Heima er bezt - 01.11.1964, Page 30

Heima er bezt - 01.11.1964, Page 30
Þórður Þórðarson, Neðri-Hálsi, Iíjós. skyldi haldið til Flensborgar með strandferðaskipinu í lok septembermánaðar. Skólinn skyldi settur 1. okt. Aldraður frændi minn, Hjörleifur Benediktsson, fór með mér til skips á Djúpavog. Flutningur minn var kofort, rúmfatapoki og taska. Ekkert sögulegt gerðist á þessari leið, og út í skipið var farið síðdegis með far- þega og þeirra dót. Hólar voru þá með námsfólk og ver- tíðarfólk af Austfjörðum til Reykjavíkur. Öll farrými full, og margt í lest, en samt skyldi ég með. Niður á annað pláss fór ég og lagðist á bekk við mat- borðið — öll rúm voru full. Þarna á bekkjunum voru menn fyrir, sem leyfðu mér þarna landvist í bráð. Skip- ið sigldi út úr Berufirði og tók stefnu utan við Papey suður með landi, hinni löngu hafnlausu strönd. Mat- málstími kom, og þá varð ég að þoka fyrir þeim, sem settust að borðinu. Borin var fram tillaga þess efnis, að vísa þeirn iit og upp á dekk, sem hér væru nýliðar og ekki áttu áður hæli þarna. — Þeir hefðu hér engan rétt.— Mér fór ekki að lítast á blikuna, því úti var kalsa veður, náttmyrkur og úfinn sjór. En nú tóku til máls tveir af þeim mönnum, sem ég hafði lagst niður hjá, er ég kom i skipið. „Ef þið ætlið að reka þennan pilt út, þá verðið þið að taka okkur með. Við sleppum honum ekki.“ Þetta voru bræður frá Háreksstöðum í Jökuldalsheiði: Einar Páll Jónsson, síðar ritstjóri í Winnipeg, og Sigur- jón bróðir hans, prestur í Kirkjubæ um áratugi. Eftir þetta leit ég á þessa bræður sem verndara mína og jafn- vel lífgjafa. Ég lá nú á bekknum um nóttina og næsta dag, hálf sjóveikur, en margir farþegar voru hressir í bragði og styttu sér stundir við spil, söng og samræður. Einstöku fylliraftar voru á slangri um skipið og ávörpuðu okkur sem bræður góða. Skipið hafði litla viðdvöl í Vest- mannaeyjum og komurn við því snemma dags til Reykjavíkur. Þann sama dag gengum við suður í Fjörð, eins og þá var kallað. Hittum skólastjórann í Flensborg að máli, er bjó á efri haeð skólahússins. Bauð hann okkur velkomna og bað þá pilta, sem áður voru þar komnir, að taka okkur til sín um nóttina. Næsta dag ættum við að vitja flutnings okkar, og skyldi hann útvega fylgdar- mann með hestvagn undir dótið. Skólahúsið var gamait timburhús. Áður verzlunar- hús Flensborgarkaupmanna. Þarna voru fyrir allmargir piltar úr nærsveitum og vesturlandi. Tóku þeir vel kveðju okkar austanmanna. Hófst nú þarna „Hrafna- þing“ mikið með piltum, sem ekki höfðu áður sézt, en áttu nú samvist fyrir höndum. Segja mátti, að við vær- urn þarna komnir úr öllum áttum og flestum landsins byggðum, glaðir og gunnreifir, eins og vera bar, og ekki myrkir í máli. Margir töluðu samtímis, svo ástæða var til að brýna raustina. Þá segir einn af vestanmönn- um: „Það er meiri bölvaður rífandinn í þessum litla strák,“ og lítur til mín. „Það væri þörf að lækka rost- ann í honum.“ Mun þá hafa dregið nokkuð niður í mér og þingið farið spaklega fram til loka. Við nánari kynni kom í ljós, að þessi vandlætari var Þórhallur Danielsson, kaupmaður, Hornafirði. 414 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.