Heima er bezt - 01.10.1967, Síða 6
margar, því að barnahópurinn varð stór, alls urðu böm-
in 13, sex stúlkur og sjö drengir, þar af voru fimm al-
systkini af fyrra hjónabandi Ingvars.
Ingvar á Skipum mun hafa verið óvenjulega knár
maður, hagur á tré og járn, vel verki farinn til sjós og
lands. Hann stundaði landbúnað og sjósókn, for-
mennsku, jöfnum höndum, sjósóknina frá Skipum og
Stokkseyri. Enginn bjó betur upp á heylest én hann,
enda sátu baggamir vel þó langt væru sóttir, og enginn
stjórnaði betur bátskel á brimsundi en hann. í formanna-
vísum þeirra tíma segir skáldið um Ingvar á Skipum:
Ösla fríðan öldujó
Ingvar sniðugt lætur
Skipum frá um skerjakór
skatna meður sinnisrór.
Ingvar hélt jafnan úti bátum frá Skipum haust og vor.
Þetta var sex manna far og hét Blíðfari. Róðrarnir voru
stundaðir fast ef fiskur var, oft róið tvisvar til þrisvar á
dag. Veiðarfærið var lína, beitt öðuskel og kræklingi.
Það kom því í hlut húsfreyjunnar og barnanna að
verulegu leyti, langtímum saman, að annast um voryrkj-
ur og sjá um landbúskapinn. Þar með að afla eldiviðar,
sem aðallega var þang, sjá um sauðburð, hirða um æðar-
varp og stunda silungsveiði, sem að vísu var ekki mikil,
hyggja að selanetum í fjörunni og smala kvíaám.
Við þessi störf undi Jón á Skipum vetur og sumar, til
tíu ára aldurs, en þá hófst barnaskólaskyldan. Barna-
skólanám Jóns stóð í fjóra vetur. Skólastjóri þau ár á
Stokkseyri var Sigurður Heiðdal, en með honum störf-
uðu þeir góðu kennarar Jónas Jósteinsson og Helga Þor-
gilsdóttir. Sóknarpresturinn, séra Gísli Skúlason á Stóra-
Hrauni, uppfræddi Jón í kristnum dómi og fermdi hann.
Mikið dálæti höfðu Skipasystkinin á að taka á móti
bátnum í lendingu, og fast sóttu þeir Jón og Gísli bróð-
ir hans að fá að „sitja í“ eins og það var kallað. En seint
þótti þeim sækjast að fá þá ósk uppfyllta. Gamansamur
háseti á Blíðfara, Guðjón bóndi á Leiðólfsstöðum, sagði
þeim að það gæti ekki orðið fyrr en baðstofuþilið á
Skipum yrði svo heitt af sólinni, að þeir brenndu fing-
urna við að snerta það.
Loks kom þó að því að þilið varð nógu heitt, og alveg
óvænt ákvað faðir þeirra að þeir skyldu fá að fljóta
með, og án þess að drengirnir vissu, lét hann beita línu-
stubb, sem þeir áttu að eiga aflann af.
Ýmislegt úr þessari fyrstu sjóferð er Jóni á Skipum
minnisstætt enn í dag, hún varð honum opinberun, sem
alla tíð síðan hefur haft áhrif á hann, einkum samfélags-
andinn á þessari litlu bátskel og virðulegur og æðrulaus
trúarstyrkurinn til almættisins.
Endurminningar um ýmislegt frá bernsku
til fermingar.
Fyrstu endurminningar Jóns á Skipum eru tengdar
móður hans, grannvaxinni fríðri konu, sem oft var sár-
þjáð, en hún lézt úr krabbameini árið 1916, þegar Jón
var fjögra ára gamall. Ekki mun hann hafa skilið eða
hugsað út í ástæður hennar, heldur gengið eftir umönn-
un hennar og móðurhlýju, og fengið það sem hann
þráði. Skýrast er honum líklega í minni frá fyrstu ævi-
árunum, að kominn var í bæinn ókunnur gestur, digur
og mikill karl, sem sló um sig nóg til þess, að piltkorn-
inu þótti sér bezt borgið uppi í fangi móður sinnar, sem
veitti honum vernd. Þar var kominn Símon Dalaskáld,
hávær og kveðandi af munni fram vísur ófáar um
heimilisfólkið og hvað eina sem fyrir bar, sumar ekki
úr minni dottnar enn, þó að skáldskapargildið sé lítið.
Þá er Jóni og mjög ríkt í minni fráfall móður sinnar.
Hún var í samráði við eiginmann sinn búin að velja og
Iítírn Skipa-hjónanna, Ingigerðar og Jóns: Gisli Vilhjálmur, Ragnheiður og Móeiður
342 Heima er bezt