Heima er bezt - 01.10.1967, Side 14

Heima er bezt - 01.10.1967, Side 14
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM: „Pab uar bleikjuengi . Margir kannast við gamankveðlinga þeirra Konráðs Erlendssonar og Þuru í Garði, er Konráð kvað: „Mývetningar sína sál seldu fyrir mýrarhey“, en Þura svaraði: „Konsi lýgur þessu, því það var bleikjuengi“. Svo mikill var munur venjulegs mýrlendis og bleikjuengisins, að vel mátti teljast afsakanlegt, þótt sálarheill hefði verið fyrir það fórnað. En hvað er þá þetta bleikjuengi. Það er öðru nafni starengið, sem er sá Vitaðsgjafi íslenzkra engja, sem aldrei er ófrær. Frá ómunatíð hefur það verið yfir að líta sem fullsprottinn akur á hverju sumri, og vindurinn hefur þotið í stararfjöðrinni, með líku lagi og þegar hann lætur kornakrana bylgjast og klingir bjöllum kornax- anna. í grasleysissumrum hafa starengin staðið frjó og Gulstör eða Bleikja. græn, á sama tíma og naumast var borinn Ijár í venjuleg- ar mýraengjar, valllendisgrundirnar stóðu gráar og nöt- urlegar, og túnin sjálf verið þakin arfafylltum kalskell- um. En starengjamar hafa skilað ríkulegum ávexti. Planta sú, sem þannig stenzt duttlunga og harðneskju íslenzkrar veðráttu, og er einráð að kalla í gróðurlendi þessu er gul- störin eða bleikjan eins og sumir kalla hana. Gulstör er falleg planta, þótt ekki skarti hún með lit- auðugum blómum. Þar sem hún nær mestum þroska er hún dökkgræn á lit, en langoftast er hún með nokkram gulleitum blæ, einkum er líða fer á sumar. Verða star- engjamar þá gulbleikar tilsýndar. Af því eru síðan dreg- in nöfnin bleikja og bleikjuengi. Stararkólfurinn er gildvaxinn, og plantan allsafarík, með uppréttum strá- um, löngum, breiðum blöðum með lítið eitt niðurorpn- um röndum. Þótt blöðin megi kallast mjúk viðkomu geta þau samt sært mann, eins og þeir þekkja bezt, sem bundið hafa þurra gulstör í bagga. Hún vex í stórum, þéttum breiðum, sem stafar af því, að jarðstönglar hennar eru láréttir og greinast mjög, oft býsna gild- vaxnir. Fléttast þeir ásamt rótum sínum svo um jarð- veginn, að hann verður mjög seigur, og er alkunna að um gulstararmýrina er hverri skepnu fært án þess að sökkva í, þótt dúi undir fæti, og vatn standi í hverju spori. Er hin bezta torfrista í gulstararmýri ekki sízt, ef innan um hana vex mýrakólfur eða reiðingsgras. En torfrista, hvort sem var til húsagerðar eða í reiðing, var jafnan talinn kostur hverrar jarðar. Komið hefur til tals að nota mætti reiðingstorf til þess að gera úr því þilplötur. Ef slíkt reyndist fært, kæmi þá til ný og mikil- væg notkun starengjanna. Helzta sérkenni gulstararinnar er blómskipanin. Blóm- in eru einkynja og standa í öxum. Karlöxin eru ýmist eitt eða fleiri, en kvenöxin oftast 2—4. Hanga þau Iíkt og bjöllur á fíngerðum þráðum. Efstu stoðblöðin teygja sig jafnhátt öxunum. Á litinn eru öxin dökkmóleit, stundum með rauðleitum blæ. Axhlífarnar eru langar og oddmjóar, og gefa þær öxunum sérkennilegan svip. Annars má segja, að útlit gulstararinnar sé allbreytilegt eftir vaxtarstöðum hennar og umhverfi. Gulstörin heyrir til þeirri deild staranna, sem fræði- menn kalla Acutae en acutus, þýðir yddur, og bendir nafnið vafalítið til lögunar axhlífanna. Til sömu deildar teljast einnig þessar tegundir íslenzkar: mýrastör, stinna- stör, flæðastör og rauðstör. Deild þessi er mörgum grasa- 350 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.