Heima er bezt - 01.10.1967, Side 24

Heima er bezt - 01.10.1967, Side 24
ÞATTUR ÆSKUNNAR RITSTJORI HVAÐ UNGUR NEMUR Ef við lítum á íslandskortið, þá sjáum við fljótt, að Húnaflói er þriðji stærsti flóinn við íslandsstrendur, og suður úr honum skerst Hrútafjörður, lengstur allra norðlenzkra fjarða, sem skerast suður í landið. Eru Melar í Hrútafirði á svipaðri breiddargráðu og Búðar- dalur við Hvammsfjörð og Staðarfell á Fellsströnd. Hrútafjörður skiptir sýslum. Er Vestur-Húnavatnssýsla austan megin fjarðarins, en Strandasýsla að vestan. Oft læðist þokan norðan úr Ishafi inn á Húnaflóann, og leggur þá jafnan leið sína Iangt inn eftir Hrútafirði. Fylgir þokunni oft napur andvari. En á sólríkum þoku- lausum sumardögumu, er oft bjart yfir héraðinu beggja megin fjarðarins, þótt mér finnist jafnan ströndin vest- an megin fegurri. í Landnámabók er þannig sagt frá ferðum Ingimund- ar gamla, er nam Vatnsdal: „Eftir það byrjar Ingimundur för sína til íslands og með honum Jörundur háls. (Nefndir eru fleiri vinir hans og frændur.) Þeir tóku land fyrir sunnan land og voru allir um veturinn á Hvanneyri með Grími fóst- bróður Ingimundar. En um vorið fóru þeir norður um heiðar. Þeir komu í fjörð þann, er þeir fundu hrúta tvo. Það kölluðu þeir Hrútafjörð. Síðan fóru þeir norður um héruð og gáfu víða örnefni.“ Seinna segir þannig frá í sömu grein: „Ingimundur fann beru* og húna tvo hvíta á Húna- vatni. Eftir það fór hann utan og gaf Haraldi konungi * Bera = birna. dýrin. Ekki höfðu menn í Noregi áður séð hvíta björnu.“ Þessar frásagnir Landnámu eru fáorðar og skýrar, en bak við þessar sögur dylst margt athyglisvert. Fyrst skulum við athuga söguna um birnuna með húnana tvo. Ekki er mér kunnugt um að birna hafi eignazt húna á íslandi, utan þessa birnu, er Landnáma segir frá. Bjarn- dýrin flutti Ingimundur svo utan og gaf Haraldi kon- ungi, en þeir voru vinir miklir. Sagt er að Haraldur konungur launaði vel gjöfina og gaf hann Ingimundi skip hlaðið timbri og sigldi hann því tveim skipum heirn frá Noregi, og fór fyrstur manna norðan fyrir land, fyrir Skaga og upp í Húnavatn, þar sem heitir Stíganda- hróf hjá Þingeyrum. Ekki er þess getið í sögunni hvernig Ingimundi tókst að handsama birnuna og húnana lifandi, eða hversu honurn gekk að geyma dýrin og ala til þess, er hann sigldi út með þau á konungsfund. Þá sögu verðum við að semja sjálf. En margan vandann hefur Ingimundur orðið að leysa í sambandi við bjarndýrin, áður en hann komst með þau á konungsfund. En fyrir þennan bjarn- dýrafund Ingimundar, fékk flóinn fyrir utan og hérað- ið sjálft sitt heiti, Húnaflói og Húnavatnssýsla. Eg vík þá aftur að sögunni um hrútana. Þeir Ingi- mundur fundu þá um vorið, er þeir komu sunnan yfir heiðar. En hvaðan voru þessir hrútar komnir snemma vors við botn Hrútafjarðar? Eitt er það í landnámssögunni, sem menn greinir nokkuð á um. Halda sumir því fram, að fjárstofn hafi

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.