Heima er bezt - 01.11.1964, Side 34
Skólahúsið að Reykholti.
ið, rétti upp þrjá fingur og benti svo á eldinn í vindl-
ingnum. Við skildum strax, að þrír félagar hans hefðu
hrapað með flugvélinni og farizt í eldinum. Síðan þok-
uðumst við af stað á leið niður á þjóðveginn. Ég sá strax,
að við yrðum seint komnir heim, ef við gætum ekki
farið hraðara en þetta. Ég fór úr skónum og benti hon-
um að fara í þá. Þegar hann tók húfupottlokið af fæt-
inum, sá ég að hann var sár á fætinum. Svo lögðum við
af stað í annað sinn og gekk þá ailt miklu betur. Við
héldum svona áfram um stund og gengum sitt hvorum
megin við flugmanninn. Allt í einu greip hann urn úln-
liðinn á mér og ætlaði að gæta að hvað klukkan væri.
Bróðir minn hafði úr og var klukkan þá orðin þrjú.
Hann leit þá á sína klukku og var hún þá fimm. Datt
mér þá í hug að þetta væri þýzka tímatalið og væri þetta
þýzkur flugmaður. Ég spurði hann, hvort hann væri
„Gennany“ og virtist hann samþykkja það. Því næst
spurði ég hann, hvað hann væri gamall og renndi hann
þá frá sér rennilásnum og dró upp vegabréf og sáum
við þá, að hann var með þýzka járnkrossinn og fleiri
merki, sem við þekktum ekki. í vegabréfinu var mynd
af honuin og ýmislegt, sem við gátum ekki lesið. En við
sáum að hann var fæddur 1921 og var því 22 ára. Við
héldum svo enn áfram. Ég sagði að þetta væri ísland og
við værunt íslendingar. Hann skildi það. Hann benti
niður fvrir sig og sagði: „Reykjavík“ 0g SVO sagði hann:
„Lightmgu, og benti á töskuna, sem bróðir rninn hélt á,
en það var fallhlíf. Hann hafði flogið yfir Reykjavík,
en var skotinn niður af tveimur amerískum flugvélum,
en komst út í fallhlíf. Ég sagði að Ameríkumenn væru
góðir rnenn til þess að hann yrði ekki hræddur, þegar
hann hitti þá. Hann var þyrstur og drakk tvisvar úr
pollum á klöppunum. Við fórum þar sem stytst var
niður á þjóðveginn. Þegar við áttum eftir svo sem 60—
70 metra, kom amerískur herbíll. Þá sagði hann mér að
veifa hvíta flagginu, sem ég hélt á. Hann sagði mér
einnig að veifa því, þegar flugvélar fóru að sveima yfir
okkur og komu allnærri okkur. Þegar við vorum komn-
ir rétt niður á veginn, kom annar bíll, lítill og stoppaði
hjá okkur. Ut úr honum kom sver og feitur maður og
beið eftir að við kæmum. Sá þýzki rétti upp báðar hend-
urnar, en þá kom mikið fát á Ameríkann og hann varð
eitt blóðstykki í framan. Hann þreif svo upp skamrn-
byssuna sína og miðaði henni á okkur. Flugmaðurinn
þýzki var alveg rólegur, og benti honum á að taka sína
skammbyssu, sem hékk við belti hans og var það gert.
Því næst tók hann passa flugmannsins og lítinn hníf, sem
hann var með. Þjóðverjinn fór síðan úr skónum og
þakkaði mér fyrir lánið með handabandi. Flugmaður-
inn settist síðan upp í bílinn við hliðina á bílstjóranum,
en Ameríkaninn fór í sætið fyrir aftan hann og sýndist
mér hann setja skot í skammbyssuna sína. Hann lét okk-
ur síðan skrifa nafn okkar og heimilisfang og settist
síðan aftur í aftursætið fyrir aftan bílstjórann og fang-
ann. Hann kvaddi okkur með handabandi og svo óku
þeir af stað til Reykjavíkur. Mörgum dögum seinna
kom mynd af flugmanninum í Morgunblaðinu, og var
þar sagt, að hann hefði særzít á hægri handlegg og feng-
ið skrámur hingað og þangað, og væri hann fyrsti þýzki
stríðsfanginn á íslandi.
Flugvélin var Junker 88, tveggja hreyfla og eyðilagð-
ist hún gersamlega.“
Þegar litið er yfir ritgerðir í skólablaðinu Alími frá
ýmsum árum, kemur það í Ijós, að nemendur hafa haft
gaman af að bollaleggja um það, hvernig þeir vildu hafa
væntanlegt mannsefni eða konuefni.
Hér birtast tvær ritgerðir sem sýnishorn af þessum
ritsmíðum. Sú fyrri heitir: Hvernig ég vil hafa mann-
inn minn. Hin síðari heitir: Hvernig ég vil EKKI hafa
konuna mína.
HVERNIG ÉG VIL HAFA MANNINN
MINN.
„Síðan ég fór að vitkast, hef ég verið að velta því
vandamáli fyrir mér, hvernig mann ég vildi helzt. Mér
finnst það harla erfitt og enn hef ég ekki fundið þann
rétta, og ég veit að það verður ekki á næstunni. Auð-
vitað vil ég hafa hann búinn öllum beztu kostum, sem
einn mann má prýða, en ekki ætla ég að telja þá alla
upp hér. Ég læt mér nægja það helzta. I fyrsta lagi verð-
ur hann að vera vel vaxinn, hár, grannur, herðabreiður
og miðmjór. Ekki hjólbeinóttur. Hann á að hafa góðar
hreyfingar og bera höfuðið hátt, en láta ekki hökuna
nema við bringu. Hann á að vera dökkhærður, dökkur
á brún og með dökk augu, — með ásjálegan munn og
nefið vel lagað. Eyrun mega ekki vera stór. Axlaslapp-
an og vambsíðan vil ég ekki hafa hann.
Ö O
418 Heima er bezt