Heima er bezt - 01.10.1967, Qupperneq 12

Heima er bezt - 01.10.1967, Qupperneq 12
SIGURJON SNJOLFSSON FRA SVINHOLUM: TVENNIR TÍMAR E=^g hef lifað tvenna tímana, frá því ég í frum- bernsku sat úti á túni og horfði á karlmennina, sem voru að byrja að slá túnið, og hafði gaman af að heyra sláttuhvininn. Heitt var í veðri, og margt af fólldnu var að þurrka töðuna. Karlmennirnir hættu þá allt í einu að vinna og klæddu sig úr ytri föt- unum, og héldu síðan áfram á nærfötunum einum sam- an. Þetta þótti mér skrýtið, og var það þó næsta eðli- legt. Létt föt þekktust ekki, og öll ytri föt voru úr heimaunnu vaðmáli og alltof hlý til að vinna í þeim erfiðisvinnu í sterkum sólarhita. Mikið var unnið á æskuárum mínum og vinnukergja mikil. Ég heyrði þess getið, að á sumum bæjum hefði verið siður að bera alla töðu á túninu á bakinu heim í hlöðu. Túnin voru að vísu lítil og töðufengurinn eftir því, en samt voru þetta heimskuleg vinnubrögð, og alltof mikil áníðsla, því að töðubaggar eru þungir. Ekki var þetta gert á mínu heimili, þar voru nægir hestar og svo var raunar víðast. Heima á Hvalnesi var heyskapur lítill og langsóttur. Um tveggja tíma ferð var á engjarn- ar og vegurinn vondur. Einnig voru engjar fengnar að láni, þangað var fimm stunda lestaferð. En þótt margt væri erfitt, þekktist ekki að kvarta. Þetta varð að gerast, og venjan var, að menn lögðust þreyttir til hvílu á kvöldin, en menn voru harðir af sér og áhuginn þrotlaus. Þeir voru stórir og sterkir bræðurnir, sem þá ólust upp í Hvalnesi, Einar, Ólafur og Sigurður, jafnaldri minn. Systur voru tvær, Sigríður og Þórdís. Það lak ekki úr höndunum á þeim, enda voru þær systur fastar fyrir. Einkennilegt var með elztu systkinin, Sigríði og Einar, að þau urðu alveg sem blind þegar dimmt var orðið. Þekki ég ekki aðra, sem svo hafa verið náttblindir. Einn maður þar í sveitinni var mér sérstaldega kær. Það var Bergur Jónsson frá Hlíð í Lóni, bróðir Stefáns hreppstjóra þar. Margt mætti gott um þá bræður báða segja. Eitt af mörgu var, að þeir voru frumkvöðlar að félags- og skemmtanalífi í sveitinni. Báðir voru þeir góð- ir ræðumenn. Bergur var farkennari um skeið, og kenndi á ýmsum bæjum. Kennt var í Svínhólum, en þar var margt barna, en þangað komu einnig börn frá öðrum bæjum. Bergur gerði meira en að kenna börnunum hin lögboðnu fræði. Hann lék sér einnig við börnin og skemmti heimilisfólkinu með frásögnum og ýmsum skemmtiatriðum. Fyrir ofan Svínhólabæinn er nokkuð brattlent. Brekkurnar voru óspart notaðar, þegar sleða- færi var. Þá fór Bergur með börnin út í rökkurbyrjun og lék sér með þeim á sleðum. Þau börn, sem ekki höfðu sleða, renndu sér á tunnustöfum eða fjölum. Sjálfur sat Bergur á sleða með tvö yngstu börnin. Það var gaman að horfa á, hve ferðin gat orðið mikil yfir harðfenni og svellbólstra. Mikið var hlegið, og hrópað húrra fyrir þeim, sem lengst komust. Þegar kveikt hafði verið ljós í bænum, kom kennarinn inn með börnin, rjóð og sæl- leg úr leiknum, enda var þetta góð íþrótt fyrir þau. Oft sungum við Bergur saman, og var það gaman. Einu sinni sem oftar kom Bergur að máli við mig og sagðist ætla til næsta bæjar, að Vík. „Þú kemur með mér“, sagði hann, „það er svo góður ís á vötnunum, að ég ætla á skautum.11 „Það get ég ekki“, segi ég, „ég kann ekki á skautum“. „Þú kemur víst, þú verður á sleða og ég bind sleðabandið um mittið“. Síðan fórum við, og varð það skemmtileg ferð. En því segi ég frá þessu atviki, að svona var Bergur í öllum hlutum, alltaf að vera öðrum til gagns og skemmtunar. Síðast sá ég Berg að hausti til, hann var þá á förum til Danmerkur ásamt Jóni Guð- mundssyni vini mínum og frænda. Þar unnu þeir um skeið á búgarði en fóru síðan til Noregs. Jón kom aftur heim, sæll og hress, og hafði menntazt mikið, en Bergur ílentist í Noregi, kvæntist hann norskri konu og líður þar vel. Eftir 1910 mun baðstofum hafa farið að fækka í sveit- unum. Þá var tekið að byggja svonefnd þverhús. Voru þau með hlöðnum veggjum á stöfnum og bakhlið, en timburþil að framanverðu, var það pappaklætt fyrst, en síðar voru þau ldædd bárujárni. Undir þessum húsum voru kjallarar, og þóttu þeir góðar geymslur. Ég sakn- aði baðstofanna fyrst í stað, þótt margar þeirra væru litlar, og oft kýr hafðar undir lofti, það voru kallaðar fjósbaðstofur. Margir menn eru enn á lífi, fæddir og upp aldir í baðstofunum gömlu. Þá voru smíðaðar vögg- ur handa börnum, en barnavagnar þekktust fyrst á síð- ustu árum. Ég hefi margs að minnast úr sveitinni, sem ég dvaldist í í 59 ár, og er mér eðlilega ljúft að rifja upp þær minn- ingar. Ég var svo lánsamur að löngum var margt barna í Svínhólum á báðum bæjum og voru þau hænd að mér, og lék ég tíðum við þau, enda sjálfur ókvæntur og barnlaus. Margt hefur breytzt á þessum árum, vinnubrögð og annað, þótt oft hafi breytingarnar verið hægfara, en 348 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.