenzk handrit standi þar að baki
þeim handritum fornum, sem skrautlegust eru talin, t. d.
sumum írsku handritunum. Þegar prentlistin hófst voru
hinar prentuðu bækur í fyrstu að nokkru eftirlíking
handritanna. Verður því ekki neitað, að margar hinna
elztu prentuðu bóka voru stórum listrænni að allri ytri
gerð en síðar varð, og á það ekki síður við hér á landi
en annars staðar.
Elztu bækurnar, sem vér vitum um, að prentaðar hafi
verið á íslenzku, Nýja testamentis þýðing Odds Gott-
skálkssonar 1540 og Corvínus Postilla 1546, voru báðar
prentaðar erlendis. Titilblöð beggja eru skreytt með
myndaumgj örð, eins og þá tíðkaðist mjög, en auk þess
eru fjórar myndir í texta postillunnar, og er hún þannig
fyrsta myndskreytta bók, sem prentuð hefur verið á
íslenzku.
Ekkert vitum vér nú um bækur þær, sem kunna að
hafa verið prentaðar í prentsmiðju Jóns Arasonar á
Breiðabólsstað, hvort í þeim hafi verið myndir, en frem-
ur má það teljast ólíklegt, því að sennilega hefur sú
prentsmiðja verið fremur fátækleg að öllum búnaði, og
bera elztu Hólabækurnar vitni þess, en sennilega eru
þær prentaðar með tækjum hennar, þótt eitthvað kunni
Titilblað af Passio 1559.
Heima er bezt 397