Heima er bezt - 01.10.1967, Page 10
Kýrnar reknar í haga að loknum kvöldmjöltum.
íslenzkur landbúnaður séður frá bæjardyrum
Jóns í Skipum.
Um þetta efni gef ég Jóni Ingvarssyni sjálfum orðið.
Hann segir:
„Það fer ekki milli mála, að þeirri stefnu meðal ís-
lenzkra stjórnmálamanna hefur aukizt fylgi síðustu ár-
in, að vafasamt megi teljast, hvort nokkurri átt nái frá
þjóðhagslegu sjónarmiði séð að vera að braska við land-
búnaðarframleiðslu í þessu kalda og harðbýla landi. Það
borgi sig ekki að breyta fjallagróðri í dilkakjöt, og að
fóstru mannkynsins eigi að útrýma í þessu landi. ís-
lenzkar mæður eigi að fá á barnapelann mjólk frá þeim
löndum, þar sem það kostar sama og ekki neitt að fram-
leiða þessa vöru. Bændurnir, þessi iðjusama og nægju-
samasta stétt þjóðfélagsins, sé þjóðinni svo dýr, að þeim
eigi að fækka. Tilraun var gerð til þess að láta sunn-
lenzka mjólkurframleiðendur vinna kauplaust sumarið
1966. Á því ári fækkaði mjólkurframleiðendum á svæði
Mjólkurbús Flóamanna um 50, hefðu áreiðanlega orðið
100, ef peningum bænda hefði ekki verið skilað til þeirra
á haustnóttum sama ár.
Ég er ekki einn um þá skoðun að álíta að þjóðarsálin
myndi við það líða, ef að svo yrði þrengt að landbúnað-
inum, að sveitirnar legðust í auðn. Ég er hræddur um
að gimsteinarnir á perlubandi fjallkonunnar væru færri,
346 Heima er bezt
ef að menn eins og Guðmundur á Sandi og Sigurður á
Arnarvatni hefðu verið verksmiðjuþrælar erlendra auð-
hringa. Þá hefðu aldrei orðið til listaverk á borð við
„Ekkjan við ána“ og „Fjalladrottning móðir mín“.
Minnumst orða Halldórs Laxness: „Hann sem var áður
afglapinn á torgum er orðinn skáld í Hallormsstaða-
skóg“. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi þurfti að eigin
sögn að bregða sér upp á Esjuna að lokinni setu á skóla-
bekk vetrarlangt og velta sér þar upp úr mosa og mold
til að komast í sem nánasta snertingu við ættjörðina, og
verða svo það sem allir vita að hann varð: ástsælasta
skáld þjóðarinnar. Það er friðsæl kyrrð sveitanna, fegurð
öræfanna og tign fjallanna, sem orðið hefur mesti afl-
gjafi listamanna okkar.
Persónulega er ég bjartsýnn á möguleika okkar á
sviði landbúnaðarins. Ég held að þeir sem fóru um hið
forna Rangárþing fyrir 30 til 40 árum og sáu allan sand-
inn og uppblásturinn, og hyggja svo að því í dag, hvað
gerzt hefur, þar sem nú blasa við á sömu svæðum enda-
lausir töðuvellir, þeir geti ekki efazt um möguleikana.
Því fyrr sem gengið verður milli bols og höfuðs á
eyðingarstefnunni gegn bændum og þeirri óþjóðholl-
ustu sem þar kemur fram, því betra fyrir íslenzka hags-
muni.
Eitt með því bezta, sem fram hefur komið með þjóð
okkar á seinni árum er útfærsla landhelginnar og upp-
græðsla landsins. Og ómi svo í hverri sál og hverju hjarta
A